Auglýsingablaðið

860. TBL 09. nóvember 2016 kl. 10:45 - 10:45 Eldri-fundur

Auglýsingablaðið
Skila þarf inn auglýsingum fyrir kl. 10:00 á þriðjudögum á esveit@esveit.is eða í síma 463-0600. Næsta blað kemur út fimmtudaginn 17.11.16

 

Sveitarstjórnarfundur
488. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Skólatröð 9, miðvikudaginn 16. nóvember og hefst hann kl. 15:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Sveitarstjóri

 

Ágætu sveitungar
Sunnudaginn 13. nóvember er messa í Möðruvallakirkju kl. 11:00.
Auðvitað eru allir velkomnir.
Bestu kveðjur í sveitina.
Sóknarprestur

 

Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Þóra Hjörleifsdóttir verður með fyrirlestur um Núvitund; í Félagsborg, fimmtudaginn 17. nóvember kl. 14:00.
Allir velkomnir.
Stjórnin

 

Kæru sveitungar
Miðvikudaginn 16. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Hrafnagilsskóla. Hátíðin hefst klukkan 13:00 í íþróttasal skólans og stendur til kl. 15:00. Nemendur munu flytja atriði í tali og tónum sem tengjast þema dagsins en í þetta skiptið er það fjölmenning. Einnig munu nemendur 7. bekkjar minnast Bólu-Hjálmars og flytja brot af kveðskap hans.
Nemendur í 10. bekk standa fyrir kaffisölu að lokinni dagskrá. Þar verður standandi hlaðborð og eru verð eftirfarandi:
0-5 ára ókeypis
1.-10. bekkur 700 kr.
Þeir sem lokið hafa grunnskóla 1.400 kr.

Einnig munu nemendur 10. bekkjar selja trébretti/ostabakka sem þau bjuggu til sjálf, jóladagatöl og gjafapakkningar sem innihalda kaffi og sælgæti.
Enginn posi er á staðnum. Ágóðinn rennur í ferðasjóð bekkjarins.

Allir hjartanlega velkomnir.
Nemendur og starfsfólk Hrafnagilsskóla

 

Spilavist- Spilavist
Hvar - Skólastofurnar Hrafnagilsskóla
Hvenær – Þriðjudagskvöldið 15. Nóvember
Klukkan hvað - 19:30
Aldurstakmark - 12 ára, yngri krakkar verða að vera í fylgd með fullorðnum.
- Enginn aðgangseyrir
- Flottir vinningar
Spilanefnd U.M.F Samherja

 

Námskeið í þjóðbúningasaum
Heimilisiðnaðarfélagið í samstarfi við Þjóðháttafélagið Handraðann, heldur námskeið í þjóðbúningasaum í húsnæði Handraðans að Laugalandi dagana 19. - 20. nóvember. Þetta er þriðji vetur þessa samstarfsverkefnis og hefur það gefist vel. Nemendur í vetur verða um 15 og enn er hægt að skrá sig en námskeiðið er að fyllast, hægt er að skrá sig á biðlista. Nemendur sinna ólíkum verkefnum og hafa nokkrar konur nú þegar lokið við peysuföt, upphlut eða faldbúning. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Heimilisiðnaðarfélagið. Eins er hægt að hafa samband við Kristínu Völu hjá Handraðanum í gegnum netfangið kristinbreidfjord@gmail.com

 

Ljósmyndasýning
Inga Dagný Eydal sýnir nú röð nokkurra ljósmynda í veitingasal Lamb-Inn að Öngulstöðum. Myndirnar eru allar teknar í Öngulstaðahreppi eða í nágrenni við Freyvang þar sem hún býr og eru til sýnis og sölu.

 

Jólatré úr Reykhúsaskógi
Við eigum enn talsvert af fallegu rauðgreni í skóginum sem bíður eftir jólunum. Þeir sem hafa áhuga á að fá keypt tré geta haft samband við okkur og annað hvort komið að velja sér tré eða beðið okkur að gera það. Trén verða keyrð heim til kaupenda í vikunni fyrir jól.
Áhugasamir hafi samband með tölvupósti anna.gudmundsd@gmail.com eða í síma 848-1888.
Anna og Páll í Reykhúsum

Getum við bætt efni síðunnar?