Sundlaug Eyjafjarðarsveitar
Nú er engin afsökun lengur fyrir að koma ekki í sund.
Opið kl. 6:30 -22:30 virka daga og kl. 10-18 um helgar.
0-15 ára, öryrkjar og 67 ára og eldri fá frítt í sund.
Fullorðnir 16-66 ára 370 kr
Sundlaug Eyjafjarðarsveitar
----------
Varðandi sorplosun
Vegna sumarleyfa, verður sorplosun í gamla Hrafnagilshreppi framkvæmd miðvikudaginn 30. júlí í stað föstudagsins 1. ágúst.
íslenska gámafélagið
----------
SUMARDAGUR á SVEITAMARKAðI
alla sunnudaga í sumar
Sveitavörur og heimaunninn varningur
Markaðurinn er í Gömlu Garðyrkjustöðinni og opnar kl. 11.
áhugasamir söluaðilar hafi samband við markaðsstjórn í síma 857 3700 (Margrét) eða sendi tölvupóst á
sveitamarkadur@live.com
FIMMGANGUR
-----------
Aukavinna
Starfsmann vantar í heimaþjónustu í Eyjafjarðarsveit. Hentar vel sem aukavinna. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar
s: 463 1335.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
-----------
Atvinna - húsnæði
Laust er til umsóknar starf húsvarðar í Tónlistarhúsinu Laugarborg.
í starfinu felst umsjón með útleigu, þrif og fl. Gerð er krafa um gott viðmót, reglusemi og snyrtimennsku.
Húsvörður þarf að vera búsettur í íbúð sem fylgir starfinu.
Umsóknarfrestur er til og með 5. ágúst 2008.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463 1335.
-----------
þökur
Túnþökur á tilboði fyrir íbúa í Reykárhverfi kr. 260.-m2 + vsk.
Stuttur afgreiðslufrestur
Upplýsingar gefur Jón í síma 892-1197
-----------
Stóðhestur
Stóðhesturinn Dósent frá Brún er til afnota á Hrafnagili.
Af 13 sýndum hafa 7 hlotið 1. verðlaun. Gefur fasmikil framfalleg hross með mikinn fótaburð. Verð á tolli kr. 40.000.-
Upplýsingar hjá Jóni í síma 892-1197 eða Rósberg í síma 695-7218
-----------
Aldursflokkamót UMSE
Kæru sveitungar við vildum minna á að í ágúst verður aldursflokkamót UMSE í frjálsum íþróttum haldið
á Akureyrarvelli. þetta mót er stigamót milli félaga innan UMSE, Samherjar hafa unnið þetta mót í tvö ár og gaman væri
að endurtaka það. Til þess að þetta verði hægt þá hvetjum við alla stóra sem smáa, unga sem aldna sem áhuga hafa að
dusta rykið af hlaupaskónum og mæta á æfingar hjá okkur og skrá sig svo á mótið, eiga þannig þátt í
því að halda bikarnum áfram í sveitinni. í ár verður í fyrsta sinn keppt í flokknum 30 ára og eldri og vantar okkur
sárlega í þann flokk en einnig vantar stelpur í flesta flokka. æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum frá klukkan 19:00-21:00.
áFRAM SAMHERJAR!!!!!!
Kveðja stjórn samherja.
-----------
!!!! Karlar ATHUGIð !!!!
Við minnum á karlareiðina í kvöld, 26. júlí. Mæting á Melgerðismela kl. 20:00 og lagt af stað eftir fordrykk kl. 20:30! Muna að koma
með kjötið, 1500 kr. og góða skapið!
Kveðja,
Ferðanefnd
-----------
Ferðalag
Félag aldraðra fer dagsferð í Bárðardal og Mývatnssveit fimmtudaginn 7. ágúst. Farið verður frá Laugarborg kl 9, farþegar
teknir við Lindina.
Hádegishressing í Kiðagili og kvöldverður á Stórutjörnum.
þátttökugjald kr. 5.000.- greiðist við upphaf ferðar.
Látið skrá ykkur fyrir 1. ágúst.
463-1153 og 861-2853 Jón
462-4912 Steingrímur
462-4933 óttar
-----------
Sveitaball á Marínu um verslunarmannahelgina
það verður ekta Eyfirskt sveitaball á Marínu laugardaginn 2.ágúst. Hljómsveitin í sjöunda himni rifjar upp stemmingu liðinna
ára,
Og þá Eyfirsku nætururrómantík sem var ríkjandi á sveitaböllum þar sem kynslóðabilið var brúað þegar allir
skemmtu sér saman
Ungir sem aðeins eldri og örlítið eldri en þeir og svo frv................
Takið nú fram dansskóna og drífið ykkur á Marínu