Auglýsingablaðið

1161. TBL 05. október 2022

Auglýsingablað 1161. tbl. 14. árg. 5. október 2022.

 


Menningarsjóður Eyjafjarðarsveitar
auglýsir eftir umsóknum fyrir 18. október vegna úthlutunar úr sjóðnum 1. nóvember næstkomandi.
Tilgangur Menningarsjóðs Eyjafjarðarsveitar er að styrkja menningarverkefni í Eyjafjarðarsveit, að leggja til framlag til kaupa á listaverkum fyrir Eyjafjarðarsveit, að styrkja listamenn, félög og fræðimenn og aðra þá sem stjórn sjóðsins ákveður hverju sinni og að fjármagna þau sérverkefni sem sjóðsstjórn kann að ákveða hverju sinni.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.esveit.is

 


Vakin er athygli á lýðheilsustyrkjum
Frestur til að sækja um styrk er til og með 15. desember 2022.
Nánari upplýsingar um styrkina er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar > Umsóknir > listi yfir umsóknir er hægra megin á síðunni.

 


Helgistund í Möðruvallakirkju sunnudaginn 9. október kl. 13:00
Kórinn okkar góði undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista syngur gamla sálma og nýja. Prestur Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari Helga Berglind Hreinsdóttir.
Verið öll velkomin!

 


Barnastarf kirkjunnar fyrir krakka í 5. - 7. bekk
TTT starfið ( tíu til tólf ára ) fer fram alla miðvikudaga í Félagsborg kl. 14:15 – 15:15.
Ath. skólarútur keyra seinni ferð heim í framhaldinu.
Öll börn velkomin og fjölbreytt dagskrá. Þátttaka án endurgjalds og skráning á staðnum.
Nánari upplýsingar hjá Jóhönnu presti í síma: 696-1112.

 

Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit
Þriðjudaginn 11. október mun Eyþór Ingi Jónsson, organisti, koma til okkar í Félagsborg um kl. 14:15. Ætlar hann að sýna okkur fallegar myndir.
Stjórnin.

 


Kvenfélagið Iðunn – Haustfundur í Félagsborg, Skólatröð 9
Föstudaginn 7. október, kl. 19:30, höldum við Iðunnarkonur haustfundinn okkar í Félagsborg. Boðið verður upp á snittur, kaffi, te og desert. Minnum á happdrættið, 1.000 kr. Meðal annars verða sagðar ferðasögur með myndasýningu frá ACWW-ferðinni (Evrópuþingi dreifbýliskvenna) sem haldið var í Glasgow í september.
Nýjar konur velkomnar.
Stjórnin.

 


Bleika flugan til styrktar KAON
Er með bleikar laxaflugur frá BM flugum til sölu út október á 1.000 kr./stk. flugurnar voru sérstaklega hannaðar fyrir þetta verkefni. 1.000 kallinn rennur óskiptur til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis.
Pantanir í síma 866-2796 eða hronn1971@gmail.com, Hrönn.

 


Notuð Nespresso kaffihylki óskast
Er haldin mikilli söfnunaráráttu... og nú það nýjasta er „notuð Nespresso kaffihylki“. Ef þú mátt sjá af einhverjum þá tek ég glöð við þeim. Hafðu samband í síma 866-2796 eða finndu mig á facebook; Hrönn Arnheiður Björnsdóttir.

Getum við bætt efni síðunnar?