Auglýsingablaðið

558. TBL 13. janúar 2011 kl. 15:10 - 15:10 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
397. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 18. janúar n.k. og hefst hann kl. 15:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu á skrifstofu sveitarfélagsins sem og á heimasíðu sveitarinnar, http://www.esveit.is
Sveitarstjóri


Arnarholt í Leifsstaðabrúnum – deiliskipulag
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi 4 frístundalóða á Arnarholti, sem er 1,34 ha. spilda í Leifsstaðabrúnum. Tillagan er í samræmi við aðalskipulag. Skipulagið ásamt greinargerð er til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og á heimasíðu sveitarfélagsins http://www.esveit.is.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að gera athugasemdir er til og með 23. feb. n.k.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
Sveitarstjóri


Aðalskipulagsbreyting á Höskuldsstöðum - kynning
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar á Höskuldsstöðum er til kynningar á vinnslustigi. Tillagan er um að íbúðarsvæði íS15 breytist. Skipulagið ásamt greinargerð er til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og á heimasíðu sveitarfélagsins http://www.esveit.is.
Gefinn er kostur á að koma með ábendingar við tillöguna í seinasta lagi 20. janúar  2011. ábendingar skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
þegar skipulagsnefnd hefur unnið úr ábendingum verður tillagan lögð fyrir sveitarstjórn til fyrri umræðu og ákvörðunar um auglýsingu. Eftir það verður tillagan auglýst með venjulegum athugasemdafresti.
Sveitarstjóri


Sunnudagaskólinn
Starfsfólk sunnudagaskólans óskar bæði stórum og smáum gleðilegs árs og þakkar fyrir frábærar samverustundir á liðnu ári.
Fyrsta samvera ársins 2011 verður sunnudaginn 16. janúar í Hjartanu í Hrafnagilsskóla milli kl. 11 og 12. Við munum svo hittast á sama stað og tíma, annan hvern sunnudag fram á vor; 16. og 30. janúar, 13. og 27. febrúar, 13. og 27. mars og 10. apríl . önnin endar svo á vorferðalagi sem verður nánar auglýst síðar.
Allir velkomnir, bæði stórir og smáir....
Starfsfólkið


Afmorsvísur, ballöður og soldill blús
Alþýðumenningarveislan verður endurtekin á Græna Hattinum laugard. 15. janúar. þetta er dagskrá í anda Cornelis Wreesvijk heitins. Flutt verða lög eftir Cornelis en textana, er sænskir kalla vísur, þýddi og sumpart umorti síra Hannes Blandon. Hljómsveitina skipa, auk Hannesar, þeir Snorri Guðvarðarson og Eiríkur Bóasson. Húsið verður opnað kl. 20:00. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00.
Matti Sjokk og Messuguttarnir


Kirkjukór Laugalandsprestakalls
Nú er tími til kominn að syngja burt jólaspikið og hita upp fyrir þorrablótið.
Fyrsta æfing á nýju ári verður á hefðbundnum stað og tíma, mánudaginn 17.  janúar.
Vel á minnst - gleðilegt nýtt ár!
Yfirstjórnin


Sveitaþrek!!!
Sveitaþrek er örugglega eitthvað fyrir þig núna eftir það sem á undan er gengið. Hittumst í íþróttahúsinu við Hrafnagilsskóla á þriðjudags-, fimmtudags- og föstudagsmorgnum kl. 6:15 og tökum á því. Fjölbreytt og fyrst og fremst skemmtileg hreyfing sem eykur styrk og þol og gerir mann glaðari. þetta hentar öllum hvort sem fólk er í hörkuformi eða að stíga fyrstu skrefin. Allir eru velkomnir, óþarfi að skrá sig, bara að mæta! Ef einhverjar spurningar vakna þá gefur Arnar upplýsingar í síma 863-2513 og Bylgja í síma 863-1315.


Köttur í óskilum ... ekki hundur!
Gulbröndóttur köttur með hvíta bringu og loppur, er í óskilum í Reykhúsum.
Greinilega heimilisköttur. Ef einhver kannast við lýsinguna þá vinsamlegast hafðu samband í síma 463-1127.
Páll og Anna


Kettlingar
Er með þrjá mjög fallega kettlinga sem vantar heimili og eða vinnu í fjósi. þeir eru að verða 10 vikna og orðnir kassavanir. áhugasamir geta fengið upplýsingar hjá Línu í síma 869-7872.


Munir úr heimavist Hrafnagilsskóla til sölu
Til sölu eru rúm, handlaugar, klósett, inniljós, 70 cm innihurðir og pottfittings gegn vægu verði. Upplýsingar í síma 895-4618.
Eignasjóður


þorrablót 2011

Rauður, grænn og kóngablár
eru blótsins litir.
Upp nú kemur vandi smár
-hvort um dress þú vitir?

Litirnir þeir eru þrír
Eftir gömlum hreppum,
öll við gleðjumst, kát og hýr
í fatabúðir skreppum.


því nú skuluð þið valið vanda
þeim lit menn skulu skarta,
sem nefndin valdi ykkur til handa
og ekki er hægt að kvarta!

Til að rifja upp litaval:
Grænir önglar mæta,
rauður hver Hrafn verða skal
og blár mun Serba kæta.


Nú líður senn að þorrablóti kæru sveitungar, óðum styttist í 29. janúar. Hafið dagsetninguna á hreinu, kafið í fataskápinn, æfið danssporin og byggið upp stemmninguna fyrir þennan æðisgengna viðburð! Miðasala hefst innan skamms og verður auglýst síðar.
Kveðja, nefndin

Getum við bætt efni síðunnar?