Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning
Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning skal vera skrifleg og undirrituð af heimilismönnum, 18 ára og eldri, til staðfestingar á þeim upplýsingum sem þar koma fram. Með umsókn skulu fylgja öll nauðsynleg gögn. Hafi umbeðin gögn ekki borist 45 dögum frá umsóknardegi er umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning synjað.
Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning 15-17 ára barna
Með umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning 15-17 ára barna þarf að fylgja húsaleigusamningur og staðfesting á námi barns. Hafi umbeðin gögn ekki borist 45 dögum frá umsóknardegi er umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning synjað.
Hér má nálgast reglur um sérstakan húsnæðisstuðning.