áramótakveðja
Sendum öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar bestu óskir um gleðilegt nýár,
með þökkum fyrir ánægjuleg samskipti á líðandi ári.
A.t.h: Skrifstofan verður lokuð föstudaginn 2. jan. n.k.
Sveitarstjórn og starfsfólk á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar
Varðandi hross og flugelda
Minnt er á að nú nálgast tími púðurskota og flugeldasýninga með öllum þeim fyrirgangi sem slíku fylgir. þótt
margir hafi gaman af á það ekki við um hross, en mörg dæmi eru um að þau hafi fælst í hamaganginum og orðið sér að
tjóni. Bæði eigendur þeirra og aðrir sem fara með flugelda þurfa að taka tillit til þessa og fara með gát.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Frá Leikskólanum Krummakoti
Kæru foreldrar
áætlaður endurmenntunardagur hefur verið færður til. Samkvæmt skóladagatali og auglýsingum í forstofum leikskólans er hann
mánudaginn 5. janúar en hefur verið færður til föstudagsins 2. janúar.
Sem sagt leikskólinn er lokaður föstudaginn 2. janúar en ekki mánudaginn 5. janúar.
Kær kveðja og megið þið eiga yndisleg jól, þorvaldur þorvaldsson.
Folalda- og ungfolasýning Náttfara 2009
Folalda- og ungfolasýning hrossaræktunarfélagsins Náttfara í Eyjafjarðarsveit fer fram laugardaginn 10. janúar kl.13.30 á Melgerðismelum. Keppt
verður í flokki mer- og hestfolalda en einnig ungfola fæddir 2006 og 2007.
Skráning er hjá Jóni Elvari í síma 892 1197 og á e mail
hrafnagil@hrafnagil.is eða
hjá Rósberg í síma 695 7218 og á e mail
midgerdi@gmail.com Koma þarf fram nafn, uppruni,
kyn, litur, faðir, móðir og eigandi. Síðasti skráningardagur er þriðjudagur 6. janúar.
Sýningarstjórn.
Flugeldasalan Hrafnagilsskóla
30. des opið 10:00-22:00 - 31. des opið 10:00-16:00
Flugeldasala fyrir þrettándann verður í Bangsabúð 6. janúar 2009 kl. 10:00-16:00.
Ps. Erum að safna gömlum gsm símum sem lið í fjáröflun. Hvetjum alla sveitunga
til að koma með gömlu ónothæfu símana sína með á sölustað.
Hjálparsveitin Dalbjörg
Sveitarstjórnarfundur
362. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 6. janúar 2009 og hefst kl. 16:00. Dagskrá fundarins
má sjá á upplýsingatöflu á skrifstofu sveitarinnar sem og á heimasíðu sveitarinnar www.eyjafjardarsveit.is
30.12.2008 -Guðmundur Jóhannsson, sveitarstjóri.
Frá íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
Um áramót tekur gildi nýr opnunartími Sundlaugar Eyjafjarðarsveitar.
Mánudaga – föstudaga 6:30-20:00
Laugardaga og sunnudaga 10:00-17:00
Forstöðumaður