Frá Laugalandsprestakalli.
Sunnudaginn 25. október verður sunnudagaskólinn, sem venjulega er í Hjarta Hrafnagilsskóla, í
Munkaþverárkirkju kl. 11:00. Allir velkomnir.
Kv. Hannes.
Aldan-Voröld
Haustfundur verður haldinn á öngulsstöðum laugardaginn 24. október kl. 12:00. Súpa, kaffi og
konfekt í boði gegn vægu gjaldi. óvænt uppákoma. Nýjar félagskonur ávallt velkomnar, baksturskunnátta ekki skilyrði, bara að
hafa gaman af því að vera og vinna í góðum félagsskap.
Fundarboð
Landssamtök landeigenda á íslandi boða til fundar um þjóðlendumál þriðjudaginn
27. október nk. kl. 20:00 í Hótel KEA Akureyri.
Dagskrá:
1.örn Bergsson formaður LLí fer yfir starf samtakanna.
2.ólafur Björnsson hrl. fer yfir stöðu þjóðlendumála á íslandi, með Eyjafjörð í brennidepli.
3. Almennar umræður.
Vonast er til að sem flestir mæti og kynni sér stöðu mála.
Hryssa í óskilum
ómörkuð, dökkjörp hryssa með litla nös, líklega tveggja til þriggja
vetra var ekki tekin á Ysta-Gerðisrétt. Hryssan er spök, ekki örmerkt. þeir sem gætu gefið upplýsingar, vinsamlegast hafi samband við
búfjáreftirlit í síma 895 4618.
þorrblót 2010
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.....hið árlega þorrablót Eyjafjarðarsveitar verður haldið laugardagskvöldið 30
janúar 2010!! Allir að taka kvöldið frá! ábendingar um skemmtiefni eða annað það sem gerst hefur í sveitinni okkar á liðnu
ári, væru vel þegnar og mega sendast á dorothea@itn.is.
Nefndin.
ökum varlega – notum endurskinsmerki
Nú fer í hönd dimmasti tími ársins og því rétt að minna gangandi vegfarendur á að nota endurskinsmerki.
Einnig minnum við akandi vegfarendur á að aka varlega og virða hraðatakmarkanir.
Sveitarstjóri.