Auglýsingablaðið

781. TBL 07. maí 2015 kl. 09:44 - 09:44 Eldri-fundur

Kæru Eyfirðingar
Eins og þið vitið varð hér mikill bruni í gróðurhúsunum fyrir ríflega 6 vikum. Miklar skemmdir urðu á húsunum og búnaður eyðilagðist. Hingað dreif að fjölda fólks til hreinsunar og uppbyggingar, konur sveitarinnar komu færandi hendi með kökur, brauð, egg og fleira og haldinn var styrktarkvöldverður fyrir okkur á Lamb Inn þann 25. apríl síðastliðinn. Allt þetta varð okkur hvatning til uppbyggingar og áframhaldandi ræktunar. Við erum búin að kveikja ljósin í öðru gróðurhúsinu og vonandi getum við gert slíkt hið sama í stærra húsinu áður en langt um líður. Uppbygging gengur vel, hér eru vaskir smiðir í vinnu og við stefnum á að koma frá okkur uppskeru bráðlega, þó í litlum mæli fyrst en í júlí veður vonandi allt komið á fullan skrið. Við þökkum ykkur kærlega fyrir allan stuðninginn og hjálpsemina undanfarnar vikur. Þarna sannast hversu mikilvægt nærsamfélagið er okkur öllum.
Gangi ykkur allt í haginn kæru sveitungar.
Anna og Gísli í Brúnalaug

Vorfundur Iðunnar
Að þessu sinni verður vorfundur kvenfélagsins Iðunnar haldinn laugardaginn 9. maí í Félagsborg kl. 11:00.
Nýjar konur velkomnar. 
Stjórnin

Menningararfur Eyjafjarðarsveitar
Þriðjudaginn 12. maí verður í Félagsborg fundur um Menningararf Eyjafjarðarsveitar og hefst hann kl. 20:00. Ýmiss konar fróðleikur úr sveitinni. Rætt um skipulag næsta vetrar.
Allir alltaf velkomnir á fundi um menningararfinn.

Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Þann 4. maí kom göngunefnd saman hjá Ingu Gúst. Mættar voru Inga, Erna,
Guðný Ó og Sveinbjörg.
Niðurröðun á gönguferðum í sumar er eftirfarandi:

26. maí  Suður-bakki Eyjafjarðarár
2. júní Svalbarðseyri
9. júní Klettaborgir
23. júní Villingadalur
30. júní Djúpadalsá
7. júlí Innbærinn
14. júlí Grundarskógur
21. júlí Lystigarðurinn
28. júlí Melgerðismelar
4. ágúst Kjarnaskógur
11. ágúst Núpufellsháls
18. ágúst  Gengið með Gleránni
25. ágúst  Naustaborgir

 

Kæru sveitungar
24. sýning 9. maí Lokasýning UPPSELT
Freyvangsleikhúsið þakkar öllum þeim sem hafa heimsótt okkur í vetur.

Álfagallerýið auglýsir
Fullt af fallegu og vönduðu handverki, nýjar og spennandi vörur.
Opið frá kl. 13:00-17:00 um helgar.
Verið velkomin

 

Getum við bætt efni síðunnar?