Auglýsingablaðið

381. TBL 13. ágúst 2007 kl. 11:12 - 11:12 Eldri-fundur

Frá Sundlaug Hrafnagilsskóla

Nú um helgina 10. – 12. ágúst, verður Sundlaug Hrafnagilsskóla opin fyrir gesti á sýningarsvæði Uppskeru og Handverkshátíðarinnar.
kl: 10:00 – 19:00.

Aðgangseyrir verður óbreyttur

Sundlaug Hrafnagilsskóla



það er allt að gerast í Eyjafjarðarsveit næstu daga

UPPSKERA OG HANDVERK 2007 í Hrafnagilsskóla
Opið í dag laugardag 11.ágúst kl 10-19 og á morgun sunnudag 12.ágúst kl. 10-19.

Tónleikar með Ljótu hálfvitunum í Laugarborg í kvöld laugardag klukkan 21:30
Miðaverð 1.000.-

Annað í tengslum við viðburðaviku Húllumhæ í Eyjafirði :
Holtsel með kynningu á Jólaís 2007 þann 15.ágúst kl 13-17
Lifandi handverk í Smámunasafninu á mánudag kl. 13-18
Leikfangasmiðjan Stubbur, öldu er opin frá 13-17 alla daga fram til miðvikudags.
Golf í sveitinni á Leifsstöðum og þverá-golf
Loðinlumpan í Jólagarðinum og íslandssúpan í íslandsbænum
Munið sveitamarkaðinn sunnudag frá klukkan 11.

Nú er sko gaman saman í sveitinni okkar...

Dóra á Syðra Felli



Húllumhæ í Eyjafirði

Nú er gleði í Krummaskítskróknum
og kátt í nærliggjandi sóknum,
á Dalvík þið etið
eins drjúgt og þið getið
og standið í menningarstróknum.

Hlökkum til að sjá ykkur

Gallerí Víð8átta601




Ungmennafélagið Samherjar auglýsir

Nú þegar kólnar í veðri er nauðsynlegt að eiga góða úlpu. Góðar úlpur vatns- og vindheldar, eru nú til sölu hjá Ungmennafélaginu, merktar félaginu. Verð er 3.500.- fyrir minni stærðir og 5.000.- fyrir stærri.
Hægt verður að máta við upphaf æfinga á næstu vikum eða hringja inn pantanir til Kristínar : 846-2090 eða þorgerðar : 660-2953

Stjórn Umf. Samherja




Skriðsundsnemar athugið

11. tíminn verður n.k. mánudagskvöld kl. 21:00

Sjáumst hress. – Kveðja, Ingibjörg




Kæru nemendur og foreldrar.

Nú líður að skólabyrjun og vert að koma eftirfarandi atriðum á framfæri. Skólasetning Hrafnagilsskóla verður í íþróttahúsinu, mánudaginn 27. ágúst og hefst kl. 10:00. Að henni lokinni fara bekkirnir í sínar heimastofur og hitta umsjónarkennara. Nemendur í 1. bekk verða boðaðir í viðtöl bréfleiðis.

Innkaupalistar verða komnir á heimasíðuna um hádegisbil mánudaginn 20. ágúst.

Að lokum biðjum við foreldra og forráðmenn að tilkynna um breytingar á skólavist barna og einnig að staðfesta skólavistun hjá Nönnu ritara í síma 464-8100.

Skólastjóri




SUMARDAGUR á SVEITAMARKAðI
alla sunnudaga í sumar.

Sveitavörur og heimaunninn varningur.
Markaðurinn er í Gömlu Garðyrkjustöðinni og opnar kl. 11.00.
áhugasamir söluaðilar hafi samband við markaðsstjórn í síma 857 3700 (Vigdís) eða sendi tölvupóst á hleberg@islandia.is

FIMMGANGUR
Getum við bætt efni síðunnar?