Auglýsingablaðið

1250. TBL 02. júlí 2024

Auglýsingablað 1250. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 2. júlí 2024.


Álagning fjallskila 2024
Þeir sem halda allt sauðfé og öll hross heima eru beðnir að tilkynna það til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í seinasta lagi föstudaginn 5. júlí með tölvupósti á póstfangið esveit@esveit.is eða í síma 463-0600. Berist ekki tilkynning er gert ráð fyrir að sauðfé/hrossum hafi verið sleppt á afrétt. Lagt verður á eftir forðagæsluskýrslum þeirra sem sleppa á afrétt.



Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir starfsmanni í móttökueldhús
Einnig getum við bætt við okkur kennurum og reynsluboltum.
Um er að ræða 50 - 100% stöðu eða e.t.v tvær 50% stöður í eldhúsið.
100% stöður kennara.
Æskilegt er að byrja 6.-12. ágúst 2024.

Allur matur er eldaður í eldhúsinu í Hrafnagilsskóla þannig að það þarf að taka á móti matnum og græja fyrir bæði matsal og vagna. Síðan er það frágangur og uppvask sem og að sjá um allan þvott. Þar sem að hann er mikill á svona stóru heimili.

Menntunar- og hæfniskröfur
● Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund.
● Metnaður og áhugi til að taka þátt í góðu skólastarfi.

Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 2024
Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur.
Öllum umsóknum verður svarað.
Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is 



Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir unglingum í 9. og 10.bekk sem hafa gaman af því að leika við börn. Um er að ræða mögulega vinnu í ágúst og með skóla í vetur. Áhugasamir sendið póst á erna@krummi.is 



Hælistónar
13. júlí: Erla Mist og Hallgrímur Jónas
28. júlí: Kristjana Arngríms og Kristján Hjartarson
17. ágúst: Bóndi og kerling/Bobbi og Sigga

Allir tónleikarnir hefjast kl. 15:00 í boði Hollvina Hælisins!
Velkomin!



Frystikista til sölu
Vegna flutnings, til sölu stór Electrolux frystikista á kr. 10.000.
Upplýsingar í síma: 896-4895.
Inga.



Kæru bændur og landeigendur
Bændadagar í Eyjafjarðará sumarið 2024 eru sem hér segir: 2. júlí, 6. ágúst og 3. september nk. Bændum er þá heimilt að veiða fyrir sínu landi enda sé þá öllum veiðireglum árinnar fylgt.
Með veiðikveðju, stjórnin.
Eyjafjarðará, mynd af síðunni eyjafjardara.is



Húsnæði óskast
Góðan dag. Við erum par með einn 6 mánaða strák og óskum eftir að leigja íbúð/hús í sveitinni helst á Hrafnagili en skoðum allt. Óskum eftir 3-4 herbergja. Ég, Áslaug, vinn á Krummakoti og Sindri er í fastri vinnu á Akureyri.
Okkur langar mikið að hafa strákinn okkar á Krummakoti og síðan í Hrafnagilsskóla og finnst okkur mjög gott að vera í sveitinni Leigugeta er allt að 220.000kr. Erum reyklaus og ekkert partýstand á okkur.
Kveðja, Áslaug Björk, Sindri Leó og Svavar Helgi.
S: 824-1267, email: asabjork28@gmail.com 

Getum við bætt efni síðunnar?