Frumsýning i Freyvangi
Freyvangsleikhúsið frumsýnir söngleikinn "Vínland" þann 20/2.
(uppselt) önnur sýning 21/2 laus sæti.
Næstu sýningar 27/2, 28/2, 6/3, 7/3, 13/3, 14/3.
Merkileg saga og glæsileg sýning.
Frá Laugalandsprestakalli
Sunnudaginn 1. mars verður fjölskyldumessa í Grundarkirkju kl. 11.00. Krakkarnir í sunnudagaskólanum munu taka þátt og bið ég foreldra afa og
ömmur að koma með börnin sín.
Við minnum á kirkjuskólann í Hjartanu, Hrafnagilsskóla kl. 11:00 á morgun 15. feb.
Allir velkomnir, bæði stórir og smáir.
Brynhildur, Katrín og Hannes
Píanótónleikar
Píanótónleikar nemenda Tónlistarskóla Eyjafjarðar verða haldnir þriðjudagskvöldið 17. febrúar í Laugarborg. Fram koma
lengra komnir píanónemendur skólans ásamt gestanemendum frá Tónlistarskólanum á Akureyri og Tónlistarskólanum
á Dalvík. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og eru allir velkomnir.
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
"þó að hrynji himnar"
í Laugaborg þann 20.febrúar kl. 21.00
Tónleikar með þríeykinu, Kristjönu Arngríms, Daníel þorsteins og Pálma Gunnars.
þau flytja mjúkar ballöður og klassísk dægurlög.
Notaleg stemning í lok þorra.
Miðaverð kr.2000
ATH. Ekki er tekið við greiðslukortum
Aðalfundur
Aðalfundur kvenfélagsins Iðunnar verður haldinn í Laugarborg,
laugardaginn 7. mars kl 11:00. Nýjar konur velkomnar
Stjórnin
árshátíð unglingastigs.
árshátíð unglingastigs verður haldin í Laugarborg fimmtudaginn 19. febrúar n.k. Hún hefst kl. 20:00 og stendur til kl. 23:00. Ekið er heim að
balli loknu.
Til skemmtunar eru atriði sem samin eru og flutt af nemendum 8.-10. bekkjar og Ingólfur Jóhannsson leikstýrir. Að auki sjá nemendur um búninga,
förðun og ýmsa tæknivinnu á sýningunni.
Verð aðgöngumiða er 500 kr. fyrir nemendur á grunnskólaaldri og 1.000 kr. fyrir þá sem eldri eru. Veitingar á hlaðborði eru innifaldar
í miðaverðinu.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Nemendur á unglingastigi
Kettir óskast
óskum eftir 2 fjósköttum.
Lauga s:846 7380 og Kiddi s:868 2885 í Ytra-felli.
Frá Félagi eldri borgara í Eyjafirði
þorrablót verður haldið á þórisstöðum á Svalbarðsströnd, föstudaginn 21. febrúar næstkomandi og hefst kl. 19.00.
Skemmtiatriði og dans, takið daginn frá.
Nefndin.
Auglýsingablað Eyjafjarðarsveitar
Eins og fram hefur komið, verður breyting á dreifingu Auglýsingablaðs Eyjafjarðarsveitar þann 1. mars n. k. Auglýsingablaðinu verður þá
dreift með íslandspósti á föstudögum og þurfa auglýsingar að berast fyrir kl. 16:00 á miðvikudögum.
Við munum reyna að koma öllum auglýsingum að, en þar sem dreifingin miðast við einblöðung, viljum við biðja auglýsendur að gæta
vel að lengd auglýsinga í prentuðu útgáfuna. Við minnum á að blaðið mun áfram verða birt á heimasíðu
Eyjafjarðarsveitar og þar gefst auglýsendum kostur á að koma á framfæri ítarlegum upplýsingum.
Kveðja ritstjórn
Sveitarstjórnarfundur
365. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 17. febrúar 2009 og hefst hann kl. 16:00.
Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu á skrifstofu sveitarinnar sem og á heimasíðu sveitarinnar www.eyjafjardarsveit.is
Oddviti