Auglýsingablaðið

1191. TBL 03. maí 2023

Auglýsingablað 1191. tbl. 15. árg. 3. maí 2023.


Sveitarstjórnarfundur

610. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar er fyrirhugaður í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 11. maí og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.



Sumarstarf í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar 2023

Óskum eftir að ráða karlmann til starfa í vaktavinnu í sundlauginni í sumar.

Helstu verkefni eru m.a.:
• Öryggisgæsla í sundlaug
• Þjónusta við gesti sundlaugar og tjaldsvæðis
• Þrif á húsnæði og útisvæði
• Afgreiðsla

Hæfniskröfur:
• Viðkomandi verður að vera orðinn 18 ára
• Geta staðist hæfnispróf sundstaða skv. reglum um öryggi á sundstöðum
• Hafa góða athyglisgáfu
• Eiga auðvelt með að taka ákvarðanir og geta brugðist skjótt við ef slys ber að höndum
• Sjálfstæð vinnubrögð
• Hafa gott vald á íslensku og ensku
• Þjónustulund
• Stundvísi
• Jákvæðni

Viðkomandi þarf að geta tekið þátt í sundprófum og skyndihjálparnámskeiði dagana 22.–24. maí.
Næsti yfirmaður er forstöðumaður íþróttamiðstöðvar.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 3. maí 2023.
Umsóknum þarf að fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur.
Tekið er á móti umsóknum á netfangið sundlaug@esveit.is.

Nánari upplýsingar um starfið og fyrirkomulag vakta gefur Karl í síma 691-6633.



Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla, vorið 2023

Dagana 2.–5. maí stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla.
Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að skrá nemendur í verðandi
1. bekk (börn fædd 2017) og einnig aðra nýja nemendur sem væntanlegir
eru í skólann næsta haust. Á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning nemenda af svæðinu.
Þeir sem ætla að notfæra sér frístund næsta vetur (fyrir nemendur í 1.-4. bekk) eru beðnir að tilkynna það þessa sömu daga, skráning er ekki bindandi.
Skráning fer fram hjá ritara skólans milli kl. 9:00-14:00 í síma 464-8100.
Skólastjóri.



Vinnuskólinn 2023

Skráning í vinnuskólann sumarið 2023 fer fram á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
https://www.esveit.is/is/thjonusta/menntun-1/vinnuskoli



Sýningarlok

Í tilefni af lokun sýningar minnar í Listaskálanum að Brúnum.
Býð ég upp á léttar veitingar og listamannaspjall þann 7. maí kl. 14:30-17:30. Allir velkomnir og ókeypis inn.
Aðalsteinn Þórsson, myndlistarmaður.

Getum við bætt efni síðunnar?