Auglýsingablað 1090. tbl. 13. árg. 29. apríl 2021.
Sveitarstjórnarfundur
565. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 6. maí og hefst hann kl. 8:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Gámasvæði
Lokað verður laugardaginn 1. maí á gámasvæðinu.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.
Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur vegna áhrifa af Covid-19
Framlengdur frestur til 31. júlí 2021
Miðað er við að íþrótta- og tómstundaiðkunin fari fram á skólaárinu 2020–2021.
Athugið að hægt er að koma með kvittanir fyrir íþrótta- og tómstundastarfi sem greitt var fyrir í upphafi skólaárs eða frá hausti 2020.
• Umsóknarfrestur framlengdur til 31. júlí 2021
• Ekkert lágmarkstímabil iðkunar (t.d. falla leikjanámskeið og sumarbúðir undir skilyrðið)
• Hægt er að nýta styrkinn til að greiða keppnisgjald/mótsgjald
Nánari upplýsingar er að finna í frétt á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla, vorið 2021
Dagana 3.–7. maí stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir að skrá tilvonandi 1. bekkinga (börn fædd 2015) og einnig aðra nýja nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust. Á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning nemenda af svæðinu.
Þeir sem ætla að notfæra sér frístund næsta vetur (fyrir nemendur í 1.- 4. bekk) eru beðnir að tilkynna það þessa sömu daga (ekki bindandi skráning).
Skráning fer fram hjá ritara skólans milli kl. 9:00–15:00 í síma 464-8100.
Skólastjóri.
Snyrtistofan Sveitasæla (Öngulsstöðum)
Hækkandi sól kallar á meira dekur, láttu það eftir þér. Er einnig með gjafabréf.
Til að kaupa þau eða panta tíma er best að hafa samband í síma 833-7888 eða senda skilaboð gegnum facebooksíðu Snyrtistofunnar Sveitasælu https://www.facebook.com/snyrtistofansveitasaela. Nánari upplýsingar um þær meðferðir sem eru í boði og verð eru einnig inná síðunni undir liðnum ÞJÓNUSTUR.
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone og Skin Regimen í vinnuvöru og til sölu.
Tímapantanir í síma 833-7888, milli kl. 9:00-17:00 á daginn.
Símsvari eftir opnunartíma.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur.
Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga verður haldinn á Hótel Kjarnalundi þriðjudaginn 11. maí og hefst hann klukkan 19:30.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Vegna óvissu um fjöldatakmarkanir eru þátttakendur beðnir um að skrá sig á stjorn@kjarnaskogur.is með nafni, kennitölu og símanúmeri. Einnig er hægt að hafa samband í síma 866-4741.