Síðustu fundir fyrir sumarfrí hjá sveitarstjórn og skipulagsnefnd
Síðasti fundur skipulagsnefndar fyrir sumarfrí verður mánudaginn 18. júní og 20. júní hjá sveitarstjórn.
Erindi þurfa að hafa borist nefndinni/sveitarstjórn í síðasta lagi 13. júní.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Breyting á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024
Flutningslínur raforku, kynningarfundur í Hlíðarbæ 6. júní 2019 kl. 20:00.
Skipulagstillaga og umhverfisskýrsla vegna breytinga á svæðisskipulagi Eyjafjarðar, drög liggja nú frammi til kynningar m.a. á www.afe.is.
Til frekari kynningar á tillögunni er hér með boðað til almenns kynngarfundar í Hlíðarbæ í Hörgársveit, fimmtudaginn 6. júní kl. 20:00.
Allir velkomnir. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar
Efnistaka í Eyjafjarðará
Að gefnu tilefni bendir sveitarstjóri á að samkvæmt gildandi aðalskipulagi er efnistaka úr Eyjafjarðará og þverám hennar óheimil á tímabilinu 1. maí – 31. október ár hvert.
Viðbótargámum fyrir brotajárn og timbur verður komið fyrir við Vatnsendabrú og við Þverá og eru íbúar hvattir til að nýta sér þessa þjónustu. Athugið að stranglega er bannað að setja annað en járn og timbur í þessa gáma. Þá vill umhverfisnefndin minna á umhverfisdaginn 15. júní og hvetja til sameiginlegs átaks um að gera snyrtilegt í sveitinni fyrir þjóðhátíðardaginn.
Fermingarmessur á hvítasunnudag 9. júní í Grundarkirkju og Munkaþverárkirkju
Í Grundarkirkju kl. 11:00 verða eftirfarandi ungmenni fermd:
Ari Emin Björk, Hjálmsstöðum
Atli Valur Sigurðsson, Melgerði 2
Guðrún Finnborg Kristinsdóttir, Ytra-Felli
Jökull Benóný Ragnarsson, Vökulandi 3
Kristín Marsibil Sigurðardóttir, Vallartröð 1
Kristófer Alex Lucas, Meltröð 4
Sindri Sigurðarson, Hjallatröð 4
Steindór Óli Tóbíasson, Bakkahlíð 15
Trausti Freyr Sigurðsson, Vallartröð 3
Í Munkaþverárkirkju kl. 13:30 verður fermdur:
Þór Dan Þórsson, Tjarnagerði
Kór Laugalandsprestakalls, organisti, meðhjálparar og prestur taka vel á móti kirkjugestum.
Allir velkomnir.
Væntanleg fermingarbörn og foreldrar
Við viljum minna á að kvenfélögin þrjú í sveitinni gefa fermingarbörnum blóm í kyrtilinn á fermingardaginn. Þar að auki langar okkur að rukka hvert fermingarbarn um kr. 500 fyrir kyrtillánið, sem greiðist á æfingu í kirkjunni 2 dögum fyrir hvítasunnu. Bestu kveðjur, Helga og Vala.
Hjálpar-konur
Minnum á vorfundinn í kvöld sem verður haldinn í Sólgarði, (að norðan) fimmtudaginn 6. júní kl. 20:00. Heitar veitingar í boði.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar. Stjórnin.
Kæru sveitungar
Nú er skólagöngu okkar í Hrafngilsskóla lokið. Í maí fórum við í mjög skemmtilegt skólaferðalag og gerðum þar margt skemmtilegt.
Okkur langar að þakka ykkur, kæru sveitungar, fyrir allan stuðninginn. Þið hafið keypt af okkur pappír, bækur, kaffi, sælgæti, rækjur, fiskbollur og fleira. Við höfum einnig fengið ,,helling“ af flöskum og dósum í gáminn á gámasvæðinu. Um leið og við sendum ykkur kærar þakkir viljum við óska ykkur gleðilegs sumar.
Bestu kveðjur, nemendur í 10. bekk í Hrafnagilsskóla skólaárið 2018-2019.
Æfingar barna í sumar
Samherjar ætla að bjóða börnum upp á æfingar í fótbolta og frjálsum í sumar. Skráningar á staðnum hjá þjálfurum.
Fótbolti verður á sparkvellinum á þriðjudögum og fimmtudögum, kl. 13:00 fyrir 9 ára og yngri og kl. 14:00 fyrir 10 ára og eldri. Þær æfingar hefjast 4. júní og þjálfari verður Orri Sigurjónsson. Á miðvikudögum verða frjálsar, kl. 13:00 hjá 9 ára og yngri og kl. 14:00 fyrir 10 ára og eldri. Æfingar verða 5. og 12. júní, hlé verður gert á þeim til 3. júlí. Þjálfari verður Unnar Vilhjálmsson.
Síðan minnum við á opnu tímana í borðtennis á sunnudögum milli kl. 10:00 og 12:00 og badmintoni á miðvikudögum milli kl. 18:00 til 20:00. Þeir tímar verða fram að uppsetningu handverkshátíðar.
Æfingagjöldin er þau sömu og síðustu ár, 5.000 kr. fyrir sumarið hjá krökkunum.
Hestamannafélagið Funi auglýsir:
Reiðnámskeið með Þorsteini Björnssyni sem hugsað er fyrir unglinga og ungmenni (fullorðnir geta sett sig á biðlista). Um er að ræða einstaklingskennslu í tveimur lotum, þ.e. 12. og 13. júní annars vegar og 29. og 30. júní hins vegar. Ekki er skylda að skrá sig í alla tímana. Kennsla fer fram á Melgerðimelum. Félagsmenn Funa ganga fyrir og fá námskeiðið niðurgreitt. Skráning og nánari upplýsingar hjá Maríu Damalee í síma 771-1903. Skráningu lýkur sunnudaginn 9. júní!
Ungfolahólf Hrossaræktarfélagsins Náttfara
Hrossaræktarfélagið Náttfari tekur á móti umsóknum um ungfola í hólf í sumar. Skráningarskylda fyrirfram hjá Sigríði í Hólsgerði á tölvupósti (holsgerdi@simnet.is) eða síma (857-5457) í síðasta lagi föstudagskvöldið 7. júní. Skrá þarf nafn, uppruna og/eða fæðingarnúmer auk eiganda/umsjónarmanns. Minnum á að folarnir þurfa að vera búnir að fá ormalyf fyrir komu í hólf. Folum verður raðað niður í kjölfarið og eigendur/umsjónarmenn látnir vita hvar folarnir verða og hvenær verður tekið á móti þeim þar. Folar félagsmanna verða í forgangi sem og yngri folar.
Fyrir hönd Náttfara, Sigríður Bjarnadóttir gjaldkeri félagsins.
Snyrtistofan Sveitasæla
Pantið tímanlega ef þið viljið fá snyrtingu fyrir sumarlokun sem verður 22. júní-6. júlí.
Snyrtistofan Sveitsæla á Öngulsstöðum býður uppá allar helstu snyrtimeðferðir, hægt að sjá þær meðferðir sem eru í boði og verð inná Facebook. Gjafabréf í dekur er tilvalin gjöf við öll tækifæri, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf. Er með hágæðavörur frá Comfort Zone til sölu, hreinsivörur fyrir andlit, dagkrem o.fl Er með opið mánudaga kl. 12:00-18:00, þriðjudaga 9:00-16:00, miðvikudaga 12:00-18:00, fimmtudaga 9:00-16:00 og föstudaga 9:00-15:00. Tímapantanir í síma 833-7888 milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.