Auglýsingablaðið

524. TBL 21. maí 2010 kl. 08:45 - 08:45 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarkosningar 2010
Kjörskrá fyrir Eyjafjarðarsveit, vegna sveitarstjórnarkosninga 29.  maí 2010, liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra-Laugalandi frá og með 19. maí 2010 til kjördags, á venjulegum opnunartíma skrifstofunnar, sem er kl: 10:00-14:00. Einnig er bent á vefinn www.kosning.is en þar er á auðveldan hátt hægt að nálgast upplýsingar um hvort og hvar einstaklingar eru á kjörskrá.
Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og líkur kl. 22:00. á kjörstað geri kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt.
Ath. þeim eiga erfitt með gang er heimilt að aka heim að skólanum.
á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 863-1472.
Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit 18. maí 2010.
Emilía Baldursdóttir, Jón Jóhannesson, Níels Helgason


Framboðsfundur
Frambjóðendur F-lista og H-lista í sveitarstjórnarkosningunum 29. maí n.k. boða til sameiginlegs fundar í Laugarborg þriðjudagskvöldið 25. maí n. k. kl. 20:30.
á fundinum verða fulltrúar þeirra lista sem bjóða fram til sveitarstjórnar  með framsöguerindi og svara fyrirspurnum.
íbúar Eyjafjarðarsveitar eru hvattir til mæta.


Sumaropnunartími
Sumaropnunartími sundlaugar tekur gildi laugardaginn 22.maí:
Mánudaga – föstudaga kl. 06:30 – 22:00 / Laugardaga –  sunnudaga kl. 10:00 – 20:00
Opið alla Hvítasunnuna: Laugardag  mánudags kl. 10:00 – 20:00
Fjölskyldan í sund - Frítt fyrir 15 ára og yngri        íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar


Norrænir handverksdagar 2010
Norræna félagið á Akureyri stendur fyrir Norrænum handverksdögum sem haldnir verða að Hrafnagili dagana 10. – 12. ágúst 2010, í tengslum við hina árlegu Handverkshátið. Mikill áhugi er á handverki tengdu landnámstímanum, en verkkunnáttan hefur farið dvínandi síðustu ár og hún jafnvel horfið.
Námskeið á Norrænum handverksdögum.
Gerð íláta úr næfur
ölhæna
Flauelisskurður með perlusaumi eða snúrurlagningu
Námskeiðslýsingar má sjá á http://handverkshatid.is/ . Nánari upplýsingar um námskeiðin veitir Hadda í síma: 899 8770 og hadda@mi.is
Skráning fer fram á handverksdagar2010@gmail.com


Tónleikar í Laugarborg
Mánudaginn 24. maí (annar í hvítasunnu) verða tónleika á vegum Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Fram koma tveir nemendur skólans, þær Sunna Björnsdóttir píanóleikari og Guðný Valborg Guðmundsdóttir harmónikkuleikari. Tónleikarnir hefjast kl. 15:00.


Kettir og fuglar
Nú fer varptíminn í hönd og þá er vert að minna á 11. gr. samþykktar um hunda og kattahald, en þar segir: „Eigendum og forráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að hengja bjöllu á ketti og eftir atvikum takmarka útiveru katta.”  Sveitarstjóri


Skólaslit Tónlistarskóla Eyjafjarðar
verða fimmtudaginn 27. maí kl: 20:30 í Laugarborg. Afhending prófskírteina verða að skólaslitum loknum.
Tónlistarskóli Eyjafjarðar.

Frá Laugalandsprestakalli, fermingarmessur 2010
Grundarkirkja: 23. maí, hvítasunnudagur kl. 11:00
Munkaþverárkirkja: 23. maí, hvítasunnudagur, kl. 13:00
Kaupangskirkja: 24. maí, annar í hvítasunnu kl. 11:00
Saurbæjarkirkja: 30. maí kl. 11:00


Málverkasýning í Félagsborg föstudagskvöld. ( í kvöld )
Guðrún ágústa, Gunna frá Hólsgerði heldur málverkasýningu í Félagsborg, húsi heldri borgara föstudaginn 21. maí. Sýningin opnar kl 18.00 og stendur til 23.00. Allir hjartanlega velkomnir. Heitt á könnunni. Kveðja Gunna.


