Auglýsingablaðið
Síðasta blað ársins kemur út þriðjudaginn 30. desember. Auglýsingar þurfa að berast í síðasta lagi kl. 10:00 deginum áður á netfangið esveit@esveit.is
Jólakveðja
Sendum öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
Sveitarstjórn og starfsfólk á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar
Skötuhlaðborð á Þorláksmessu
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi býður til skötuveislu í mötuneyti Hrafnagilsskóla á Þorláksmessudag frá kl. 11:00 - 14:00. Saltfiskur verður til reiðu handa þeim sem ekki þora. Verð á mann er 3.000 kr. Komið, gleðjist og styrkið gott málefni.
Frekari upplýsingar og skráning hjá:
Aðalsteini Hallgrímssyni addiha@est.is s: 863-1207
Sigurði Steingrímssyni sigurdurs@nmi.is s: 894-9330
Tryggva Jóhannssyni gunnaogtryggvi@simnet.is s: 869-6158
Jólamót Samherja
Árlegt jólamót í badminton fyrir krakka verður haldið laugardaginn 27. desember
kl. 10:00–12:00. Jólamót Samherja í frjálsum íþróttum verður haldið laugardaginn 10. janúar 2015 og hefst kl. 12:30.
Síðasti æfingadagur hjá Samherjum er í dag, fimmtudaginn 18. desember.
Æfingar hefjast aftur á nýju ári mánudaginn 5. janúar.
Stjórnin óskar öllum iðkendum og aðstandendum gleðilegra jóla og farsældar á nýju íþróttaári.
Jólatrésskemmtun
Hin árlega jólatrésskemmtun kvenfélagsins Hjálparinnar verður haldin í Funaborg sunnudaginn 28. desember kl. 13:30–16:00. Dansað verður í kringum jólatréð, góðir gestir koma í heimsókn og á eftir verður boðið upp á veitingar.
Allir hjartanlega velkomnir.
Kvenfélagið Hjálpin
Athafnir um aðventu og jól
Aðfangadagur 24. desember hátíðarmessa í Grundarkirkju kl. 22:00
Jóladagur 25. desember hátíðarmessa í Kaupangskirkju kl. 11:00
Jóladagur 25. desember hátíðarmessa í Munkaþverárkirkju kl. 13:30
Annar jóladagur 26. desember helgistund í Hólakirkju kl. 11:00
Annar jóladagur 26. desember helgistund í Möðruvallakirkju kl.13:30
Gamlársdagur 31. desember hátíðarmessa í Saurbæjarkirkju kl. 11:00
Opnunartími Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar yfir hátíðarnar
23. desember - lokað
24. desember - lokað
25. desember - lokað
26. desember - lokað
27. desember kl. 10:00–17:00
28. desember kl. 10:00–17:00
29. desember kl. 06:30–21:00
30. desember kl. 06:30–21:00
31. desember - lokað
1. janúar - lokað
2. janúar kl. 10:00–21:00
Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar óskar sveitungum gleðilegra jóla.
Félagsmönnum og sveitungum okkar, óskum við gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Stjórn Félags aldraðra í Eyjafirði
Bókasafn Eyjafjarðarsveitar Hrafnagilsskóla
Síðasta opnun fyrir jól er föstudaginn 19. desember frá kl. 10:30–12:30.
Á milli jóla og nýjárs er opið mánudaginn 29. desember frá kl. 13:00-16:00.
Safnið opnar eftir áramót föstudaginn 2. janúar og er þá opið frá 10:30-12:30.
Óskum sveitungum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Sjáumst sem flest á bókasafninu
Hnetusteik
500 gr. 1.900 kr.
1.000 gr. 3.700 kr.
Afhendingartími 22. desember frá kl. 16:00–22:00 á Silvu.
Einnig er hægt að panta glútenlausar vörur s.s. brauð, smákökur, orkustykki og konfekt. Afhending og magn er eftir samkomulagi hverju sinni.
Pantanir og nánari upplýsingar í s: 851-360 eða á netfangið silva@silva.is. Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum skemmtilegar samverustundir og viðskipti á árinu sem er að líða.
Kristín og starfsfólk Silvu á Syðra-Laugalandi efra
Vetrarsólstöðutöfrar
Á vetrarsólstöðum þann 21. desember, sem er stysti dagur ársins, er tilvalið að hefja nýtt tímabil á ferð okkar í gegnum lífið. Hittumst að Finnastöðum kl. 20:00, horfum í eldinn, hugleiðum um það sem við viljum skilja eftir og taka með okkur áfram inn í nýja hringrás og fögnum. Klæðið ykkur eftir veðri, takið með trommu, góðgæti á hlaðborð, góða skapið og töfrana. Frí þátttaka.
