Auglýsingablaðið

1189. TBL 19. apríl 2023

Auglýsingablað 1189. tbl. 15. árg. 19. apríl 2023.

 


Vinnuskólinn 2023

Skráning í vinnuskólann sumarið 2023 fer fram á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
https://www.esveit.is/is/thjonusta/menntun-1/vinnuskoli

 


Vormessa í Hólakirkju sunnudaginn 23. apríl kl. 11

Félagar úr kór Grundarsóknar leiða safnaðarsöng undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Prestur Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari Sveinn Sigmundsson. Tilvalið tækifæri til að fá sér sunnudagsrúnt frameftir í sveitinni okkar fögru. Verið öll velkomin!

 


Félag eldri borgara Eyjafjarðarsveit
Sumarferð félagsins verður farin dagana 6. til 9. júní. Farið verður austur á bóginn, gist tvær nætur á Skjöldólfsstöðum og eina nótt Borgarfirði eystri. Keyrt á Vopnafjörð, Seyðisfjörð og um Fljótsdal. Leiðsögumenn alla daga.
Vegna aukins kostnaðar, verðum við að áætla verð í kringum 100 þús. Nánar auglýst síðar. Tilkynna þarf þátttöku fyrir 1. maí.
Upplýsingar hjá; Páll Ingvarsson s. 661-7627, Leifur Guðmundsson s. 894-8677 og Sveinbjörg Helgadóttir s. 846-3222.

 


Seinni undankeppni Fiðrings á Norðurlandi
fer fram í Laugarborg 19. apríl kl 20 Þetta er hæfileikakeppni grunnskólanna í anda Skrekks í Reykjavík og Skjálftans á Suðurlandi. Sex grunnskólar etja kappi í Laugarborg; Hrafnagilsskóli, Borgarhólsskóli, Þelamerkurskóli, Síðuskóli, Oddeyrarskóli og Lundarskóli. Villi vandræðaskáld kynnir.
Miðinn kostar 1500 kr og hægt er að nálgast þá hér:
https://tix.is/is/mak/event/15194/undankeppni-fi-rings-2023/
Nemendur hafa unnið að eigin hugmyndum á vorönn og sjá líka um alla umgjörð eins og búninga, leikmynd, dansa o.fl. Það er spennandi að sjá hvað ungmennum okkar liggur helst á hjarta og hvernig þau tjá það.

 


Aðalsafnaðarfundur Kaupangssóknar verður haldinn miðvikudaginn 26. apríl kl. 16:30 í Kaupangskirkju. Venjuleg aðalfundarstörf.
Sóknarnefnd.

 

Hafdals hótel óskar eftir að ráða starfskraft til starfa í sumar. Um er að ræða
50-60% starf við þrif og fleira. Upplýsingar í síma 898-8347 eða með tölvupósti á hafdals@hafdals.is.

 


Á sumardaginn fyrsta verður kaffihlaðborð kl. 13:30 á Melgerðismelum

Húsdýr og gamlar vélar til sýnis, teymt undir börnum, tæki frá
hjálparsveitinni Dalbjörgu og handverk til sölu.
Hestamannafélagið Funi.

 

1. maí hlaup verður haldið á Þórsvelli mánudaginn 1. maí
Frítt fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri.
Leikskólahlaup: 400 m fyrir börn fædd 2017 og síðar
Grunnskólahlaup: Val milli 2 km eða 5 km
Fólk á öllum aldri: 5 km hlaup
Allir fá pizzusneið frá Sprettinum og hressingu frá MS að hlaupi loknu.
Möguleiki á útdráttarvinningi frá Sportver. Skráning og nánari upplýsingar á ufa.is

 


Eyfirski safnadagurinn á sumardaginn fyrsta!
Markmiðið er að vekja athygli á fjölda fróðlegra og forvitnilegra safna sem eru við Eyjafjörð. Enginn aðgangseyrir er að söfnunum á Eyfirska safnadeginum. Samræmdur opnunartími safnanna er frá 13.00 – 16.00 en sum eru með opið lengur. Mælum með að áhugasamir fylgist með opnunartímum og dagskrá á samfélagsmiðlum safnanna.
Söfnin sem opna dyr sínar eru Hælið, Listasafnið á Akureyri, Flugsafnið, Iðnaðarsafnið, Minjasafnið, Nonnahús, Davíðshús, Leikfangasafnið, Mótorhjólasafnið, Hús Hákarlajörundar, Síldarminjasafnið, Flóra menningarhús í Sigurhæðum og Smámunasafn Sverris Hermannssonar.
Margt fróðlegt og skemmtilegt verður í boði á söfnunum þennan daginn – Hlökkum til að sjá ykkur!

 


Kæru sveitungar
Nú eru nemendur í 9. bekk í Hrafnagilsskóla að fara af stað í fjáröflun. Fyrirkomulagið verður því þannig að áhugasamir viðskiptavinir senda tölvupóst á nanna@krummi.is ef þeir vilja kaupa pappír.

Verðin eru:
Klósettpappír, 500 blaða, 30 rúllur kr. 6.500 (þessi gamli góði)
Lúxus klósettpappír, 200 blaða kr. 4.500
Eldhúspappír, hálfskipt blöð, 15 rúllur kr. 4.500

Pantanir þurfa að hafa borist fyrir þriðjudaginn 25. apríl og pappírinn verður keyrður til kaupenda um leið og Papco getur afgreitt hann til nemenda.
Bestu kveðjur og óskir um góðar viðtökur, nemendur í 9. bekk.

 

Getum við bætt efni síðunnar?