Kæru sveitungar
Við höfum að undanförnu verið að selja hákarl sem við keyptum vestan af fjörðum. Eitthvað smávegis hefur borið á
því að fólk hafi fengið skemmda bita. Við biðjum þá sem telja sig hafa lent í þessu að hafa samband við Nönnu ritara
í síma 464-8100.
Nemendur í 10. bekk Hrafnagilsskóla
þorrablótið 2008 – Best í heimi
íþróttahúsi Hrafnagilsskóla 9. febrúar 2008
Nú styttist í fjörið!!
Húsið opnar kl. 19:39 og byrjar kl. 20:37, stundvíslega!!
Hljómsveitin Tröllaskagahraðlestin sér um fjörið...!
Veislugestir komi sjálfir með eitthvað gott í trogi
og áhöld til að snæða með!!
Hægt er að panta miða miðvikudaginn 30. janúar og fimmtudaginn 31. janúar frá klukkan 20:00 – 22:00 hjá:
- Jóhannesi og Betu, Sandhólum, sími 463-1355,
- Möggu og Bensa, Hrafnagili, sími 463-1246 (8631246),
- Kollu og Hlyni, Kvisti, sími 462-2598.
Miðaverð er 3000 krónur
Miðað er við fæðingarárið 1991 sem aldurstakmark
Sjáumst í svaka stuði!!!
þorrablótsnefndin – Best í heimi
Færeyjaferð 2008
... verður farin á vegum Félags aldraðra Eyjafirði, dagana 19 – 26. júní með Norrænu. Gist verður í Klaksvík meðan
dvalið er í Færeyjum.
Látið skrá ykkur fyrir 1. febrúar.
Nánari upplýsingar og skráning í síma 4631153 / 8612853.
Ferðanefndin.
árshátíð starfsmanna Eyjafjarðarsveitar
þann 4. apríl verður árshátíð starfsmanna Eyjafjarðarsveitar haldin í Laugarborg. Allir þeir sem starfa hjá Eyjafjarðarsveit m.a.
þeir sem starfa í nefndum, heimilishjálp, skólum söfnum eru hjartanlega velkomnir.
Hljómsveitin Einn og Sjötíu leikur fyrir dansi.
Auglýst nánar síðar.
Frá Foreldrafélagi Hrafnagilsskóla
Miðvikudagskvöldið 30. janúar kl. 20:30 mun Sturla Kristjánsson cand.pæd.-psyk, m.ed. flytja fyrirlestur sem ber yfirskriftina “Mega lesblindir leggja í
bílastæði fatlaðra?” í stofu 6-7 í Hrafnagilsskóla.
Allir velkomnir, stjórnin
Eyðing á kerfli.