Frá Laugalandsprestakalli
Kæru vinir.
ég minni á kirkjuskólann í Hjartanu í Hrafnagilsskóla,
laugardaginn 8. nóv. kl 11:00.
Umsjónarmenn Brynhildur, Katrín og Hannes
Kv. Hannes
Köttur í óskilum
Hjá umsjónarmönnum eignarsjóðs er í óskilum bröndótt læða, sem komin er eitthvað til ára sinna og er greinilega
heimilisköttur. Hún er með ól með bjöllu og hefur verið merkt, en merkingin er dottin af.
Upplýsingar í síma 895 4618 Einar og Davíð.
Eyvindur
Eyvindur vill minna á að skilafrestur efnis í blaðið er 20.nóvember.
Netfangið er
abs1@hi.is og í ritnefnd eru Benjamín,Páll,Hannes og Dísa.
ágætu sveitungar!
ég vil þakka þeim sem studdu mig til Frakklandsfararinnar, kærlega fyrir stuðninginn. Hann skipti mig miklu máli. Hægt er að fylgjast með
ferðalaginu mínu á vefsíðunni:
www.blog.central.is/jongunnar þar er einnig að finna
upplýsingar um hvernig er enn hægt að styrkja mig ef einhverjir hafa á því hug.
þegar þessar línur birtast í Sveitapóstinum er ég kominn til La Chapelle Montlinard og hálfnaður í meðferðinni.
ég bið kærlega að heilsa heim í fjörðinn fagra og óska ykkur góðrar skemmtunar á Kabarett í Freyvangi.
Með bestu kveðjum/Au revoir,
Jón Gunnar Benjamínsson
Ytri-Tjörnum
Vetrarmarkaður í Laugarborg 1. nóvember
Vetrarmarkaður verður í Laugarborg 15. nóvember í Laugarborg frá
kl. 13:00 – 17:00. Kaffisala verður á staðnum að hætti samherjakvenna.
Margt verður til sölu að vanda.
þátttökuskráning í síma 864 3199, Selma
Sjón er sögu ríkari. Allir velkomnir, vonumst til að sjá sem flesta.
Til Leigu
Til leigu 6 herbergja einbýlishús í Reykárhverfi. Uppl. í sími 861-4809
Atvinna í boði
óskum eftir aðila til að sinna liðveislu við fatlaðan einstakling. Um er að ræða 16-20 tíma í mánuði. Einnig óskum við
eftir fólki til að sinna heimaþjónustu í sveitarfélaginu.
Nánari upplýsingar fást á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 463 1335 og einnig má senda fyrirspurn á netfangið
thorny@esveit.is
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
íbúð til leigu í Eyjafjarðarsveit.
Góð 80 m2 íbúð til leigu. íbúðin er nýlega uppgerð og fullbúin húsgögnum og heimilistækum. Hún er laus
nú þegar og leigist til 1. apríl 2009.
Upplýsingar gefur Edda í síma 894-1303 og 463-1336
Kvenfél. Hjálpin – Haustfundur
Loksins er komið að haustfundinum okkar og verður hann haldin með stæl föstudagskvöldið 14. nóv. kl. 20.30 í Sólgarði. Venjuleg
haustfundarstörf, sprell og gaman, léttar veitingar að erlendri fyrirmynd, fella lykkjur, verðlaun og ýmislegt fleira skemmtilegt (sjá nánar í
tölvupósti!!!).
Nýjar konur velkomnar. Síðustu forvöð að ganga í félagið, tími kvótakerfisins.
Sjáumst allar hressa. Kveðja, Stjórnin.
Afmæliskabarett í kvöld!
Hinn stórkostlegi kabarett, Skítt með kerfil - tökum slátur, fer á svið Freyvangsleikhússins í kvöld kl. 21.00. Kabarettinn er 25
ára í ár og hefur aldrei verið glæsilegri, eða að minnsta kosti mjög sjaldan. á eftir er svo ball að venju, en það verður
þó óvenju skemmtilegt því þar munu æsir leika fyrir dansi. Sjaldan hefur verið meiri þörf á lyfta sér upp en einmitt á
þessum síðustu og verstu.
Stuðið er í Freyvangi í kvöld, láttu sjá þig! Húsið verður opnað kl. 20.00.
Miðaverð 2500 krónur, 16 ára aldurstakmark á ballið.
Freyvangsleikhúsið
359. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 11. nóvember 2008 og hefst kl. 16:00
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar
1. 0810001F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 178
1.1. 0806013 - Stofnbúnaður í almennum deildum leikskóla.
1.2. 0811001 - Skólastefna Hrafnagilsskóla
1.3. 0810004 - Fjárhagsáætlun 2009 Undirbúningur
1.4. 0809001 - Gjaldskrá vistunar í skólasamfélaginu
2. 0810005F - Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 124
2.1. 0809020 - Yfirfærsla á félagsþjónustu fatlaðra til sveitarfélaga
2.2. 0804003 - Stefnumótun fyrir félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar.
3. 0811001F - Atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 60
3.1. 0811002 - Kynning frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar haust 2008
4. 0810007F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 112
4.1. 0804039 - Hvammur - Efnistaka, aðalskipulagsbreyting4.2.
Almenn erindi
5. 0811004 - Brunavarnaráætlun Slökkviliðs Akureyrar
6. 0810004 - Fjárhagsáætlun 2009 Undirbúningur
7.11.2008
Guðmundur Jóhannsson, sveitarstjóri.