Auglýsingablaðið

1067. TBL 18. nóvember 2020

Auglýsingablað 1067. tbl. 12. árg. 18. nóv. 2020.



Íþrótta- og tómstundastyrkur barna 2020 – frestur til 15. des.

Eyjafjarðarsveit veitir foreldrum/forráðamönnum barna og ungmenna á aldrinum
6-17 ára styrki vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar. Meginmarkmið íþrótta- og tómstundastyrkja er að stuðla að aukinni hreyfingu og félagsþátttöku barna í sveitarfélaginu. Styrkur er veittur vegna æfinga- og þátttökugjalda fyrir börn á aldrinum 6-17 ára með lögheimili í Eyjafjarðarsveit. Styrkhæft er hvers konar reglulegt íþrótta- og tómstundastarf.

Styrkur árið 2020 er fjárhæð 20.000 kr.
Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 15. desember.
Sótt er um rafrænt á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar – Umsóknir – Íþrótta- og tómstundastyrkur.

Til að fá styrkinn greiddan þarf að senda:
1. Afrit af reikningi þar sem fram kemur fyrir hvaða íþrótt eða tómstund er verið að greiða og fyrir hvaða barn.
2. Staðfestingu á greiðslu.
3. Reikningsupplýsingar til að leggja styrkinn inn á.



Fullveldishátíð fellur niður 2020

Menningarmálanefnd hefur ákveðið að vegna aðstæðna í þjóðfélaginu núna
verði ekki fullveldishátíð 1. des. í Laugarborg eins og undanfarin ár, því miður.
Menningarmálanefnd.



Bókasafn Eyjafjarðarsveitar er ennþá lokað fyrir heimsóknum.

Hægt er að hafa samband við safnið ef fólk vantar eitthvað að lesa og við finnum eitthvað sem hentar. Bókunum er síðan komið í póstkassa hjá viðkomandi. Hægt er að skila með sama hætti, þ.e. bækur settar í póstkassann, bókasafnið látið vita og þær síðan sóttar í kassann. Athugið samt að skiladagar á efni sem á að skila á næstunni verða framlengdir fram yfir það tímabil sem hertar samkomutakmarkanir og sóttvarnarreglur gilda. Endilega hafið samband og við finnum út úr þessu saman.
Hægt er að hringja í síma 464-8102 á milli 9:00 og 12:00.



Snyrtistofan Sveitasæla (Öngulsstöðum)

Húrra !!! Fæ loksins að dekra við ykkur aftur.
Opna 18. nóvember, nota andlitsmaska við allar meðferðir og vil biðja kúnna að gera slíkt hið sama á þessum covid tímum. Kúnnar sem finna fyrir kvef einkennum eru beðnir um að halda sig heima.
Hægt að fá allar helstu snyrtimeðferðir, nánari upplýsingar um meðferðir, verð og opnunartíma eru inná Facebook og hægt að senda mér skilaboð þaðan og panta tíma. Gjafabréf í dekur er tilvalin gjöf við öll tækifæri, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf.
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone og Skin Regimen í vinnuvöru og til sölu.
Tímapantanir í síma 833-7888, milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Símsvari eftir opnunartíma.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur.

 


Kvenfélagið Iðunn – Jólafundur 2. desember

Stefnt er að jólafundi 2. desember ef aðstæður leyfa. Fundarboð með nánari upplýsingum verður sent bréfleiðis.
Stjórnin.



Volare – tilvalið í jólapakkann

Fjölbreytt úrval af húð-, hár- og snyrtivörum.
Pantanir í síma 866-2796 eða á facebook; Hrönn Volare.

 


Alþjóðlegi klósettdagurinn er 19. nóvember

BARA
PISS, KÚKUR OG KLÓSETTPAPPÍR
MÁ FARA Í KLÓSETTIÐ

Við eigum öll okkar þátt í mengun í vatni og sjó og því er það í okkar höndum að draga úr henni. Það á aðeins þrennt að fara í klósettið: Piss, kúkur og klósettpappír. Klósettið er enginn staður fyrir eyrnapinna, bómullarhnoðra, blautklúta, smokka og annað rusl. Þessir hlutir eiga að enda í ruslatunnunni. Auðvitað er svo besta lausnin að nota sem minnst af einnota hreinlætisvörum.

Úrgangur í fráveitu er vandamál alls staðar á landinu. Auk þess að valda skaða á umhverfinu og rekstri fráveitukerfa, verða sveitarfélög fyrir miklum kostnaði þegar hreinsa þarf dælur og farga úrgangi sem berst í fráveitukerfin. Það erum jú við sem greiðum fyrir þjónustu við fráveiturnar – því meiri úrgangur, því meiri hreinsun þarf með tilheyrandi kostnaði. Þegar álag er mikið aukast einnig líkur á bilunum í búnaði þannig að skólp fer óhreinsað út í sjó sem getur valdið hættu bæði fyrir menn og dýr. Þá hafa húslagnir einnig stíflast vegna blautklúta, en þá lendir kostnaður við úrbætur sem og óþægindi á íbúum og eigendum.

Verkefnið „bara piss, kúk og klósettpappír í klósettið“ er samvinnuverkefni Umhverfisstofnunar og Samorku í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og heilbrigðisnefnda á landinu og er markmið þess að draga úr rusli í fráveitu og þar með álagi á umhverfið okkar.

VISSIR ÞÚ
*Hver einstaklingur notar að meðaltali 140 lítra af vatni á dag.
*Lyfjaleifum má alls ekki sturta í klósettið heldur á að fara með þær í næsta apótek eða endurvinnslustöð.
*Lyfjaleifar finnast í íslenskum vötnum og sjó og geta lyfjaleifar í umhverfinu haft skaðleg áhrif á sjávar- og landdýr.
*Blautþurrkur, smokkar, eyrnapinnar, tannþráður og annar úrgangur á að fara í ruslið.
*Ekki sturta niður blautþurrkum í klósett sem merktar eru af framleiðanda sem „flushable“ því þær valda einnig álagi á umhverfið og fráveitukerfin.

Nánari upplýsingar má sjá á vefsíðunni www.klosettvinir.is

 

Getum við bætt efni síðunnar?