Auglýsingablaðið

1115. TBL 03. nóvember 2021

Auglýsingablað 1115. tbl. 13. árg. 3. nóvember 2021.

 


Mánudaginn 8. nóvember - Sundlaugin opin allan daginn
Mánudaginn 8. nóvember er starfsdagur í skólanum og ætlum við að hafa sundlaugina opna allan daginn, kl. 6:30-22:00.
Minnum á að það er frítt í sund fyrir íbúa sveitarinnar allan nóvember mánuð.
Hlökkum til að sjá ykkur í sundi.
Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar.



Sala á Neyðarkalli björgunarsveitanna fer fram dagana 4.-6. nóvember
Með því að kaupa Neyðarkallinn styrkir þið beint þá sveit sem keypt er af hverju sinni.

Við í Dalbjörgu ætlum að vera á ferðinni um Eyjafjarðarsveit þessa daga og biðjum við alla íbúa um að taka vel á móti sölufólki okkar þegar þau banka uppá.
Einnig bjóðum við upp á rafhlöður í reykskynjara eins og við höfum gert í mörg ár.

Neyðarkallinn kostar 2.500 kr. að þessu sinni.

Sveitin tekur líka við frjálsum framlögum og hægt er að leggja inn á reikning sveitarinnar:

Kt: 530585-0349
Rn: 0302-26-012482

Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn í gegnum árin.
Hjálparsveitin Dalbjörg.



Allra heilagra messa í Munkaþverárkirkju sunnudagskvöldið 7. nóvember kl. 20:00

Minnst verður látinna við bænagjörð. Kyrrðar- og íhugunarstund við kertaljós og fallegan söng kórsins undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar.

Sælir allir sáttfýsandi,
síðar friðarljós þeim skín,
friðarins Guð á friðarlandi
faðmar þá sem börnin sín. Sb. 201

Með bestu kveðju, Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur.



Leiðalýsing 2021
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi annast lýsingu leiða í kirkjugörðum í Eyjafjarðarsveit eins og undanfarin ár. Krossarnir verða settir upp áður en aðventan byrjar.
Þeir sem leigt hafa krossa undanfarin ár þurfa aðeins að tilkynna ef þeir hyggjast hætta lýsingu, annars eru krossar settir á sömu leiði og í fyrra.
Gjald fyrir hvern kross er kr. 3.500.-
Panta skal leigu á nýjum krossum hjá Hirti í síma 894-0283 eða Stefáni í síma 864-6444. Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi.



Fjáröflun
Kvenfélagið Iðunn hefur til sölu; dagbókina Tíminn minn 2022, eftir íslensku listakonuna Björgu Þórhallsdóttur.
Dagbókin er sniðin fyrir konur, full af góðum ráðum og jákvæðni.
Ein vika er á hverri opnu og er skemmtilega myndskreytt. Ýmislegt er að finna í bókinni eins og yfirlit yfir árin 2022 og 2023, ferðaáætlun ársins, jólagjafalista og fleira skemmtilegt.
Bókin kostar 4.000 kr. og rennur allur hagnaður í Hjálparsjóð.
Katrín Ragnheiður tekur við pöntunum á netfangið katrinrg@simnet.is eða í síma 858-1455.



Hæhæ!
Við erum tvær stelpur hér úr sveitinni og ætlum að hafa fatabása þar sem við verðum með ný og notuð, vel með farin föt til sölu.
Við verðum með barnaföt, bæði á stráka og stelpur, í stærðum 56-92, konu og karlaföt í stærðum xs-l, yfirhafnir og skó.
Við verðum í Laugarborg miðvikudaginn 10. nóvember frá klukkan 17:00-22:00.
Það verður ekki posi á staðnum en hægt verður að borga með pening eða leggja inn.
Við verðum með léttar veitingar og kósý stemningu.
Vonumst til að sjá sem flesta, endilega kíkið við :-)

 


Öxin-Agnes og Friðrik
Magnús Ólafsson flytur einleik sinn á Lambinn á laugardaginn kemur kl. 16:00. Íslensk frásagnarlist eins og hún gerist best. Fimbul Cafe er með veitingar í hléinu og veitingastaður opinn að sýningu lokinni.
Bókanir á lambinn@lambinn.is og í síma 463-1500.

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?