Til allra Samherja
Senn líður að Handverkshátíðinni sem haldin verður dagana 6.-9. ágúst. á síðasta ári tóku félagasamtök
í sveitinni að sér framkvæmd einstakra þátta hátíðarinnar undir yfirstjórn framkvæmdastjórans Dórótheu
Jónsdóttur og sá umf. Samherjar um veitingasöluna. í ár verður sami háttur hafður á og mikilvægt að vel takist til
þar sem þetta er helsta fjáröflun félagsins. þeim fjármunum sem falla til verður varið til barna- og unglingastarfs, greiðslu fyrir
þjálfun, leigu á mannvirkjum og uppbyggingar á íþróttasvæðinu.
í fyrra ríkti mikill einhugur um framkvæmdina og lögðu margir verkefninu lið, ýmist með vinnuframlagi eða lögðu til hráefni í
veitingar. Skemmtileg stemning skapaðist þar sem tugir fullorðinna og barna tók höndum saman og má segja að hinn sanni ungmennafélagsandi hafi
svifið yfir svæðinu.
óskin er sú að allir sem hug hafa á að leggja verkefninu lið gefi sig fram. Baka þarf m.a. soðið brauð, flatbrauð, kleinur,
skúffuköku og gulrótarköku. þörf er á mannskap í bakstur og undirbúning í eldhúsi mötuneytis Hrafnagilsskóla nokkur
kvöld í júlí, vinnu í eldhúsi meðan á hátíðinni stendur, vinnu í veitingasölu á hátíðinni,
vinnu við undirbúning og frágang ásamt fleiru sem fellur til. Reynt verður að dreifa vinnuálagi og skipta hópnum niður á vaktir til
að forðast að of stór hluti framkvæmdarinnar hvíli á herðum fárra manna. Búið er að skipa verkstjóra fyrir veitingasöluna,
þær ástu Pétursdóttur og Gunni ýri Stefánsdóttur og verkstjórn í eldhúsi hafa þær Kristín
Hermannsdóttir og Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir. Reiknað er með að þurfa að lágmarki:
- 15 fullorðna í eldhús
- 20 fullorðna í veitingasölu
- 30-40 börn í veitingasölu, í dyravörslu, sendiferðir, til að halda svæðinu snyrtilegu o.fl.
þörf er á allri aðstoð sem mögulegt er að fá og eru bæði börn innan vébanda Samherja, foreldrar, fullorðnir sem æfa og
aðrir velunnarar hvattir til að leggja sitt af mörkum.
þið sem viljið leggja ykkar af mörkum eruð vinsamlegast beðin um senda okkur línu á netfangið umf.samherjar@gmail.com eða hringja í síma
862 8754 (Karl).
Með bestu kveðjum, stjórn Samherja.
----
Sumardagur á sveitamarkaði
alla sunnudaga í sumar frá 11. júlí til 15. ágúst
Markaðurinn er opinn öllum sem vilja taka þátt í að skapa skemmtilegan markaðsdag og koma varningi sínum á framfæri. Varningurinn sem
boðinn er skal vera heimaunninn og/eða falla vel að umhverfinu þ.e. gróðrinum og sveitalífinu. Markaðurinn er á torgi Gömlu
Garðyrkjustöðvarinnar og opnar kl. 11.
áhugasamir söluaðilar hafi samband við markaðsstjórn í síma 857 3700 (Margrét) eða sendi tölvupóst á
sveitamarkadur@live.com
FIMMGANGUR
----
KONUR TAKIð EFTIR
ég heilsa sem hátignum gesti
Hverjum sem vill fara á hesti
En viljirðu njóta,
án reiðskjóta,
skaltu bara þjóta.
Eins og oft áður
er Hulda hæstráður
svo ef þú vilt fara
þá skaltu bara
fá hana til að svara.
JæJA STELPUR, GASELLUR SEM OG ALLAR AðRAR SEM ERU ORðNAR 18 áRA OG HAFA áHUGA á Að FARA í AFSLöPPUNARFERð í SöRLASTAðI 20.
JúLí (FRá MELGERðISMELUM 19.) HAFIð SAMBAND VIð HULDU FYRIR 15. JúLí í SíMA: 866-9420
----
átak við eyðingu kerfils
Nú erum við á þriðja ári átaksverkefnis við eyðingu skógarkerfils hér í sveit. Reynslan hefur sýnt að til að
vinna bug á kerflinum þurfi að aleitra þannig að annar gróður drepst á því svæði sem eitrað er. Með þeim hætti
deyr kerfillinn, en fræin lifa í jörðinni og því þarf að fylgja eftir með eitrun þar til seinasta plantan fellur.
Búið er að gera verulegt átak með vegum og á ýmsum jörðum, en aðrar jarðir eru eftir. Kerfillinn er illgresi sem engu eirir og
því þarf að reyna að hefta útbreiðslu hans og skilja ekki eftir uppeldisstöðvar óáreittar.
það hefur því orðið að ráði að eitra fyrir kerfli alls staðar í sveitarfélaginu nú í ár. Verktaki við
verkið er Grettir Hjörleifsson í Vökulandi og mun hann hafa samband við landeigendur. Landeigendur eru hvattir til að taka þátt í átakinu
með því að leggja til vinnuafl eða fjármuni og leyfa eitrunina í sínu landi. Vinsamlegast komið ábendingum á framfæri og
ræðið nánari útfærslu við Gretti í síma 861 1361.
Umhverfisnefnd.
-----
Gámar
Gámar fyrir brotajárn og timbur verða staðsettir við þverá til mánudagsins 20. júlí.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.
----
íslenski safnadagurinn
Sumarstarfsdagur í Laufási Sunnudaginn 11. júlí kl 13:30-16
Upplifðu lífið eins og það var á 19. öld í burstabæ í Gamla bænum Laufási við Eyjafjörð á íslenska
safnadaginn, sunnudaginn 11. júlí. Dagskráin hefst í kirkjunni kl 13:30 þar sem sr. Bolli Pétur Bollason stýrir fjölskyldusamveru.
Laufáshópurinn mun nálgast fortíðina á aðeins annan hátt í Gamla bænum en áður hefur verið gert þennan dag.
Lummuilmur mun fylla vit gesta á staðnu. Heyskapur verður í fullum gangi á hlaðinu og glímukappar munu takast þar á innan um
heyskaparfólkið.
Sýning á leikföngum Guðbjargar Ringsted verður opnuð í Friðbjarnarhúsi á íslenska safnadaginn, sunnudaginn 11. júlí, kl
14.
Leikföngin eru frá síðustu öld og því enginn vafi á því að mömmur, pabbar, afar, ömmur, frænkur og frændur geta
séð ýmislegt sem þau kannast við frá því þau voru börn og geta rifjað upp góðar æskuminningar með börnum
sínum, systkinum, foreldrum, frænkum og frændum.
Minjasafnið