Auglýsingablaðið

593. TBL 16. september 2011 kl. 08:35 - 08:35 Eldri-fundur

Afmæli og opið hús
Föstudaginn 16. september næstkomandi verður haldið upp á 40 ára afmæli Hrafnagilsskóla og 20 ára afmæli Eyjafjarðarsveitar. Miklar framkvæmdir hafa verið á skólasvæðinu á þessu ári og verður þeim ekki að fullu lokið fyrr en í árslok. þennan dag bjóða skólarnir, skrifstofan og félagasamtök sem hafa aðstöðu á svæðinu gestum og gangandi að skoða húsakynni sín og kynnast  starfseminni sem þar fer fram.  Auk þess verður stutt dagskrá í íþróttahúsinu kl. 12:30.

önnur dagskrá þennan dag er með þeim hætti að frá kl. 8:15-12:30 verður opið hús í Hrafnagilsskóla leik- og grunnskóladeild og Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Kl. 12:30 hefst stutt afmælishátíð í íþróttahúsinu og frá kl. 8:15-16:00 er skrifstofa Eyjafjarðarsveitar,  mötuneytið og Félagsborg með opið hús. í Félagsborg mun Félag aldraðra kynna starfsemi sýna. Allir íbúar og gestir Eyjafjarðarsveitar eru hvattir til að taka þátt í dagskránni og heimsækja fyrrnefndar stofnanir sveitarfélagsins þennan dag.
Heitt verður á könnunni.   Allir hjartanlega velkomnir

 

Félagsstarf aldraðra Eyjafirði
Hefst mánudaginn 19. september kl. 13.00 í Félagsborg. Kynnt verða námskeið og fleira sem er á döfinni. Spilað verður á spil eins og undanfarna vetur.
Nýir félagar velkomnir. Mætið sem flest.
Stjórnin

 

Frá Laugalandsprestakalli
Sunnudaginn 18. september er fjölskyldumessa í Grundarkirkju kl. 11:00. ég bið sértaklega um að væntanleg fermingarbörn komi ásamt foreldrum og/eða aðstandendum. Eftir athöfn mun ég funda þeim.
Vinsamlegast Hannes

 

ágætu sveitungar
Af gefnu tilefni þykir ástæða að ítreka áður birta auglýsingu: þar sem Eyjafjarðarsveit hefur skipt um viðskiptabanka, er vert að hvetja þau ykkar sem nýta sér greiðsludreifingu bankanna, til að athuga hvort kröfur skili sér inn í kerfi ykkar viðskiptabanka.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

 

Umhverfisverðlaun 2011
Umhverfisnefnd óskar eftir ábendingum um fallegar jarðir/hús í sveitarfélaginu sem verðskulda viðurkenningu fyrir góða umgengni og umhirðu. ábendingar skulu berast á netfangið: esveit@esveit.is
Umhverfisnefnd

 


Frá stjórnanda leikskóladeildar Hrafnagilsskóla
Af gefnu tilefni viljum við biðja bílstjóra að keyra hægt um Laugartröð og Sunnutröð. Börn geta verið að hjóla eða að leik við götur og Foreldrar leikskólabarna hafa haft orð á því að litlu hafi mátt muna nokkrum sinnum í sumar að illa færi. Eins biðjum við foreldra að gæta að því að keyra ekki of nálægt viðbyggingu leikskólans (austan megin) þegar komið er með börn í leikskólann eða þau sótt. þar geta verið á ferð fótgangandi vegfarendur að ganga til eða frá leikskólanum.

