Umsjónaraðili óskast
íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar auglýsir eftir einstaklingi til að sjá um íþróttaskóla fyrir börn
á aldrinum 3-5 ára. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar og skal umsóknum skilað á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
Nánari upplýsingar veitir ármann Ketilsson í síma 897-6036.
íþrótta- og tómstundanefnd
óskilamunir frá þorrablóti
Vakin er athygli á því að enn eru ósóttir óskilamunir frá þorrablótinu í afgreiðslu sundlaugar Hrafnagilsskóla.
þar eru t.d. jakki, skór og fleira smálegt. Athugið málið sem fyrst ef þið hafið saknað einhvers síðustu vikurnar!
Kær kveðja, fráfarandi þorrablótsnefnd
þakkir
Fráfarandi þorrablótsnefnd vill koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra sem lögðu sitt af mörkum til að
þorrablótið gæti orðið eins skemmtilegt og raun bar vitni. það voru fjölmargir sem lögðu hönd á plóg og við erum afar
ánægð með afraksturinn.
Einnig viljum við óska nýrri þorrablótsnefnd heilla í sínum störfum, það er mikil stemning að vinna að þessum stóra
viðburði í sveitinni – og ekki síst þrælskemmtilegt!
Kær kveðja, fráfarandi þorrablótsnefnd
Kvenfélagið Aldan-Voröld
Aðalfundur verður haldinn í Félagsborg laugardaginn 19. febrúar n.k. kl. 12:00.
Munið eftir árgjaldinu. Nýjar félagskonur velkomnar. Sjáumst hressar og kátar.
Stjórnin
Kvenfélagið Hjálpin
Aðalfundur Kvennfélagsins Hjálparinnar verður haldinn föstudagskvöldið 4. mars nk. kl. 20.30. Staðsetning verður auglýst
síðar.
Kveðja stjórnin
Kæru Iðunnarkonur
Næsta Iðunnarkvöld verður 23. febrúar 2011 í fundarherbergi Laugarborgar kl. 20:00 þar sem við ræðum bækur, prjónum, heklum, saumum
eða bara spjöllum.
Kærar kveðjur, stjórnin
Sælir sveitungar
ég mun selja og þjónusta Yara áburðinn frá Sláturfélagi suðurlands í vor. Einnig er til sölu rúllunet, rúlluplast,
garn fyrir stórbagga og rúllur og verið er að undirbúa sölu á fóðurblöndum fyrir kýr hér á norðurlandi.
Verð kominn frá Noregi, þriðjudaginn 22. febrúar. Síminn er 894-6946.
Sjáumst og heyrumst.
Kveðja, Benedikt Hjaltason
Húsnæði óskast
Erum 4ja manna fjölskylda sem óskar eftir 4-5 herbergja íbúð/húsi í nágrenni Akureyrar. Gæludýr verða að vera leyfð. Erum
skilvís og reglusöm. Frekari upplýsingar hjá Hafdísi í síma 865-0707 eða á netfangið
hafdisben@internet.is
Hafdís
HJáLP!!
Við erum par með börn og dýr og okkur bráðvantar húsnæði á Akureyri eða í nágrenni. Við stefnum á flutning
sem fyrst og getum skilað góðum meðmælum. Erum reglusöm og skilvísum greiðslum heitið. Ef einhver veit um hús til leigu þá
endilega hafið samband við Einar í síma 893-3426 eða á
einar.sveinn@112.is
Einar Sveinn Ragnarsson
ágætu sveitungar
Liggja hjá ykkur leikföng sem allir eru hættir að nota og þið til í að láta? Við myndum þiggja alls kyns leikföng fyrir börnin
í skólavistuninni en þau eru á aldrinum 6-10 ára. Má sem dæmi nefna playmobil, lego (t.d. tæknilego), spil, púsl og fleira en allt
kemur til greina :-) Hægt er að hafa samband við Nönnu ritara í 464-8100. Bestu kveðjur úr Hrafnagilsskóla, starfsfólk skólavistunar
Góðir sveitungar
í Gnúpufelli er 15 hektara gamalræktað tún til leigu. Hafi einhver áhuga þá sendið mér póst.
þar þarf að taka fram:
1. leigutíma,
2. hvort eða hve mikið yrði borið á ha,
3. ef um fyrirhugaða endurræktun yrði að ræða,
4. leiguverð per. ha. miðað við áætlaða nýtingu.
Kveðja Ingibjörg Bjarnadóttir
Freyvangsleikhúsið kynnir: Góði dátinn Svejk
Góði dátinn Svejk er eitt vinsælasta gamanleikrit síðari ára. -Josef Svejk er seinheppinn en æðrulaus með afbrigðum. Hann viðurkennir
fúslega að hann sé hálfbjáni og gerir einfaldlega allt sem honum er sagt að gera, nema að taka af sér þennan heimskulega aulasvip. Skemmtileg og
lifandi sýning með glensi og tónlist.
Föstudagur 25. febrúar - frumsýning - örfá sæti laus
Laugardagur 26. febrúar - 2. sýning - Laus sæti
Leikgerð: Colin Teevan
Leikstjóri: þór Tulinius
Tónlistarstjóri: Hermann Ingi Arason
Miðaverð kr.2.900. Hægt er að nálgast miða:
-Hringja í síma 857-5598 frá kl.17:00 virka daga og 10:00 um helgar
-í Eymundsson Akureyri, 2. hæð (ekki tekið við kortum)
-á
www.freyvangur.net
Gefum hópum afslátt og erum í samstarfi við Ferðaþjónustuna öngulssöðum varðandi sýningu, gistingu og mat.
Freyvangsleikhúsið