Auglýsingablaðið

620. TBL 04. júní 2012 kl. 12:31 - 12:31 Eldri-fundur

Syðri-Varðgjá – breyting á aðalskipulagi
í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 16. ágúst 2011, er hér með auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025, vegna landnotkunar að Syðri-Varðgjá, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan er um að íbúðarsvæði íS6 breytist þannig að inn á það komi verslunar- og þjónustusvæði og íbúðum verður fækkað úr 42 í 41. Tillagan verður kynnt á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.eyjafjardarsveit.is og mun einnig liggja frammi hjá Skipulagsstofnun og á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, frá 26. mars til 7. maí 2012.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar er til og með 7. maí 2012.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
21. mars 2011
Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar

 

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar Hrafnagilsskóla
Dagana 26. mars til 4. apríl verður almenningsbókasafnið lokað fyrir hádegi en opið sem hér segir: mánudaga kl. 13-16, þriðjudaga kl. 16-19, miðvikudaga kl. 16-19, fimmtudaga kl. 16-19, föstudaga lokað.
Lokað verður: skírdag 5. apríl, föstudaginn langa 6. apríl og annan í páskum 9. apríl.

Frá 10. apríl  verður svo opið eins og venjulega; alla daga kl. 9-12.30 og auk þess á mánudögum kl. 13-16 og á þriðju-, miðviku- og fimmtudögum kl. 16-19.

 

Frá Laugalandsprestakalli
Messa í Kaupangskirkju sunnudaginn 25. mars kl. 13:30. Fermingarbörn eru hjartanlega velkomin. Aðalfundur Kaupangssóknar að lokinni athöfn.  Kv. Hannes

 

Popp-sunnudagaskóli
Popp-sunnudagaskóli sunnudaginn 25. mars kl. 11 í hjartanu í Hrafnagilsskóla.
Borðum popp, syngjum popp og leikum popp. Rebbi og gríslingur verða í s-sínu með fjársjóðskistuna. Hlökkum til að sjá sem flesta.
Hannes, Brynhildur, Hrund, Katrín og ósk

 

Styrktartónleikar
Laugardaginn 24. mars verða tónleikar til styrktar minningarsjóð um Garðar Karlsson kennara.  Tónleikarnir verða í Laugarborg og hefjast kl. 13:30. Fram koma bæði fyrrverandi og núverandi nemendur skólans, skólakór Hrafnagilsskóla og kennarar.
Miðaverð er 1.500 kr. og rennur allur ágóði í sjóðinn. Frítt fyrir 10 ára og yngri.
Miðasala við innganginn.   Tónlistarskóli Eyjafjarðar

 

Aðalfundur Umf. Samherja
Ungmennafélagið Samherjar boðar til aðalfundar miðvikudaginn 28. mars. kl. 20:30 í Félagsborg. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður sérstök umfjöllun um sölu á eignum félagsins til Eyjafjarðarsveitar. Kaffiveitingar í boði.
Stjórn Umf. Samherja

 

Fiskiveisla karlakórs Eyjafjarðar
Karlakór Eyjafjarðar mun halda eina af sínum margrómuðu fiskiveislum þar sem borinn verður fram siginn fiskur ásamt öllu tilheyrandi föstudagskvöldið 23. mars í matsal Norðurorku á Rangárvöllum og hefst borðhald kl. 19.00.
Húsið verður opnað kl. 18.30 Máltíðin kostar 1.700 kr. á mann (hlaðborð).
Gunnar og Toni taka við pöntunum í símum; 893-7236 Gunnar og 862-4003 Toni.
Takmarkað sætaframboð, fyrstir koma fyrstir fá!

 

Deildarfundur Austur-Eyjafjarðardeildar KEA
Verður haldinn mánudaginn 26. mars kl. 20:00 á öngulsstöðum Eyjafjarðarsveit
á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum um störf deilda félagsins.

 

Búnaðarfélag Eyjafjarðarsveitar
Aðalfundur Búnaðarfélags Eyjafjarðarsveitar verður haldinn á Kaffi Kú þriðjudaginn 27. mars kl. 11. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Guðmundur Steindórsson ráðunautur fer yfir skýrsluhaldið í nautgriparækt og Sigurgeir Hreinsson á Hríshóli segir frá því helsta sem fram fór á Búnaðarþingi. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og nýir félagar velkomnir.  Stjórnin

 

Búnaðarfélag Saurbæjarhrepps
Aðalfundur verður haldinn í Funaborg 28. mars n.k. kl. 20. Dagskrá; venjuleg aðalfundarstörf, framtíð félagsins og lagabreytingar. Auk þess verður flutt erindi. Stjórnin

 

Brúnt merfolald á þvælingi
Brúnt merfolald tapaðist frá öldu á mánudagsmorgun. Sást seinast stefna að Stekkjarflötum. Ef einhver verður var við folaldið, eða grunar hvar það er þá vinsamlegast hafið samband.
Jónas Vigfússon, s. 861-8286

 


