Auglýsingablaðið

817. TBL 14. janúar 2016 kl. 10:43 - 10:43 Eldri-fundur

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2016 (Facebook: Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2016)
Þorrablót Eyjafjarðarsveitar verður haldið í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla laugardaginn 30. janúar næstkomandi.
Húsið verður opnað kl. 19:45 og blótið sett kl. 20:30.
Veislustjóri kvöldsins verður hinn óborganlegi Sólmundur Hólm, eftirherma, uppistandari og útvarpsmaður.
Hljómsveitin Hunang leikur fyrir dansi og heldur uppi fjörinu fram á nótt.
Aldurstakmark er 17 ár (þ.e. fæðingarár 1999)
Að vanda mæta gestir með trogin sín full af dýrindis krásum, bæði vel og illa lyktandi! Glös verða á staðnum en gestir hafa með sér annan borðbúnað.

Tekið verður á móti miðapöntunum í síma
896 9419 (Bryndís) eða 892 5307 (Helga)
miðvikudaginn 20. janúar kl. 20:00-22:00
fimmtudaginn 21. janúar kl. 20:00-22:00
Einnig verður hægt að senda pantanir á netföngin
helgasigf@nett.is eða bryndisth@gmail.com

Sala aðgöngumiða fer fram í anddyri íþróttahúss Hrafnagilsskóla
mánudaginn 25. janúar kl. 20:00-22:00
þriðjudaginn 26. janúar kl. 20:00-22:00
Miðaverð kr. 4.500

Mætum öll og fögnum þorranum saman eins og okkur einum er lagið.
Þorrablótsnefnd Eyjafjarðarsveitar

Gömlu dansarnir fyrir þorrablót !
Verð með tveggja kvölda námskeið fyrir þorrablótið þar sem kenndir verða skottís, ræll, vínarkrus og jafnvel smá jive ef vel gengur :) Ekki slæmt að komast í dansgírinn fyrir blótið. Kennt verður í Laugarborg þriðjudaginn 26.jan. og fimmtudaginn 28. jan. kl 19.30-21.00. Tilvalið fyrir þá sem hafa litla sem enga reynslu af dansi og þá sem hafa tekið t.d. eitt námskeið og eru farnir að gleyma og þurfa góða upprifjun :) Nánari upplýsingar og innritun í síma 891-6276 eða á netfangið elindans@simnet.is
Danskveðjur, Elín Halldórsdóttir

Leiguíbúð óskast
Óska eftir húsnæði í Hrafnagilshverfi, frá stúdíóíbúð til 3 herb. Er traust og snyrtileg og er ekki með gæludýr.
Get flutt inn í byrjun mars, apríl eða maí. Ég er í 4 herbergja íbúð í Naustahverfi og mun skoða möguleika á íbúðaskiptum ef þess er óskað.
Allar upplýsingar í síma 780 7716 eða hvandersen75@gmail.com
Helga

Bóndadagsgleði 2016
Minnum á hina árlegu Bóndadagsgleði sem er á dagskrá í fjórða sinn þann
22. janúar næstkomandi. Að venju fer skemmtunin fram í félagsheimili okkar Funaborg og opnar húsið kl 20.00.
Stundvíslega kl. 20.30 verður fögnuðurinn settur með borðhaldi og skemmtiatriðum.
Miðaverð er kr. 6.000 og innifalið er allur matur sem þú getur í þig látið.
Hljómsveit Birgis Arasonar leikur fyrir dansi og drykk.
Miðar verða seldir og afhentir milli mjalta í Gullbrekku
miðvikudaginn 20. janúar.
Aldurstakmark er 16 ára á árinu og tekið er við miðapöntunum og fyrirspurnum hverslags hjá:
Þórólfi í síma 848-4672 eða skilaboðum á facebook,
Reyni í síma 866-0921,
Lilju í síma 867-8104
og einnig má senda Hafdísi póst á netfangið hafdisds@simnet.is
Takmarkað húsrými og miðafjöldi eftir því.
- Allir velkomnir –
Uppselt í fyrra og öll árin þar áður – Komdu!
Skemmtinefndin sjálfumglaða.

Iðunnarkvöld
Þann 20. janúar kl 20:00 verður okkar vinsæla Iðunnarkvöld í fundarherberginu Laugarborg. Nýjar konur ávallt velkomnar. 1. flokkur sér um dagskrá og veitingar.
Ylur inn í daginn.
Formaðurinn

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar Hrafnagilsskóla
Hannyrðastundir verða á bókasafninu á fimmtudögum í vetur frá kl. 16:00. Allir hjartanlega velkomnir, bæði með handavinnu og án. Það getur verið ágætt að
koma bara og spjalla, fá sér kaffisopa og líta í nýjustu tímaritin eða fá sér bækur að láni. Kannski er eitthvað inni af nýju bókunum sem komu út fyrir jólin.
Safnið er opið sem hér segir:
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
Þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30

Hross í afrétt
Vakin er athygli á því að óheimilt er að hafa hross í afrétt eftir 10. janúar. Samkvæmt búfjársamþykkt Eyjafjarðarsveitar er vörsluskylda á öllu búfé neðan fjallsgirðingar allt árið. Allt búfé er á ábyrgð umráðamanns sem er skylt að sjá til þess að búfé sé haldið innan afmarkaðs svæðis og gangi ekki laust utan þess, sbr. reglugerð nr. 59/2000, um vörslu búfjár.
Sveitarstjóri

Getum við bætt efni síðunnar?