íbúafundur um sorpmál
Umhverfisnefnd og sveitarstjórn boða til íbúafundar um sorpmál í sveitarfélaginu mánudagskvöldið 9. janúar kl. 20 í
mötuneyti Hrafnagilsskóla. Helgi Pálsson hjá GþN mætir á fundinn og svarar almennum fyrirspurnum um flokkun, sorphirðu, gámavöll o.fl.
á fundinum fer einnig fram kynnig á nýrri tillögu að gjaldskrá fyrir sorphirðu og gefst íbúum kostur á að koma með athugasemdir.
íbúar eru hvattir til að kynna sér tillöguna og minnisblað sem fylgir henni á vef sveitarfélagsins www.eyjafjardarsveit.is.
Við hvetjum íbúa til að fjölmenna á fundinn og fá svör við þeim spurningum sem upp hafa vaknað í tengslum við sorpmál
í sveitarfélaginu á síðustu mánuðum.
Umhverfisnefnd og sveitarstjórn
Hross í afrétt
Hross sem enn eru í úthaga þarf að sækja í seinasta lagi 10. janúar 2012. þá er vert að minna á 35. gr. fjallskilasamþykktar
fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð sem kveður á um að á vetrum beri eigendum stórgripa skylda til að sjá um að þeir gangi ekki
á heimalönd annarra og eru þeir ábyrgir fyrir tjóni og kostnaði er af því kann að leiða.
Fjallskilanefnd
Frá íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
Sértilboð í janúar og febrúar: Líkamsrækt fylgir frítt með sundaðgangi.
Breyttur vetraropnunartími sundlaugar
Mánudag – föstudag 06:30 – 21:00
Laugardag – sunnudag 10:00 – 17:00
Fjölskyldan í sund, frítt fyrir 15 ára og yngri.
Tilkynning frá Sveitaþreki
Vegna fjölda áskoranna verður sérstakur byrjendatími mánudaginn 9. janúar n.k. Allir sem hafa áhuga á að hreyfa sig í
fjörugum hópi kl. 6:05 mánudag, miðvikudag og föstudag í íþróttahúsinu við Hrafnagilsskóla, endileg látið verða
að því núna. Hvernig var þetta með áramótaheitið???
áhugsamir hafi samband við Arnar í síma 863-2513.
Sveitaþrekið
þrettándasala
Hjálparsveitin Dalbjörg óskar sveitungum sínum gleðilegs nýs árs og þakkar góðan stuðning í nýliðinni
flugeldasölu okkar. Hægt verður að kaupa flugelda af okkur föstudaginn 6. janúar í húsi okkar Bangsabúð frá kl. 12-16 . Hægt er
að fá upplýsingar hjá Hermanni í síma 867-8586.
Kveðja Dalbjörg
Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Frá og með mánudeginum 9. janúar breytast opnunartímar safnsins:
Mánudagar: 9:00-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudagar: 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudagar: 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudagar: 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Föstudagar: 9:00-12:30
Vonandi verður þessi breyting til þess að auðvelda fólki aðgengi að safninu.
Sjáumst sem fyrst. Bókavörður
Nú er komið árið 2012 og 28. janúar nálgast!
Kæru sveitungar, um leið og við fögnum drauma-árinu 2012 viljum við minna ykkur á að það verður haldið þorrablót!
þó víða engin geri neitt,
og vélar vinni störfin.
þá verður allaf númer eitt
þrálát matar þörfin
Snæði reykt og saltað ket
hákarl, súran punginn.
Heimalagað alltaf met
pítsu étur unginn.
í friði, þar til næst........................!
þorrablótsnefndin
Ný þjónusta
Opið verður föstudaginn 6. jan. frá kl. 20-01 á Kaffi Kú. þar munu Atli og Bobbi halda uppi fjörinu frá kl. 22 og spila nokkur vel valinn
lög.
það kvöld verður hægt að fá akstur frá Reykárhverfi yfir á Kaffi Kú og svo aftur til baka seinna um kvöldið fyrir litlar 800
kr. á manninn. Bíllinn sem keyrir tekur ellefu farþega. Fyrir þá sem vilja nýta sér farið hafið samband
í síma 867-3826. þetta er nýjung hjá okkur og erum við með þessu að leitast við að reyna að búa til sveitakrá þar
sem íbúar sveitarinnar koma saman og á þessum degi kveðja jólin.
Opnunartímar næstkomandi helgi eru:
Föstudagur 20-01
Laugardagur 14-01
Sunnudagur 14-18
Hlökkum til að sjá ykkur
Tapað / fundið
Chicco ömmu-stóll er í óskilum á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
Skrifstofan