Eyvindur - óskalisti
Kæru sveitungar, við auglýsum sérstaklega eftir smásögum og frásögnum þetta árið og hægt er að senda inn efni á
netfangið
abs1@hi.is eða að koma því til ritnefndarmanna.
Ritnefnd: Benjamín, Páll, Hannes og Dísa
Frá Laugalandsprestakalli
ágætu sveitungar.
Kirkjuskólinn í Hrafnagilsskóla hefur farið vel af stað og ég minni á næsta skipti 25. OKTóBER kl.11:00 í Hjartanu í
Hrafnagilsskóla. Umsjónarmenn eru þær Brynhildur Bjarnadóttir og Katrín Harðardóttir ásamt sóknarpresti
Næsta sunnudag 19. október er messa í Kaupangskirkju kl. 11:00.
Organisti er Petra Björk Pálsdóttir.Sóknarbörn lesa ritningarlestra.
Kv. Hannes
Sundleikfimi fyrir aldraða
Kæru sveitungar. Nú er sundleikfimi fyrir eldri borgara að fara aftur í gang í Kristneslauginni undir stjórn Kirstenar Godsk,
sjúkraþjálfara. Sú breyting verður á í vetur að tímarnir verða á miðvikudögum kl. 15:00.
Fyrsti tíminn er miðvikudaginn 22 október. Um er að ræða 10 skipti fram til jóla, þátttakendum að kostnaðarlausu.
Mætum nú öll hress og kát og styrkjum líkama og sál með liðkandi æfingum í vatninu.
íþrótta- og tómstundanefnd
Eyjafjarðarsveitar
Athugið
Hjónarúm til sölu, er sem nýtt. Keypt í Ikea sl. sumar. Upplýsingar í síma 869 9561. Einnig fást gefins tvær sætar
læður eins og hálfsmánaða gamlar , búnar að læra allt sem kettir gera (ekki samt veiða ennþá !). Liturinn er þokugrár
með bröndu ívafi.
Upplýsingar gefur Auður í síma 869 8430 eða 4631145
Bruna-félagar
Takið frá föstudagskvöldið 31. október.
æfingagjöld Umf. Samherja
æfingagjöld íþrótta á vegum Umf. Samherja fyrir 16 ára og yngri eru kr. 8.000 fram að áramótum en þriðja og fjórða
(og fimmta :-)) barn í systkinahópnum fær frítt. æfingagjaldið er einungis eitt hvort sem viðkomandi tekur þátt í einni
íþróttagrein eða þeim öllum. Um að gera að prófa sem flest.
Ef kreppir að í fjármálum fjölskyldunnar vill félagið ekki að það komi í veg fyrir þátttöku barnanna í
íþróttum. Ef svo háttar til þá er hægt að hafa samband við formann eða gjaldkera félagsins og viðkomandi sleppur við innheimtu
og slíkt fyrirkomulag er að sjálfsögðu trúnaðarmál. Við skulum láta hag barnanna ganga fyrir, það verða alltaf aðrar
leiðir til að láta gott af sér leiða fyrir félagið í framtíðinni.
Stjórnin
Auglýsing – Tilboð
Nú þegar heyskap er lokið viljum við minna íbúa Eyjafjarðarsveitar á verktakaþjónustu okkar.
Jarðvinnsla, plæging, tæting og jöfnun
Skítkeyrsla úr fjós- og fjárhúskjöllurum
Skurðgröftur og skurðahreinsun
Túnvega og ræsagerð
Jarðvegsskipti, bjóðum upp á góða möl
Snjómokstur af heimreiðum og plönum
Afleysingar í fjósum, fjárhúsum og hesthúsum.
Nánari upplýsingar veita:
Aðalsteinn s: 863 1207
Garðar s: 894 5383
Hlynur s: 895 5899
Vanir menn og vönduð vinna. Fljót og góð þjónusta.
Veittur er 10% „kreppu“-afsláttur til þeirra sem panta vinnu fyrir 10. nóvember.
GK verktakar ehf
Frá Umf. Samherjum – Sund, blak, skák og kvennafótbolti.
Sundæfingar
Sundæfingar Samherja byrja þriðjudaginn 21. október. æfingarnar eru fyrir alla sem hafa áhuga á að æfa sund og eru strax að loknum
skóla á þriðjudögum og föstudögum. Aðalþjálfari og umsjónarmaður er Sigurlín Grétarsdóttir.
Skákæfingar
Skák er einnig að fara af stað og munu hefjast mánudaginn 27. október. Skákæfingar verða á mánudögum frá klukkan 14:00 –
16:00, miðvikudagskvöldum frá klukkan 19:00 – 21:00 og á fimmtudögum frá 13:30 - 14:30. Skák er holl og góð íþrótt
og hentar öllum aldurshópum og báðum kynjum. Umsjónarmaður skákæfinga er Grétar þorleifsson.
Blakæfingar
Blakæfingar fyrir fullvaxna eru loksins að byrja og verða þær á sunnudagskvöldum frá klukkan 19:00 – 21:00 og eru ætlaðar báðum
kynjum. þjálfari er Ivan Falck Petersen.
Kvennafótbolti
Innanhússfótbolti fyrir konur hefst einnig núna um helgina og verða þær á sunnudagskvöldum milli 21:00 og 22:00.
Aðrar æfingar Samherja halda áfram samkvæmt stundaskrá, sem stefnt er á að dreifa með næsta sveitapósti, en þó er rétt
að minna á að frjálsar íþróttir á fimmtudögum falla því miður niður fram að áramótum.
Minnum á heimasíðuna,
www.samherjar.is þar sem þessar upplýsingar og fleiri liggja.
Stjórnin
Mjög fallegir Labrador hvolpar fást gefins
Erum með 4 hvolpa sem eru fæddir þann 17. ágúst. þetta eru 3 hundar og 1 tík. Pabbinn er hreinn labrador og er í ættbók en mamman er
blönduð. Báðir
foreldrar eru virkilega geðgóð.
Hvolparnir eru svartir að lit og með smá hvítu þeir virðast vera vel greindir og geðgóðir, ættu að geta orðið góðir
bæði sem veiðihundar og sem smalahundar. Hvolparnir hafa nú þegar verið ormahreinsaðir og bólusettir.
Upplýsingar í síma 660 2953 og 463 1565 þorgerður