 

Er ekki komin tími til að dansa !!!
Kæru sveitungar, þá fer dansinn að byrja. þriðjudaginn 20. sept. kl. 20.00-21.00 verður konuhópurinn. þar dönsum við hina ýmsu dansa, cha cha, samba, salsa, Quando, línudansa og margt fleira. Kl. 21.00-22.20 sama kvöld er námskeið fyrir byrjendur í samkvæmis- og gömlu dönsunum. Fimmtudaginn 22. september verður framhalds hópur kl. 19.30-20.50 og kl. 21.00 sama kvöld er svo dans klúbburinn, en þau eru eru orðin svo flínk að ég fer að gera þau að sýningar hóp :O)
Nánari upplýsingar og innritun fer fram í síma 891-6276.
Elín Halldórsdóttir danskennari

 

íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar  óskar eftir að ráða  baðvörð  í karlaklefa
Um er að ræða 60% stöðu á kvöldvöktum. Viðkomandi verður meðal annars að geta unnið sjálstætt, hafa þjónustulund, hreint sakavottorð og standast hæfnispróf ætlað sundstöðum. Upplýsingar gefur Guðrún s: 895-9611 á milli 13 og 16 alla virka daga. Umsókn sendist fyrir 19. september á netfangið gudrun@krummi.is
íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

 

Kæru Iðunnarkonur
Fyrsta Iðunnarkvöldið verður miðvikudagskvöldið 21. september kl. 20:00 í Laugarborg. þá munum við spjalla um bækur, prjón og hekl, eða bara hittast og hafa gaman. Sjáumst sem flestar.
Kveðja stjórnin

 

Vantar pössun
Er lítill, rólegur og góður níu mánaða strákur sem vantar pössun fjóra daga vikunnar (þri-fös) fjóra tíma í senn. Ef einhver góð/góður hefur áhuga hafið þá samband við mömmu í síma 694-5524 eða 461-4191

 

Náttfari - Sölusýning
Hrossaræktarfélagið Náttfari áformar að halda sölusýningu á Melgerðismelum stóðréttardaginn 8. október n.k. Um er að ræða bæði tamin hross, sýnd í reið og trippi sem kynnt verða í Melaskjóli. Nánari útfærsla sýningarinnar verður auglýst síðar.
Stjórn Náttfara

 

Fyrstir koma fyrstir fá!
Hið sívinsæla uppskrifta – dagatal Kvenfélagsins Iðunnar 2012 fæst í Jólagarðinum. Eigum nokkur dagatöl frá fyrri árum. áhugasamir hafi samband við Beggu í síma 864-1464.
Fjáröflunarnefnd Iðunnar

 

Söngskemmtun til styrktar kaupa á flygli í Laugarborg - Kristján Jóhannsson syngur!
Sunnudaginn 9. október kl. 14 stígur Kristján Jóhannsson á svið Laugarborgar og syngur mörg af þekktustu íslensku sönglögunum. Söngskemmtunin er á vegum Tónvinafélags Laugarborgar og marka þeir upphaf söfnunarátaks til kaupa á Steinway & Sons flygli í Laugarborg. Flygilinn hefur nú þegar staðið á sviði Laugarborgar um nokkurt skeið og hefur gripurinn fengið góðar umsagnir þeirra sem á hann hafa leikið fram að þessu, jafnvel talað um að hann sé mun betri en sá sem áður var í Laugarborg!
Söngskemmtunin verður með hefðbundnu sniði kaffitónleika sem tíðkuðust í Laugarborg í upphafi og enda starfsárs, meðan betur áraði til tónleikahalds. Kvenfélagið Iðunn mun reiða fram sitt margrómaða sunnudagskaffi að söngnum loknum. á píanóið leikur þórarinn Stefánsson. Framlag allra sem að söngskemmtuninni standa er án endurgjalds.
Miðaverð er 5.000 kr. Miðapantanir í síma 841-1568; Eggert húsvörður í Laugarborg
Tónvinafélag Laugarborgar

 

Blundar í þér lítill söngfugl? 
Kirkjukór Laugalandsprestakalls auglýsir eftir nýju söngfólki til liðs við sig. æfingar fara fram á mánudagskvöldum í Laugarborg kl. 20:30-22:30. Við æfum stór og smá verk, sækjum stundum aðrar sóknir heim og fáum heimsóknir. Syngjum við flestar athafnir í kirkjunum sem sveitin okkar státar af. Stjórnandi kórsins er Daníel þorsteinsson.
áhugasamir velkomnir til æfinga………! Hleyptu söngfuglinum út !!! 
Stjórnin: Deborah 463-1516, Benjamín 463-1191, Katrín 463-3305 og Sigríður 463-1551

Getum við bætt efni síðunnar?