Auglýsingablaðið

652. TBL 01. nóvember 2012 kl. 10:40 - 10:40 Eldri-fundur

Menning og minjar - framhaldsfundur
Menningarmálanefnd boðar allt áhugafólk um menningu, sögu, söfnun heimilda og aðrar minjar í sveitarfélaginu, til framhaldsfundar þann 7. nóvember kl. 20:00 í matsal Hrafnagilsskóla. á fundinum munum við vinna áfram með söfnunaráhugann og mynda hópa um áhugasviðin.  áhugafólk um varðveislu menningararfsins er hvatt til að mæta, einnig þeir sem misstu af fyrri fundinum.    Menningarmálanefnd

Byggðir Eyjafjarðar
Vinsamlegast komið leiðréttingum og ábendingum - ef einhverjar eru - til mín fyrir helgina. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið vgunn@simnet.is eða hringja í mig í síma 868-8282 eftir kl. 16:30.   Valdimar Gunnarsson, Rein II

Frá Laugalandsprestakalli
Sunnudaginn 4. nóv. er allra heilagra messa í Munkaþverárkirkju kl. 21:00 ef Guð lofar og veður leyfir. ýmsir sveitungar eiga nú um sárt að binda og við komum saman að biðja fyrir þeim.        Kveðja í sveitina, Hannes
PS. ég minni enn á að senda upplýsingar um athafnir sem birtast eiga í Eyvindi til mín eða Benjamíns á Ytri-Tjörnum Kv. HB

Lagakeppni
Menningarmálanefnd í samstarfi við Tónlistarskóla Eyjafjarðar ætla að efna til lagakeppni með svipuðu sniði og á síðasta ári.
Fyrirkomulagið er með þessu móti:
   -Hámarkslengd hvers lags er 4. mínútur
   -Skilafrestur er til og með 2. nóvember.
   -Lögum þarf að skila á nótum eða upptökum undir dulnefni og rétt nafn höfundar
 þarf að fylgja með í lokuðu umslagi.
   -Utanaðkomandi dómnefnd mun svo velja 6 lög sem verða æfð og flutt á hátíð
     menningarmálanefndar tengt 1. des.
   -þátttökurétt hafa allir núverandi  íbúar Eyjafjarðarsveitar auk brottfluttra  og
     nemendur Tónlistarskóla Eyjafjarðar.
   -Engin takmörk eru á tegund tónlistar.
Nánari upplýsingar gefur Eiríkur í síma 868-3795 og/eða í tölvupósti te@krummi.is

Reykskynjarayfirferð og Neyðarkallinn 2012
Hin árlega reykskynjarayfirferð Dalbjargar verður farin í næstu viku, 31. október til 4. nóvember. þetta verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, við munum fara í öll hús í sveitinni og selja rafhlöður fyrir reykskynjara á kostnaðarverði.
Við viljum minna á að ráðlagt er að skipta árlega um rafhlöður í reykskynjurum, sem og að skipta út gömlum búnaði. Nú þegar jólin nálgast með jólaljósum og kertum er góður tími til að taka til hendinni í þessum málum.
Samhliða yfirferðinni munum við hafa Neyðarkallinn til sölu. Sala á honum er góð fjáröflun fyrir hjálparsveitina og því vonumst við eftir góðum móttökum eins og undanfarin ár.
þeim sem ekki verða heima um helgina, en vilja samt nýta sér þessa þjónustu og kaupa rafhlöður, reykskynjara eða Neyðarkallinn, bendum við á að hafa samband við Sunnu í síma 865-4926 eftir kl. 16:00 á daginn.
Með von um góðar móttökur - eins og alltaf, Hjálparsveitin Dalbjörg

