Nýárskveðja
óskum öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar farsældar á nýju ári. þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem var
að líða.
Opnunartími skrifstofu er alla virka daga kl. 10:00-14:00.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Hross í afrétt
Eins og að undanförnu er óheimilt að hafa hross í afrétt eftir 10. janúar.
Samkvæmt nýri búfjársamþykkt fyrir Eyjafjarðarsveit er vörsluskylda á öllu búfé neðan fjallsgirðinga allt árið
og er búfjárhaldið neðan fjallsgirðinganna að öllu leyti á ábyrgð umráðamanns búfjárins. Umráðamaður
búfjár skal ábyrgjast að búfé í umsjá hans sé haldið innan afmarkaðs svæðis og gangi ekki laust utan þess, sbr.
reglugerð nr. 59/200, um vörslu búfjár.
Sveitarstjóri
Hunda- og kattahald í Eyjafjarðarsveit er háð leyfi
Sækja má um rafrænt á heimasíðusveitarinnar eða á sérstöku eyðublaði á skrifstofu.
Samþykkt um hunda- og kattahald er einnig að finna á heimasíðunni. þar kemur m.a. fram að eigendur eða umráðamenn hunda og katta skulu gæta
þess vel að dýrin valdi ekki hættu, óþægindum eða óþrifnaði né raski ró manna. Hverfi dýr frá heimili
sínu skal eigandi eða umráðamaður gera ráðstafanir til að finna það. Ef dýrin valda nágrönnum eða öðrum
ónæði, óþrifum eða tjóni, þá er skylt að leita leiða til að koma í veg fyrir slíkt. Lausaganga er bönnuð og
skylt er að þrífa upp eftir hundana.
Fyrir lok janúar ár hvert skal hundeigandi framvísa á skrifstofu sveitarfélagsins vottorði um ormahreinsun og staðfestingu
á endurnýjun ábyrgðartryggingar. Eigendur hunda og katta skulu sjá til þess að þau séu ormahreinsuð árlega, eða oftar eftir
þörfum. Hvatt er til reglulegra bólusetninga dýranna gegn helstu smitsjúkdómum þeirra.
Sveitarstjóri
Flugeldamarkaður Dalbjargar
Hjálparsveitin Dalbjörg vill óska sveitungum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir veittan stuðning á nýliðnu ári. Flugeldasala
Dalbjargar verður opin í Vín þann 6. janúar frá kl.12:00-16:00. Hvetjum við sveitunga til þess að koma og kíkja á okkur og kveðja
jólin með flottum flugeldum.
Hjálparsveitin Dalbjörg