Auglýsingablaðið

1054. TBL 20. ágúst 2020

Auglýsingablað 1054. tbl. 12. árg. 20. ágúst 2020.


Frá Laugalandsprestakalli
Fermingarathafnir eru með ögn breyttu sniði þetta misserið líkt og annað í samfélaginu vegna smithættu og einungis nánustu aðstandendur hafa getað fylgt börnunum til kirkju hverju sinni. Unga fólkið þiggur þó að sjálfsögðu fyrirbænir og hlýjar hugsanir á fermingardaginn. Þau ungmenni sem fermast í Laugalandsprestakalli á þessu ári eru:

Kaupangskirkja sunnudaginn 31. maí
Matthildur Eir Valdimarsdóttir, Vaðlabyggð 9, 606 Akureyri

Munkaþverárkirkja 19. júlí
Berglind Heiða Gísladóttir, Munkaþverárstræti 8, 600 Akureyri

Akureyrarkirkja sunnudaginn 9. ágúst
Kolbrún Líf Elmarsdóttir, Jórunnarstöðum, 605 Akureyri

Munkaþverárkirkja sunnudaginn 16. ágúst
Ragnheiður Milla Bergsveinsdóttir, Baugakór 14, 203 Kópavogi

Kaupangskirkja laugardaginn 22. ágúst
Friðrika Ólöf Stefánsdóttir, Króksstöðum, 605 Akureyri

Grundarkirkja laugardaginn 29. ágúst
Guðlaug Árný Davíðsdóttir, Ránargötu 19, 600 Akureyri

Grundarkirkja sunnudaginn 30. ágúst
Aron Máni Sverrisson, Bakkatröð 9, 605 Akureyri
Björgvin Hrafn Brynjólfsson, Bakkatröð 1, 605 Akureyri
Eyþór Rúnarsson, Espiholti, 605 Akureyri
Fannar Nói Þorvaldsson, Bakkatröð 4, 605 Akureyri
Gabriele Rimkute, Kristnesi 9, 605 Akureyri
Ívar Arnbro Þórhallsson, Ysta-Gerði, 605 Akureyri
Kara Björt Tryggvadóttir, Skógartröð 1, 605 Akureyri
Laufey Lilja Hermannsdóttir, Móasíðu 9A, 603 Akureyri
Marín Mist Ingvadóttir, Teigi, 605 Akureyri
Marselína Freyja Þórarinsdóttir, Stekkjarlæk, 605 Akureyri
Trausti Hrafn Ólafsson, Sunnutröð 10, 605 Akureyri
Urður Emma Róbertsdóttir, Samkomugerði, 605 Akureyri

Munkaþverárkirkja sunnudaginn 30. ágúst
Emilía Dagbjört Guðmundsdóttir, Syðra-Laugalandi, 605 Akureyri
Margrét Dana Þórsdóttir, Tjarnagerði, 605 Akureyri
Marvin Páll Freysson, Uppsölum 1, 605 Akureyri



Vantar þig flatbrauð og kannski eitthvað fleira?

Nú er hægt að panta þær vörur hjá okkur sem við vorum með á mörkuðum Matarstígs Helga magra. Senda má pantanir með skilaboðum og/eða hafa samband í síma 866-2796 fyrir kl. 18:00 á föstudögum. Afhending á föstudagskvöldum kl. 20:00-21:00, við Laugarborg eða eftir nánara samkomulagi.

Vörur:
Flatbrauðspakki 600 kr.
Rabarbarachilisulta (góð með ostum, fisk- og kjötréttum) 800 kr.
Bekkjarýja/borðtuska, hekluð/prjónuð úr bómullargarni, þolir 60°C þvott 1.500 kr.
Margnota bómullarskífur 8 stk. í blúndupoka, þolir 60°C þvott 1.600 kr.

Með kaupunum styrkir þú góð málefni.
Kvenfélagið Iðunn.

 

 
Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsmann í hlutastarf.

Um er að ræða 50% stöðu í þrifum, öðrum tilfallandi verkefnum og afleysingu á deildum.

Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar.

Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi:
• Lipurðar í samskiptum
• Íslenskukunnáttu
• Reynslu og/eða menntun sem nýtist í starfi

Sjá nánar á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.esveit.is.

Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is.

Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst 2020. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Umsóknir skal senda til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is.

 

Getum við bætt efni síðunnar?