Auglýsingablaðið

427. TBL 27. júní 2008 kl. 14:07 - 14:07 Eldri-fundur

Hita- og vatnsveita

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar og Norðurorka ehf hafa undirritað samning um kaup þess síðarnefnda á Hita- og vatnsveitu Eyjafjarðarsveitar. Norðurorka ehf mun taka við rekstri veitnanna þann 1. júlí n. k.

þessi eignabreyting mun ekki hafa í för með sér breytingu á gjaldskrá til almennra notenda.

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar




SUNDSUNDSUNDSUND
Lengsta opnun á norðurlandi.

Nú er engin afsökun lengur fyrir að koma ekki í sund.
Opið kl. 6:30 -22:30 virka daga og kl. 10-18 um helgar.

Verð: 0-15 ára, öryrkjar og 67 ára og eldri fá frítt í sund.
Fullorðnir 16-66 ára
Eitt skipti 370 kr.
10 miðar 3.000 kr.
30 miðar 7.200 kr.
árskort 30.000 kr.
Kortið frá Kaupþing 180 kr.

Minnum einnig á líkamsræktina sem að er opin á sömu tímum.

Sundlaug Eyjafjarðarsveitar




ágætu sveitungar

Nú er komið að því að fjölskyldan flytji búferlum og viljum við þakka fyrir allt gamalt og gott. Okkur hefur liðið ákaflega vel hér í sveitinni og eigum örugglega eftir að sakna ykkar en við ætlum að vera dugleg að koma í heimsókn.
Við viljum sérstaklega þakka starfsfólki og nemendum Hrafnagilsskóla, Krummakots og Tónlistarskólans fyrir ánægjulega samveru. Einnig þökkum við Samherjum, kirkjukórsfélögum og öllum hinum fyrir skemmtilegar stundir!

Kærar kveðjur
Steinunn, Eyjólfur, árni Bragi, Gunnar og ólafur Snær

P.s.: Við viljum hvetja foreldra til þess að leyfa börnunum að kíkja í heimsókn þegar þið eigið leið um Mosfellsbæinn, við verðum með sama símanúmerið.




æskulýðsmót Norðurlands
á Melgerðismelum
18. – 20. júlí 2008

Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Frí tjaldstæði og aðstaða fyrir hesta.

þrautabrautir, leikir, létt keppni, sameiginlegur reiðtúr, grill og margt fleira.

Nefndin
Getum við bætt efni síðunnar?