Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með eftirfarandi tillögur að deiliskipulagi samkvæmt 1. mgr. 25. gr. skipulags-
og byggingarlaga nr.73/1997:
1. Deiliskipulag skógræktarlóða í landi Saurbæjar.
Tillagan gerir ráð fyrir 32 afmörkuðum skógræktarspildum á ca. 155 ha óræktuðu svæði úr landi Saurbæjar og eru 25
spildur ætlaðar til útleigu til skógræktar. Skógræktarfélag Eyfirðinga leigir svæðið til 50 ára af
landbúnaðaráðuneytinu. Heimilt verður að byggja aðstöðuhús á spildunum, sem ekki skulu vera stærri en 20 ferm. Aðkoma verður um
sameiginlega heimreið að Saurbæ og Hálsi.
2. Deiliskipulag fyrir 2 íbúðarhús í landi þórustaða 2.
Svæðið liggur milli heimreiðar að þórustöðum II og VII og lands áttunnar. Svæðið er 2.3 ha og þar er gert ráð fyrir
tveimur íbúðarhúsum. Aðkoma verður frá þjóðvegi 829 (Eyjafjarðarbraut eystri).
3. Deiliskipulag frístundasvæðis úr landi Bjarkar.
Svæðið, sem er nefnt Signýjarstaðir, liggur vestan þjóðvegar 829 (Eyjafjarðar-brautar eystri) neðan Háuborgar, sem er austan
þjóðvegarins. Svæðið er 1.7 ha að stærð og þar verður heimilt að byggja 3 frístundahús.
Auglýsing um tillögur þessar birtist í almennum auglýsingamiðlum í júlí 2007 en auglýsing í Lögbirtingablaðinu
misfórst. Tillögurnar eru því auglýstar á ný. þær verða til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að
Syðra-Laugalandi frá og með mánudeginum 11. feb. 2008 til og með mánudagsins 10. mars 2008. Frestur til að skila athugasemdum við tillögurnar er til og
með þriðjudagsins 25. mars 2008 og skal þeim skilað á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar fyrir kl. 16.00 þann dag. þeir sem ekki gera athugasemdir við
tillögurnar fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir þeim. áður innsendar athugasemdir og afgreiðsla þeirra halda gildi sínu.
Eyjafjarðarsveit 4. feb. 2008.
Sveitarstjóri.
----------
Deildarfundur Austur-Eyjafjarðardeildar KEA
Verður haldinn þriðjudaginn 19. feb. kl. 20:00 á öngulsstöðum
á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum um störf deilda félagsins
Deildarstjórn
----------
Frá Hrafnagilsskóla
Enn vantar okkur „gull og gersemar“!
Við auglýsum eftir skartgripum (ónýtum jafnt og heilum) og öðru glingri til að endurvinna í skartgripagerð. Við getum notað margs konar efni,
svo sem gler, málma, plast, tré og fleira. Einnig væri gott að fá skrautlegar tölur eða hnappa og skrautborða, t.d. glansandi tauborða eða
úr flaueli.
þeir sem vilja leggja okkur lið eru beðnir að koma verðmætunum til Nönnu ritara eða Guðrúnar á Stekkjarflötum.
Bestu þakkir til þeirra sem brugðust vel við auglýsingu um síðustu helgi.
Anna Guðmundsdóttir
----------
Frá Félagi eldri borgara í Eyjafirði
áður auglýst góublót (þorrablót) í Sveinbjarnargerði 23. febrúar n. k. hefst kl. 20:00. Allir 60 ára og eldri velkomnir.
Miðaverð kr. 3.500,-. Vinsamlegast látið vita um þátttöku fyrir 19. febrúar í síma
Heimas: 463 1203 gsm: 893 3862 Addi
" 463 1273 " : 847 1115 Erna
Nefndin
----------
Vígsla reiðskemmu og folaldasýning
Hestamenn, sveitungar og velunnarar. þann 23. febrúar kl. 13:30 verður formleg vígsla á nýrri reiðskemmu á Melgerðismelum auk
folaldasýningar. Stjórn Funa óskar eftir tillögum að nafni. Tillögur berist til Brynjars í Hólsgerði bréflega eða með
tölvupósti (holsgerdi@simnet.is) fyrir 17. febrúar.
Skráning á folaldasýningu er hjá:
Rósberg í s:695-7218, netfang midgerdi@gmail.com Jón Elvari í S: 892-1197, netfang hrafnagil@hrafnagil.is
Allir velkomnir.
Stjórn Funa
----------
Aðalfundur
Aðalfundur kvenfélagsins Iðunnar verður haldinn í Laugarborg laugardaginn 16. febrúar kl. 11 árdegis.
