Kæru Iðunnarkonur
Jólafundur Kvenfélagsins Iðunnar verður haldinn fimmtudagskvöldið 10/12 2009
kl. 20. Hittumst og eigum notalega stund saman við kertaljós og jólasögur.
Nýjar konur velkomnar
Kv. stjórnin
Tónleikar í Laugarborg laugardaginn 5. desember kl 14:00
Flytjendur:
áshildur Haraldsdóttir, þverflauta
Katie Elizabeth Buckley, harpa
Gestaflytjendur: Kór Hrafnagilsskóla.
á efnisskránni verða tónverk fyrir flautu og hörpu sem og íslensk og erlend jólalög.
Tónlistarfélagið FRóN – Tónlistarhúsið Laugarborg.
Foreldrafélag Krummakots auglýsir.
Minnum á jólaföndrið laugardaginn 5. desember kl. 13-15 í Krummakoti. Grípið endilega smá klink með upp í efniskostnað.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest, eigum góða og skemmtilega stund með börnunum okkar.
Foreldrafélagið
Frá félagi aldraðra í Eyjafirði!
Jólahlaðborð verður að Hrafnagili í húsnæði félagsins 11. des. n. k.
Húsið verður opnað kl.19.00. og borðhald hefst kl. 19.30. ætlast er til að fólk komi með jólapakka með sér (þarf ekki að vera
svo dýrt innihald).
Nefndin.
Sunnudagaskólinn:
Jólasamvera sunnudagaskólans verður í Hjartanu í Hrafnagilsskóla næsta sunnudag (6.des) milli kl. 11 og 12.
Við bjóðum upp á notalega jólastemmningu, söng, föndur og fáum örugglega einhverja góða gesti í heimsókn! Hlökkum til
að sjá ykkur!
Brynhildur, Katrín, Hrund og Hannes
æskulýðsstarf Funa
Krakkar hittumst í Ysta-Gerði sunnudaginn 6. des. kl. 13:00 og höldum áfram að skipuleggja atriði fyrir æskuna og hestinn 2010. Mikilvægt er að allir
mæti sem hafa áhuga á að taka þátt.
Kveðjur Sara
Atvinna:
Margan hefur múrað vegg,
múrnum kann að sletta.
Flota gólf og flísar legg,
fæst við hitt og þetta.
Tek að mér múrverk stórt og smátt, flotun – flísalagnir – viðgerðir - steypuvinnu. Upplýsingar í síma 892 1264 –
463 1265 Valdi
Sveitarstjórnarfundur
378. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, föstudaginn 11. desember n.k. og hefst hann kl. 17:30. á dagskrá
verður síðari umræða um fjárhagsáætlun 2010 en að öðru leyti verður dagskrá fundarins auglýst á
upplýsingatöflu á skrifstofu sveitarinnar sem og á heimasíðu sveitarinnar, ww.eyjafjardarsveit.is, þegar nær dregur.
Sveitarstjóri.