Auglýsingablaðið

1282. TBL 25. mars 2025

Auglýsingablað 1282. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 25. mars 2025.

 


Sveitarstjórnarfundur
652. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 27. mars og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.

 


Land míns föður í Freyvangsleikhúsinu
Land míns föður er söngleikur um stríðsárin í Reykjavík, hernámið og það sem því fylgdi. Hvaða áhrif hafði hernámið á íslendinga, einstaklinga og þjóðlífið í heild? Athyglin beinist að unga parinu Báru og Sæla og fólkinu í kringum þau. Þau eru að hefja búskap þegar stríðið skellur á. Sæli kýs að fara frekar á sjóinn en í Bretavinnuna, en Bára og móðir hennar opna þvottahús sem þjónar hernum. Bára kynnist breskum liðsforingja og í fjarveru Sæla fella þau hugi saman. Ýmislegt gengur á áður en yfir lýkur og hlökkum við til að ferðast með ykkur aftur í tímann.
Miðasala er í fullum gangi á tix.is og í síma 857-5598.

 


Ferðanefnd FEBE auglýsir vorferð á sunnanverða Vestfirði
, þar sem gist verður á Patreksfirði. Ferðin verður farin 27. - 30. maí og kostar 125 þúsund. Innifalið er gisting í tveggja manna herbergjum, rúta, fullt fæði og aðgangseyrir þar sem það á við. Skráningu lýkur 25. mars og staðfestingargjald upp á 25 þúsund kr. þarf að greiða á sama tíma. Óski einhver eftir að vera í eins manns herbergi kostar það aukalega. Reikningsnúmer: 0370-26-042168, kennitala: 121152-5689.
Við skráningu taka Leifur í síma 894-8677, Sveinbjörg í síma 846-3222 og Páll í síma 661-7627.

 


Aðalsafnaðarfundur Kaupangssóknar
verður haldinn miðvikudaginn 26. mars nk. klukkan 19:30 í Kaupangskirkju.
Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf.
Allir hjartanlega velkomnir.
Sóknarnefndin.

 


Messa í Möðruvallakirkju sunnudaginn 30. mars kl. 13:00
Boðunardags Maríu meyjar minnst í tali og tónum. Kirkjukór Grundarsóknar syngur. Organisti Þorvaldur Örn Davíðsson. Prestur Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari Helga Berglind Hreinsdóttir.
Verið öll velkomin!

Getum við bætt efni síðunnar?