Hvetjum allar konur til að koma á fundinn og bjóðum nýjar félagskonur sérstaklega velkomnar.
Hlökkum til að sjá ykkur
Stjórnin
----------
þið munið hann Jörund í Freyvangi
Forsalan í fullum gangi!
Frumsýning föstudaginn 22. febrúar kl. 20.30 UPPSELT
önnur sýning sunnudaginn 24. febrúar kl 20.30 Laus sæti
þriðja sýning föstudaginn 29. febrúar kl. 20.30
Fjórða sýning Sunnudaginn 2. mars kl. 20.30
Fimmta sýning föstudaginn 7. mars kl. 19.00 ATH! BREYTTUR TíMI
Sjötta sýning laugardaginn 8. mars kl. 20.30
Sjöunda sýning föstudaginn 14. mars kl. 20.30
áttunda sýning laugardaginn 15. mars kl. 16.00 AUKASýNING - UPPSELT
Níunda sýning laugardaginn 15. mars kl. 20.30
Forsala aðgöngumiða á www.freyvangur.net
Einnig er hægt að ná beinu sambandi við miðasölu Freyvangsleikhússins á milli klukkan 16 og 18 virka daga í síma 857 5598
Freyvangsleikhúsið
FRá LAUGALANDSPRESTAKALLI
Sd 17. feb: Messa í Grundarkirkju kl.11:00
Sd 24. feb: Helgistund í Kaupangskirkju kl.21:00
Sd 2. mars: Fjölskyldumessa í Munkaþverárkirkju kl.11:00
Sd 9. mars: Helgistund í Hólakirkju kl.21:00
Sd16. mars: Messa í Kaupangskirkju kl11:00
Skírdagur 20. mars: Messa í Möðruvallakirkju kl.21:00.Altarisganga.
Föstudagurinn langi 21. mars: Helgistund í Munkaþverárkirkju kl.11:00
Páskadagur 23. mars: Messa í Grundarkirkju kl.11:00
Sd 6. apríl: Helgistund í Saurbæjarkirkju kl.21:00
Sd 13. apríl: Messa í Grundarkirkju kl.11:00
Laugardagur 19. apríl:Héraðsfundur í Akureyrarkirkju kl.10:00
Sd 20. apríl: Ferming í Munkaþverárkirkju kl 11:00
Laugardagur 26. apríl kl 11:00: Ferming í Hólakirkju kl. 11:00
Sd 27. apríl: Ferming í Grundarkirkju kl. 11:00
Hvítasunnudagur 11. maí: Ferming í Grundarkirkju kl.11.00
Hvítasunnudagur 11. maí: Ferming í Munkaþverárkirkju kl 13:30
Sd 18. maí: Helgistund í Kaupangskirkju kl .21:00.
þetta er birt með fyrirvara.
Megi friður ríkja í héraði.
Sóknarprestur
----------
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar
FUNDARBOð
341. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi,
þriðjudaginn 12. febrúar 2008 og hefst kl. 16:00
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar
1. 0802004F - Atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 52
1.1. 0801025 - Hugmynd að stofnun íþróttaskóla í íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
1.2. 0802014 - Ferðamál - Umræður á 52. fundi Atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar
1.3. 0802015 - Girðingar - Umræður á 52. fundi Atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar
1.4. 0802016 - ísland atvinnulíf og menning - Umræður á 52. fundi Atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar
1.5. 0802017 - Sameiginlegur fundur atvinnumála-, skipulags- og umhverfisnefnda
2. 0801010F - íþrótta- og tómstundanefnd - 119
2.1. 0801039 - Umsókn um styrk vegna æfingaferðar.
2.2. 0801022 - ósk um umsóknir v. 13. unglingalandsmóts UMFI 2010.
2.3. 0801025 - Hugmynd að stofnun íþróttaskóla í íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
2.4. 0801040 - önnur mál á 119. fundi
3. 0802002F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 97
3.1. 0708008 - Reykárhverfi III - deiliskipulag
3.2. 0707016 - Umsókn um iðnaðarlóð - JarðgerðarstöðTillaga að deiliskipulagi
4. 0802003F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 170
4.1. 0802002 - Málefni mötuneytis
4.2. 0802001 - Stefnumótun - almennir punktar
4.3. 0802020 - önnu mál. Skólanefnd 170. fundur
Almenn erindi
5. 0706020 - Embætti byggingafulltrúa Eyjafjarðarsvæðis
6. 0801033 - Uppskera og handverk 2007 - Skýrsla
Almenn erindi til kynningar
7. 0710008 - Nýting á heimavistarhúsnæði Hrafnagilsskóla
8. 0801037 - Boð um kynningu á verkefninu Norðurlandsskógum.
8.2.2008
Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.