Fyrirlestur
þriðjudaginn 27. mars kl. 20 ætlar foreldrafélag Hrafnagilsskóla að bjóða foreldrum og forráðamönnum upp á fræðsluerindi um "umferðarreglur" á netinu. Mun Hafþór Birgisson koma frá Saft (samfélag, fjölskylda og tækni) og ræða um notkunarleiðir og venjur barna og unglinga á netinu. Hvernig við sem foreldrar/forráðamenn getum stuðlað að jákvæðri og öruggri netnotkun. En um morguninn munu nemendur miðstigs fá fræðslu frá Saft tengt verkefninu Heimkoman, er það leiksýning tengd rafrænu einelti.
Vonumst til að sjá sem flesta...kaffiveitingar ..stjórn foreldrafélags Hrafnagilsskóla

 

Danssýning yngri nemenda í Hrafnagilsskóla
Danskennslu yngri nemenda lýkur í næstu viku og í tilefni af því verður danssýning nemenda í 1. – 5. bekk í íþróttahúsinu. Sýningin verður fimmtudaginn 29. mars og hefst kl. 12:40 og lýkur kl. 13:20. Allir velkomnir.

 

árshátíð miðstigs 2012
árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg í kvöld, fimmtudaginn 22. mars og hefst kl. 20. Nemendur í 5., 6. og 7. bekk sýna leikritið Lína langsokkur eftir barnabókarhöfundinn Astrid Lindgren.
Að loknum skemmtiatriðum verður boðið upp á hressingu og Elín Halldórsdóttir mun stjórna dansi eins og henni einni er lagið.
Skemmtuninni lýkur kl. 22:30. Aðgangseyrir er 600 kr. fyrir grunnskólanemendur, 1100 kr. fyrir eldri og frítt fyrir þá sem hafa ekki náð grunnskólaaldri.
Allur ágóði rennur til nemenda, bæði til að greiða lyftugjöld í skíðaferð og einnig fá 7. bekkingar niðurgreiðslu þegar þeir fara í skólabúðirnar á Reykjum. Veitingar eru innifaldar í verðinu og verður sjoppa á staðnum.
Allir eru hjartanlega velkomnir. Nemendur 5.-7. bekkjar Hrafnagilsskóla

 

Himnaríkissæla í Freyvangi
Næstu sýningar á Himnaríki – geðklofnum gamanleik eru sem hér segir:
11. sýning 23. mars
12. sýning 24. mars
13. sýning 30. mars
14. sýning 31. mars
15. sýning 5. apríl - Skírdagur
16. sýning 7. apríl
Miðasala í síma 857-5598 milli kl. 17 og 19 alla daga. Utan þess tíma er hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara. Einnig er hægt að panta miða á www.freyvangur.net og með því að senda póst á freyvangur@gmail.com. Miðaverð: 2.500,- kr.
Sjáumst í Freyvangi

 


Dömukvöld
áhugavert, fróðlegt og skemmtilegt dömukvöld verður haldið þann 23. mars n.k. á Kaffi kú kl: 20:29. Allar dömur velkomnar.
Hlökkum til að sjá ykkur.Takið kvöldið frá.
Margrét og Helga

 

Tilkynning til íbúa Eyjafjarðarsveitar
Vertinn á Kaffi kú vill koma á framfæri þökkum til íbúa Eyjafjarðarsveitar fyrir þær frábæru viðtökur sem staðurinn hefur fengið þessa fyrstu sjö mánuði frá opnun. Að því tilefni verður á laugardagskvöldið 50% afsláttur af öllum drykkjum til miðnættis. Lifandi tónlist mun hljóma og almenn gleði mun ráða ríkjum.
Opnunartímar næstkomandi helgi eru:
Laugardagur kl. 14-01
Sunnudagur kl. 14-18
Kaffiku.is

 

“Hæ! Tröllum”
Karlakór Akureyrar-Geysir stendur fyrir söngmótinu “Hæ! Tröllum” laugardaginn 24. mars. Nafnið er fengið úr gömlu þekktu sænsku lagi, sem flestir karlakórar hafa sungið. Að þessu sinni verða þátttakendur mótsins héðan af svæðinu: Karlakór Eyjafjarðar og Karlakór Siglufjarðar auk gestgjafanna sjálfra KAG. Má því segja, að nú heyrum við í Eyfirðingum til sjávar og sveita auk bæjarbúanna.

Karlakór Siglufjarðar kemst nú í fyrsta sinn á malbiki alla leið í bæinn til að vera með okkur á mótinu. Stjórnandi þeirra er Guðrún Ingimundardóttir. Karlakór Eyjafjarðar kemur úr Eyjafjarðarsveit og Pál Barna Szabó er stjórnandi kórsins þetta árið. KAG er heimilisfastur á Akureyri og Valmar Väljaots stjórnar honum eins og undanfarin fimm ár. Hver kór verður með sitt prógram og verður spennandi að heyra hvað verður í boði. í lokin syngja allir kórarnir saman nokkur stórvirki úr sönghefð íslenskra karlakóra.

Tónleikarnir verða haldnir í Glerárkirkju og hefjast kl. 16. Aðgangseyrir er 2.000 kr.
Frekari upplýsingar veitir Snorri Guðvarðsson, formaður Karlakórs Akureyrar-Geysis, sími 863-1419. Karlakór Akureyrar-Geysir, 90 ára og syngjandi sælir...!

Getum við bætt efni síðunnar?