Handverkshátíð 2009 við Hrafnagilsskóla 7.-10.ágúst kl. 12-19
Nú er rétt vika í að hátíð okkar hefjist á föstudegi klukkan 11:30 með setningu. Opnunartími breytist því opið
verður föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag kl. 12-19. Gríðarleg eftirspurn var eftir þátttöku þetta árið en yfir 100
aðilar munu að þessu sinni taka þátt, bæði einstaklingar og félög. Hópurinn sem nú tekur þátt einkennist af nýju
fólki því greinilegur uppgangur er í íslenskri framleiðslu og íslendingar farnir að velja íslenskt. Frjór jarðvegur kreppunnar hefur
auðgað úrval íslensks handverks og hönnunar og má finna nýtingu á óvenjulegu hráefni eins og hænsnalappaskinni í
nýjungum.
Félag aldraðra í Eyjafirði á 20 ára afmæli þetta árið og munu halda yfirlitssýningu í nýju húsnæði
í heimavistarhúsi við Hrafnagilsskóla yfir hátíðardagana.
Hönnunarsamkeppnin þráður fortíðar til framtíðar, sem farið var af stað með í tengslum við hátíðina hefur
algerlega slegið í gegn. Forsprakkinn Ester Stefánsdóttir rann frekar blint í sjóinn með þátttöku en við áttum fullt
í fangi með að fara í gegnum alla innsenda muni og ótrúlegustu hugmyndir sem munu enda á sérstakri sýningu sem verður hluti af
Handverkshátíðinni en verðlaunaafhending í samkeppninni verður á laugardeginum klukkan 15.
Dagskrá verður fjölbreytt og ekki úr vegi nú þegar verið er að hampa ullinni að fá til liðs Birgi Arason í Gullbrekku, alvanan
rúningsmann, en á sýningunni geta gestir fylgst með vélrúningi á kindum. Laufáshópurinn verður á sínum stað og kynnir
gamalt íslenskt verklag. Verkstæði með trérennismiðum og útskurði verður á staðnum, glerlistarmaður verður að störfum,
myndlistarsýning þorsteins Gíslasonar undir berum himni og tískusýningar munu krydda hátíðina. þá mun Guðni
ágústsson leggja hátíðinni lið, hann mun setja hátíðina og koma fram á kvöldvöku á laugardagskvöldinu sem verður
afar fjölbreytt. Grillhlaðborð í umsjá Samherja og Dalbjargar hefst kl. 19:30 og kostar aðeins kr. 2.500.- og kvöldskemmtun hefst svo kl. 20:30, ekki er rukkað
sérstaklega inná skemmtun og allir velkomnir. á kvöldvöku mun koma fram fjöldi fólks úr sveitinni og vert er að segja frá
því að allir gefa vinnu sína.
Að venju verður boðið upp á námskeið í tengslum við hátíðina og m.a. verður örnámskeið í gerð
þráðaleggja sem voru fyrstu konugjafirnar hér áður fyrr. þar sem íslendingar eru nú í meira mæli en áður farnir
að horfa til fortíðar varðandi nýtingu á hráefni verður fyrirlestur á sunnudeginum klukkan 15 um jurtalitun fyrr og nú en Jenný
Karlsdóttir heldur hann.
Félög í sveitinni leggjast nú á eitt við framkvæmd hátíðarinnar og verða sjálfboðaliðar á þeirra vegum
að störfum. Ungmennafélagið Samherjar og Hjálparsveitin Dalbjörg taka höndum saman við sölu á veitingum og á ýmsum varningi.
Kvenfélög sveitarinnar, þrjú talsins munu sinna ýmsum störfum og sölu á varningi, Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi leggur fram ríflegt
vinnuframlag og Hestamannafélagið Funi mun teyma undir börnum. Félögin munu fara af stað nú í vikunni að manna í stöður og fá
sveitunga til liðs við sig. það er ósk okkar að hátíðin muni skapa félögunum tekjur og að fólk taki vel í að
vera með. Nú eru allir hvattir til að leggja hönd á plóg, hafið samband við mig í síma 864-3633 eða Sigurð Eiríksson
í síma 862-2181 því urmull af störfum er í boði.
Sköpum Eyjafjarðarsveitarstemningu, tökum þátt og munum að MARGAR HENDUR VINNA LéTT VERK.
Handverkskveðja, Dóróthea Jónsdóttir, www.handverkshatid.is , s. 864-3633
-----
SUMARDAGUR á SVEITAMARKAðI alla sunnudaga í sumar frá 12. júlí til 16. ágúst. Sveitavörur og heimaunninn varningur.
Markaðurinn er í Gömlu Garðyrkjustöðinni og opnar kl. 11. áhugasamir söluaðilar hafi samband við markaðsstjórn í síma 857
3700 (Margrét) eða sendi tölvupóst á sveitamarkadur@live.com. Fimmgangur
------
KRAKKANÀMSKEID FUNA. Reidnámskeid fyrir krakka á öllum aldri verður haldið á Melgerðismelum 4. – 6.
ágúst. áhersla verður lögð á jafnvægi, ásetu (sætisæfingar) og stjórnun. Kennari: Sara Arnbro, skráning:
845 2298
-----
LEIKSKóLINN KRUMMAKOT, opnar aftur eftir sumarlokun þann 10. ágúst kl.12:00
Kveðja þorvaldur
------
SíðSUMARSFERð. Félag aldraðra Eyjafirði fer í dagsferð miðvikudaginn 12. ágúst um
S – þing. Mývatn, Reykjahverfi og út að Björgum í Kinn. Kvöldverður í Heiðarbæ.
Farið verður frá Laugarborg kl. 10. Verð kr. 3.000.-
Látið skrá ykkur fyrir 8. ágúst. Ferðanefnd