Kæru íbúar Eyjafjarðarsveitar.
Til hamingju með stórkostlega Handverkshátíð 2009. Hin mikla samstaða sem myndaðist kringum hátíðina sýnir okkur íbúum
sveitarfélagsins og einnig gestum okkar, hversu mikils virði það er að við stöndum saman þegar að þrengir. það voru örugglega
fáar fjölskyldur í sveitarfélaginu sem ekki lögðu hátíðinni lið eða tengdust henni á einhvern hátt.
í viðhorfskönnun sem gerð var hjá sýnendum kom fram mikil ánægja með þessa hátíð og umgjörðina alla þ. e.
veitingasölu, kvöldvöku og allt viðmót starfsfólks. Sýnendur og gestir höfðu orð á því hve gaman væri að sjá
svona marga, stóra og smáa leggja hönd á plóg og gleðina sem geislaði af hverju andliti.
öllum þeim fjölmörgu sem unnu að hátíðinni á einn eða annan hátt eru færðar bestu þakkir fyrir.
Dóróthea Jónsdóttir, framkvæmdastjóri
Frá Hrafnagilsskóla
Setning Hrafnagilsskóla verður þriðjudaginn 25. ágúst í íþróttahúsinu og hefst kl. 10:00. þeir foreldrar og
forráðamenn sem ætla að nýta sér skólavistun næsta skólaár eru beðnir að sækja um eða staðfesta eldri
bókanir fyrir 20. ágúst hjá ritara í síma 464-8100 eða með því að senda póst á
nanna@krummi.is .
Skólastjóri
Margar hendur unnu létt verk
Nú er Handverkshátíðinni á Hrafnagili lokið og tókst framkvæmd hennar vel. Dugnaður, jákvæðni og samvinna þeirra
sjálfboðaliða sem unnu hin ýmsu störf á hátíðinni á sinn þátt í því og verður starf þeirra vart
fullþakkað. Líklega hafa nærri tvöhundruð sjálfboðaliðar unnið að hátíðinni með einum eða öðrum hætti.
Hjálparsveitin Dalbjörg og Umf. Samherjar sáu um veitingasölu á hátíðinni og voru þar mörg handtök enda gestir
hátíðarinnar líklega um það bil 15 þúsund.
Fyrir utan fjáröflunina sem þessu fylgir þá hefur svona stórt verkefni einnig mjög jákvæð félagsleg áhrif og eykur
þannig styrk Umf. Samherja í víðtæku samhengi. Að ekki sé minnst á áhrifin á allt samfélagið hér í
Eyjafjarðarsveit sem sýndi mikla samstöðu og gleðin og jákvæðnin geislaði af hverju andliti sjálfboðaliða, sýnenda og gesta
þeirra.
Til hamingju með árangurinn ykkar
Stjórn Umf. Samherja.
Melgerðismelar 2009.
Opið stórmót hestamanna verður haldið á Melgerðismelum 21.-23. ágúst. Keppt verður í A- og B-flokki, barna- unglinga- og ungmennaflokki
og verður forkeppnin með þrjá inni á vellinum í einu. Einnig verður töltkeppni og kappreiðar með keppni í 100 m flugskeiði, 150 og 250 m
skeiði, 300 m brokki og 300 m stökki.
Vegleg peningaverðlaun verða í boði í kappreiðum og tölti, en 1. verðlaun verða 40 þús. 2. verðlaun 20 þús. og 3. verðlaun
10 þús. kr. í þeim greinum nema brokki og stökki, en þar verða 1. verðlaun 10 þús. og 2. og 3. verðlaun 5 þús. kr.
Skráning sendist í seinasta lagi þriðjudaginn 18. ágúst til Stefáns Birgis í netfang
herdisarm@simnet.is , eða síma 896 1249.
Skráningargjald kr. 2.500- fyrsta skráning og aðrar skráningar kr. 1.000- greiðist inn á bankar. 0162-26-3682, kt. 470792-2219
Mótið verður jafnframt gæðingakeppni Hestamannafélagsins Léttis.
Mótanefnd Funa.
Gámar fyrir brotajárn og timbur verða staðsettir við Stíflubrú og sunnan Leynings frá 14. –
26. ágúst n. k.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.
Atvinna
Starfsmaður óskast til baðvörslu í karlaklefa íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar. Um kvöldvaktir er að ræða.
Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 895 9611 og á netfangið
gudrun@krummi.is
601Jór.
601jor.blogspot.com er ný bloggsíða ætluð fyrir hestaáhugafólk í
sveitinni okkar, verið velkomin.
Kveðja, Edda Kamilla
eddakamilla@hotmail.com
Sumardagur á sveitamarkaði
Síðasti markaður sumarsins sunnudaginn 16. ágúst. Sveitavörur og heimaunninn varningur. Markaðurinn er í Gömlu Garðyrkjustöðinni og
opnar kl. 11. áhugasamir söluaðilar hafi samband við markaðsstjórn í síma 857 3700 (Margrét) eða sendi tölvupóst á
sveitamarkadur@live.com .
Fimmgangur
Vinnudagur á Melgerðismelum, verður laugardaginn 15. ágúst kl. 13. Félagsmenn mætið með vélorf hrífur sleggjur
og járnkarla því unnið verður við lagfæringu snyrtingu og valla fyrir stórmót sem verður 21.-23. ágúst.
Hestamannafélagið Funi.
Veiðidagur landeigenda Eyjafjarðarár.
Sunnudagurinn16. ágúst er veiðidagur landeigenda að Eyjafjarðará. þá er landeigenda og fjölskyldu hans heimilt að veiða fyrir sínu
landi. Hirða má tvo fiska í soðið á hverju landi. (sleppa hinum). Skrá skal fjölda fiska og lengdarmæla( skrá niður nr. á merktum
bleikjum, merki v. bakuggann). Upplýsingar ber að hringja inn hjá ágústi í Kálfagerði,4631294. Góða skemmtun.
Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár.
Laugardagurinn 15. ágúst á Smámunasafninu.
Nú er komið að enn einni búvélasýningunni, það er bara þannig að sumir fá aldrei nóg af vélum.
Búvélasafnarar sýna dráttarvélar og aðrar búvélar við Smámunasafnið sem verður að sjálfsögðu líka
opið með alla sína smámuni, rjúkandi kaffi og vöfflur.
Verið velkomin -Bestu kveðjur - SAFNARAR.
Aldursflokkamót UMSE.
Verður helgina 22-23. ágúst á íþróttaleikvanginum við Hamar. Nánari upplýsingar á heimasíðu umf. Samherja og UMSE
síðunni. Miðvikudagskvöldið 19. ágúst ætlum við að hafa æfingu fyrir stóra sem smáa allir samtaka nú við verðum
að stefna að því að vinna bikarinn fyrir stigakeppni UMSE í 3 sinn. Hlökkum til að sjá sem flesta.
íþróttaráð umf. Samherja.
Sölusýning hrossa verður á Melgerðismelum í tengslum við stórmót helgina 21.-23. ágúst. Skráning
með upplýsingum um nafn, lit, aldur, ættir, lýsingu og verð sendist á tölvupóstfang
fellshlid@nett.is í seinasta lagi þriðjudaginn 18. ágúst. Skráningargjald er kr. 1.000 á
hross. Nánari upplýsingar veitir ævar í síma 865 1370. Hrossaræktarfélagið Náttfari.
Sveitarstjórnarfundur. 372. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 18. ágúst 2009 og hefst
hann kl. 16:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu á skrifstofu sveitarinnar sem og á heimasíðu sveitarinnar
www.eyjafjardarsveit.is Oddviti