Blómasala Umf. Samherja
Hin árlega blómasala Umf. Samherja verður um hvítasunnuhelgina. Með þessu bréfi óskum við eftir sölufólki. þeir sem sjá sér fært að leggja okkur lið við söluna hafi samband við Kristínu á Merkigili í síma: 846 2090 fram á fimmtudagskvöld.
ákveðið hefur verið að ágóði sölunnar renni til Sigurðar Andrésar.
Opnaður hefur verið reikningur til styrktar Sigurði Andrési.
Hægt er að leggja frjáls framlög inn á reikninginn.     
Kennitala: 300797-3779     
Reikningsnúmer: 162-15-383413
Með bestu kveðju og von um jákvæð viðbrögð.     
Stjórn Umf. Samherja


Opið hús
Minnum á að H-listinn stendur fyrir opnu húsi og fimmtudagskvöldið 27. maí n.k. frá kl. 20:00 bæði kvöldin í Félagsborg (í gömlu heimavist, aðalinngangur) Frambjóðendur verða á staðnum til skrafs og ráðagerða, heitt á könnunni og jafnvel heimabakað með því. íbúar Eyjafjarðarsveitar eru eindregið hvattir til að mæta og kynna sér frambjóðendur, málefnin og viðra skoðanir sínar. Allir velkomnir. Kosningakveðjur, frambjóðendur H-listans.


Heimili óskast fyrir barngóðan hund, hefur alist upp með börnum.
úlfur er árs gamall ( fæddur 1.4.2009) border collie/ íslenskur blendingur. Hann er geldur, vanur öðrum hundum en ekki hrifin af köttum. Hann er hress og orkumikill og finnst rosalega skemmtilegt að vera með öðrum hundum, en er sjálfum sér yfirleitt alveg nógur. Mjög barngóður.
Hægt að hafa samband í síma 848 8312 (Berglind) eftir 13:30 fyrir frekari upplýsingar.


Allir á hreinum bíl á kjörstað!
Nemendur 9. bekkjar Hrafnagilsskóla ætla, í fjáröflunarskyni fyrir væntanlegt skólaferðalag, að þrífa og bóna bíla föstudaginn 28. maí nk. þrifin fara fram í húsnæði Norðurorku á Rangárvöllum, Akureyri og verðum við á staðnum á milli kl. 16 og 20.
Gott ef fólk pantar fyrirfram en það er engin skylda, má mæta á staðinn þegar best hentar. Pantanir og nánari upplýsingar í síma 866-0744.    Nemendur 9. bekkjar Hrafnagilsskóla.


Athugið
Nokkuð stálpaður kettlingur, grá læða hvarf frá Meðferðarheimilinu Laugalandi á mánudag. Hún er með sauma eftir uppskurð á maganum.
þeir sem hafa orðið hennar varir vinsamlegast hafið samband í síma 461 3910.


Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði:
Göngunefnd félagsins hefur ákveðið kvöldgöngur félagsins sumarið 2010.
Lagt af stað kl. 20.00 öll kvöldin.
25. mai: Svalbarðseyri.     
1. júní: Laufás.    
8.  júní: Eyjafjarðarárbakki suður.
15 .júní: Dæluhús Ytra Laugaland.      
22. júní: Flugvöllur þverbraut.
6. júlí: Melgerðismelar.     
13. júlí: Naustaborgir.    
20. júlí: Eyjafjarðarárbakki norður.
27. júlí: Lystigarðurinn.     
3. ágúst: Grundarskógur.         
10. ágúst: Kjarnaskógur.
Vinsamlegast geymið auglýsinguna, göngunefndin.

Getum við bætt efni síðunnar?