álagning fasteignagjalda 2013
Eyjafjarðarsveit sendir ekki út álagningarseðla fyrir fasteignagjöldum. álagningarseðlar eru birtir rafrænt á
vefsíðunni island.is undir "Mínar síður". Innskráning er með veflykli ríkisskattstjóra eða rafrænum skilríkjum. Gjalddagar
fasteignagjalda eru fimm frá 1. febrúar til 1. júní. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og
fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 25.000 er gjalddagi þeirra 1.febrúar.
Afsláttur til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti er reiknaður sjálfkrafa í samvinnu við
þjóðskrá íslands og Ríkisskattstjóra og stuðst við síðasta skattframtal. Afslátturinn er færður til lækkunar
á fasteignagjöldum á álagningarseðli.
Upplýsingar um gjaldskrá og afsláttarreglur er hægt að nálgast á
http://www.eyjafjardarsveit.is/is/stjornsysla/gjaldskrar
Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
í næstu viku er vetrarfrí í skólanum frá miðvikudegi til föstudags og þá breytist opnunartími safnsins. Opnunartíminn
í næstu viku verður því sem hér segir:
Mánudaginn 11. febrúar kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudaginn 12. febrúar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaginn13. febrúar kl. 16:00-19:00
Fimmtudaginn14. febrúar kl. 16:00-19:00
Föstudaginn 15. febrúar er lokað
Frá mánudeginum 18. febrúar er síðan opið eins og venjulega:
Mánudagar kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Föstudagar kl. 10:30-12:30
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga
og niður á neðri hæð.
Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Aðalfundur Félags aldraðra í Eyjafirði verður haldinn í Félagsborg sunnudaginn 17. febrúar kl. 14:00. Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagar hvattir til að mæta og nýir félagar velkomnir. Stjórnin
Fræðslufundur
Vegna árferðis og hættu á kalskemmdum í túnum, boðar Búnaðarfélag Eyjafjarðarsveitar til fundar mánudaginn 11. febrúar
2013 kl. 10.30 á Kaffi Kú. Erindi á fundinum flytja ráðunautarnir Guðmundur Helgi Gunnarsson og þóroddur Sveinsson. á fundinn kemur Marteinn
Sigurðsson frá Kvíabóli og ætlar að miðla af reynslu sinni í ræktunarmálum. Allir velkomnir. Veitingar í boði
félagsins.
Kveðja stjórnin
öskudagur í sveitinni
Við hlökkum til að taka á móti hressum öskudagsliðum sem vilja syngja á öskudaginn. Við verðum á verkstæðinu fyrir ofan
Gömlu garðyrkjustöðina milli kl. 8:00 og 12:00.
Við vonumst til að sjá sem flesta krakka!
Hiddi og Sindri, hjá B. Hreiðarsson ehf.
Kæru Iðunnarkonur
Minnum á aðalfundinn 9. febrúar kl. 11:00. Munið árgjaldið, kaffihappdrættið og góða skapið. Veitingar í boði 4. flokks.
Sjáumst hressar. Stjórnin
Aldan-Voröld
Aðalfundur kvenfélagsins verður haldinn laugardaginn 16. febrúar n.k. kl. 12:00 í Félagsborg. Mætum sem flestar og njótum veitinganna og
samverunnar ásamt venjubundnum aðalfundarstörfum. Stjórnin
Listaverkaalmanak samtakanna 2013
Listaverkaalmanak Landssamtakanna þroskahjálpar er prýtt myndum eftir þrjár stúlkur með þroskahömlun, þær eru Erla Björk
Sigmundsdóttir, Guðrún Bergsdóttir og Sigrún Huld Hrafnsdóttir. Að venju er almanakið einnig "happdrættismiði" þar sem vinningar eru
myndir eftir marga af fremstu listamönnum þjóðarinnar.
Dregið verður úr vinningum 1. apríl 2013, 4-5 vinningar í hverjum mánuði.
ágóði af sölu almanaksins rennur til Landssamtakanna þroskahjálp og stendur undir stórum hluta reksturs þess. Almanakið kostar 2.000 kr.
Kolbrún Ingólfsdóttir, sími 862-2472
Hryssa hefur tapast
Tamin, rauðnösótt, faxprúð hryssa hefur tapast úr fjallhólfi í Hólshúsum. Sást síðast um áramótin.
örmerkið er 352098100018903. Ef einhver hefur vitneskju um hryssuna hvar hún sé stödd eða hafi séð til hennar, þá vinsamlegast látið
mig vita.
Hólmgeir í síma 892-4543
Kæru sveitungar
Vorið 2012 útskrifaðist ég með M.L. gráðu í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri og hef nú hafið
störf sem lögfræðingur hjá PACTA lögmönnum á Akureyri. á skrifstofunni erum við nú fjögur löglærð, en auk mín
eru þar ásgeir örn Jóhannsson, hdl., Gunnar Sólnes, hrl. og ólafur Rúnar ólafsson, hrl.
ég tek að mér öll almenn lögfræðiverkefni í samvinnu við lögmenn hér hjá PACTA, auk þess sem ég hef áhuga
á að starfa að málum tengdum matvælaframleiðslu og málefnum bænda og byggja upp í samstarfi við félaga mína þekkingu
hér heima í héraði á því regluverki sem fer sífellt stækkandi.
Verið velkomin til fundar við mig á skrifstofu PACTA lögmanna, Hafnarstræti 91-95 á Akureyri, sem mörg ykkar þekkja sem „gamla
kaupfélagskontórinn“.
Góðar kveðjur, Sunna Axelsdóttir lögfræðingur, Hríshóli II
FREYVANGSLEIKHúSIð kynnir Dagatalsdömurnar
3. sýning 8. feb. kl. 20
4. sýning 9. feb. kl. 20
5. sýning 15. feb. kl. 20
6. sýning 16. feb. kl. 20
Sýnt á föstudögum og laugardögum.
Miðapantanir í síma 857-5598 milli kl.17-20 og á freyvangur.net
Kaffi kú - Fastagestir takið eftir!
Nú er líka opið á föstudagskvöldum og eru gestir Freyvangsleikhússins boðnir sérstaklega velkomnir.
Laugardagur: Kúasmalarnir þeir Atli og Bobbi stíga á stokk kl. 22 og spila ný frumsamin lög af væntanlegri plötu ásamt gömlum og
góðum smellum.
Opnunartímar næstkomandi helgi eru: föstudagur kl. 21-01, laugardagur kl. 14-01 og sunnudagur kl. 14-18. Kaffiku.is