Óska ykkur gleðilegra jóla og farsæls árs, friðar og kærleika.
Kveðja Sigríður Ásný Sólarljós Ketilsdóttir
Vantar þig snjómokstur?
Tek að mér snjómokstur í Eyjafjarðarsveit. Moka ofan í fast.
Eyfirskir verktakar, Kvíaból, 601 Akureyri, s:894-7337.
Jónatan
Álfagallerýið í sveitinni
Verðum með opið á laugardag og sunnudag frá kl. 13:00-17:00. Þetta er jafnframt síðasta opnunarhelgin á þessu ári.
Fullt af fallegum og vönduðum vörum í jólapakkann og ýmiss tilboð í gangi.
Óskum ykkur gleðilegra jóla og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Megi ást og friður fylla fjörðinn okkar fagra.
Gámasvæðið – opnunartími um jól og áramót
Opnunartíminn er kl. 13:00-17:00 þriðjudaga, föstudaga og laugardaga.
Lokað verður föstudaginn 26. desember.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Sorphirða í desember
22. desember - almennur úrgangur sunnan miðbrautar
- almennur og lífrænn úrgangur norðan miðbrautar
29. desember - endurvinnslutunna og baggaplast
Jólatré og allt hitt
Helgi og Beate eru eins og venjulega í Populus tremula í gilinu á Akureyri með allt sitt hafurtask til sölu. Opið frá kl. 13:00-18:00 alla daga til jóla og lengur á Þorláksmessu. Af helstu nýjungum má nefna innirólubekk, kartöfluklóru og sniðil að ógleymdu lerkisófaborði og leðurjólakjól.
Þorrablót 2015
Nú er farið að styttast í hið eina sanna þorrablót. Ætla þú ekki örugglega að mæta? Heyrst hefur að Jón á Hrafnagili ætli að hafa hann Spena sinn með á blótið. Ætli Berglind fái líka að koma með?
Nefndin
Fyrirkomulag snjómoksturs í Eyjafjarðarsveit
Snjómokstur í Eyjafjarðarsveit er að mestu leyti á forræði Vegagerðarinnar. Vegir eru flokkaðir eftir umferðarþunga og þeir þjónustaðir í samræmi við það. Samkvæmt þeirri reglu eru Eyjafjarðarbraut vestri og eystri norðan Miðbrautar flokkaðar sem stofnvegir ( A-regla) og eru alfarið þjónustaðir af Vegagerðinni. Sú leið er mokuð alla daga þegar þörf er á því. Vegir samkvæmt A-reglu eru einnig hálkuvarðir (sandbornir) á skilgreindum stöðum.
Eyjafjarðarbraut vestri frá Miðbraut suður að Sólgarði er þjónustuð samkvæmt F-reglu. Þá greiðir Vegagerðin kostnað við mokstur tvo daga í viku þ.e. á mánudögum og föstudögum en ef moka þarf þriðja daginn í vikunni er kostnaði skipt jafnt á milli sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar. Mokstur umfram þrjá daga í viku á þeirri leið greiðist alfarið af sveitarfélaginu.
Kostnaði við mokstur annarra vega í sveitafélaginu er skipt milli Vegagerðar og sveitarfélagsins 3 daga í viku en mokstur umfram það er alfarið greiddur af sveitarfélaginu. Undanskilinn er Sölvadalsvegur sem er mokaður á kostnað sveitarfélagsins. Heimreiðar eru að öllu leyti í umsjón þeirra sem við þær búa.
Ákvörðun um mokstur þar sem kostnaði er skipt milli sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar er tekin sameiginlega af þeim aðilum.
Þegar þarf að koma upplýsingum á framfæri við íbúa sveitarfélagsins um mokstur t.d. um helgar þá munum við setja þær inn á heimasíðu sveitarfélagsins www.esveit.is
Ábendingum um mokstursþörf eða annað sem betur má fara í vetrarþjónustu ber að koma á framfæri við skrifstofu Eyjafjarðarsveitar þar sem einnig er hægt að nálgast frekari upplýsingar um þessa þjónustu. Að lokum er rétt að ítreka að það er markmið sveitarfélagsins að veita hagkvæma vetrarþjónustu sem stuðlar að öryggi vegfarenda og íbúa eins og kostur er miðað við veðurfar og aðstæður. Þessu markmiði náum við aðeins með góðri samvinnu við íbúa sveitarfélagsins og skilningi á því að ekki er enn búið að setja í reglugerð hvernig veðri og snjóalögum á eyfirska efnahagssvæðinu er háttað.
Sveitarstjóri