Hvolpar fást gefins!      Nánari upplýsingar gefur íris í síma 868-1795

Silva grænmetis- og hráfæðisstaður
Opið fyrir pantanir í sal eða á heimsendum mat í síma 851-1360.
Spennandi  námskeið framundan:
• Eldaðir grænmetisréttir  7. nóv. kl. 18:00 - síðasti skráningardagur 2. nóv.
• Námskeið í gerð hristinga 8. nóv. kl. 17:30 - síðasti skráningardagur 2. nóv.
• Hráfæði   12. nóv. kl. 18:30 - síðasti skráningardagur 8. nóv.
• Kökur og kruðerí  17. nóv. kl. 11:00, endurtekið 22. nóv. kl. 18:30
• Sætt án samviskubits 13. nóv. kl. 18:00, endurtekið 26. nóv. kl. 19:30
• Lifandi fæði  24. nóv. kl. 11:00
Sérsníðum einnig námskeið og fræðslu fyrir litla sem stóra hópa.
Nánari upplýsingar á heimasíðunni  http://silva.is/
Skráning á netfangið:  silva@silva.is /eða í síma: 851-1360

Aðstoð í ensku
Bíð upp á aðstoð við enskunám hvort heldur sem er á grunn-, framhalds-, eða háskólastigi. Aðstoðin er alltaf sniðin að þörfum hvers einstaklings.
Nánari upplýsingar í síma 861-4078, Kristín Kolbeinsdóttir

Skákæfingar – skákæfingar
Skákæfingar munu héðan í frá hefjast klukkan 19:00 en ekki 19:30 en æfingarnar eru á þriðjudags og fimmtudagskvöldum. þetta er gert vegna góðrar mætingar á skákæfingar Umf. Samherjar og góðrar mætingar barna á yngsta stigi en yngra fólkið þarf að fara að huga að svefni upp úr klukkan 20:00. Skákæfingarnar standa síðan lengur fyrir þá sem eldri eru.  Umf. Samherjar

árshátíð
Enn blása Funamenn til hátíðar; laugardaginn 17. nóv ætlar skemmtinefnd Funa að efna til árshátíðar í Funaborg. þessi hátíð er ekki bara fyrir hestamenn heldur fyrir alla skemmtanaglaða sveitunga, svo nú er um að gera taka kvöldið frá. Hlaðborð frá Bautanum og dansiball í eftirrétt. þessi hátíð kemur í staðinn fyrir okkar sameiginlegu uppskeruhátíð svo ekki missa af þessu.    Skemmtinefnd Funa

ævintýrasöngleikurinn Skilaboðaskjóðan eftir þorvald þorsteinsson
11. Sýning            3. nóvember       kl.14
12. sýning            4. nóvember       kl.14  UPPSELT
13. sýning            10. nóvember    kl. 14
14. sýning            11. nóvember    kl. 14
AðEINS SýNT í NóVEMBER!              Miðasala á freyvangur.net og í síma 857-5598 milli kl. 18-20 virka daga og 10-14 um helgar

Freyvangsleikhúsið kynnir Dömudagatalið  ( Calendar girls )
Leikstjóri Sigrún Valbersdóttir. Samlestur í Freyvangi 1. og 2. nóvember kl. 20.
Mörg bitastæð hlutverk  fyrir konur á aldrinum 30 -60 ára. Frumflutningur á íslandi.
Allir velkomnir. Upplýsingar gefur Ingólfur   840-8865

Framundan á Kaffi kú
10. nóvember: Hinir gullfallegu, greindu og síðast en ekki síst stórskemmtilegu; Pálmi í Gröf og Sverrir í Brekku munu sjá um pub quis (spurningakeppni).  Spurningar verða almenns eðlis og lofar Pálmi að þær verði ekki leiðinlegar.  þetta ætti enginn að láta fram hjá sér fara!! Es. Flottir vinningar.
17. nóvember:  Byrja jólahlaðborðin, hafi þinn hópur áhuga á að fá tilboð í jólahlaðborð og mögulega lifandi tónlist á eftir matnum endilega sendið línu á naut@nautakjot.is    Opnunartími: laugardag:14-01 og sunnudag:14-18
þess utan gegn pöntun; kaffiku.is, nautakjot.is

Getum við bætt efni síðunnar?