Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsfólk - framtíðarstarf.
Um er að ræða 100% stöðu – blönduð störf, afleysing og síþrif.
Starfsmaður með menntun og/eða reynslu sem nýtist í starfi, óskast til starfa í leikskólanum Krummakoti.
Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi:
• Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
• Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf
• Lipurð í samskiptum
• Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is og Inga Bára Ragnarsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 464-8120, netfang ingabara@krummi.is.
Umsóknarfrestur er til og með 15. júní 2018. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Umsóknir skal senda til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is.
Vorfundur
Kvenfélagið Hjálpin heldur vorfund sinn 10. júní á Brunirhorse kl. 20:00. Á dagskrá eru venjuleg fundarstörf og Kristín Vala kemur og kynnir starfsemi Handraðans. Hugga verður með súpu og eftirrétt handa okkur og hvetjum við áhugasamar konur (og karla) til að koma og kynna sér starfsemina hjá okkur.
Stjórnin
Töfrasýningar
Laugardaginn 9. júní verða tvær Töfrasýningar með Einari Mikael í Gamla Bænum á Öngulstöðum þar sem Þjóðsögurnar úr Eyjafirðinum verða sagðar með töfrum og göldrum.
Áhorfendur ferðast aftur í tímann þegar Álfar og Huldufólk voru stór partur af daglegu lífi fólks þegar fólk treysti á töframátt álfanna.
Miðaverð er 2.000 kr.
Fyrri sýningin byrjar kl. 19:30 og seinni sýningin byrjar kl. 21:00.
Hægt er að panta miða með því að senda tölvupóst á tofrahetjurnar@gmail.com.
Sýningin er fjölskylduvæn 50 mínútna löng.
Einungis eru 30 miðar í boði á hvora sýninguna.
Óska eftir vinnu í sveit
Er 15 ára sterkur og hraustur strákur sem óskar eftir að komast í sveit í styttri eða lengri tíma. Nánari upplýsingar í 788-6994 eða atlithor2920@gmail.com.
Kveðja, Atli Þór Jóhannsson.
Ungfolahólf Náttfara
Sleppt verður í ungfolahólf Náttfara nk. föstudag 8. júní kl. 20:00. Pantanir sendist með upplýsingum um lit, aldur, örmerki og eiganda á holsgerdi@simnet.is.
Nánari upplýsingar veita: Jóna 894-0700 og Einar 863-1470.
Allir folar skulu vera örmerktir.
Stjórn Náttfara
Snyrtistofan Sveitasæla
Eru fótsnyrtingar bara fyrir konur ?
Nei, fótsnyrtingar eru líka fyrir karlmenn þó þeir séu oft tregari að mæta vegna fordóma um að þetta sé eitthvað pjatt. Í fótsnyrtingu er sigg fjarlægt, neglur klipptar og pússaðar niður með sérstökum fótabor. Ef þú átt erfitt með að beygja þig og snyrta á þér fæturnar eða ert með þykkar neglur sem erfitt er að klippa, þá er ég með réttu klippurnar og tilbúin að gera verkið fyrir þig. Í lok fótsnyrtingar fær kúnninn dásamlegt fótanudd með hágæða fótakremi sem mýkir húðina og gefur henni næringu.
Ég hvet alla þá sem ekki hafa farið í fótsnyrtingu að prufa að koma og ég þori að lofa vellíðan á líkama og sál á eftir. 10% afsláttur af fótsnyrtingum í júní :)
Allar helstu snyrtimeðferðir í boði og gjafabréf sem eru hentug gjöf við öll tækifæri. Til að nálgast gjafabréf eða panta tíma þá hringið í síma 833-7888, milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 svarar símsvari og þá er um að gera að tala inná hann og ég mun hafa samband við fyrsta tækifæri.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.
Kæru vinir !
Í tilefni 50+50 = aldarafmælis, blásum við til hlöðupartýs í Hólsgerði laugardagskvöldið 16. júní nk. Fjörið hefst klukkan 20:00 og verður langt fram á nýjan dag.
Velkomnir eeeeeen það væri gott að vita þátttöku, sendið línu þið sem stefnið á að koma á netfangið holsgerdi@simnet.is. Hlökkum til að sjá ykkur!
Brynjar og Sigga Hólsgerði.