Fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
Fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 19. ágúst kl.15.00 í fundarstofu 2, Skólatröð 9.
Handverkshátíð 6.-9. ágúst 2015
Við hvetjum íbúa Eyjafjarðarsveitar til að fjölmenna á hátíðina.
Á heimasíðunni www.handverkshatid.is má sjá sýnendur, skipulag svæðisins og dagskrá sýningarinnar.
Bestu kveðjur, stjórn Handverkshátíðar 2015
Ekki missa af þessu!
Uppskeruhátíð og kvöldvaka Handverkshátíðar verður haldin laugardagskvöldið
8. ágúst kl. 19:30. Matreiðslumenn Greifans sjá um glæsilega grillveislu. Veislustjóri verður Guðni Ágústsson fyrrum ráðherra.
Þeir sem fram koma eru kór Laugalandsprestakalls, Freyvangsleikhúsið, Sara Blandon, Óskar Pétursson, Lára Sóley og Hjalti. Miðaverð er 4.100 kr. fyrir fullorðna og 2.200 kr. fyrir börn.
Komið, njótið og styrkið um leið félagsstarf í Eyjafjarðarsveit
Álfagallerýið Teigi Eyjafjarðarfjarðarsveit
Markaðsdagar verða um handverkshelgina 8. og 9. ágúst n.k.
Nánari upplýsingar og skráning í síma 820-3492.
Opið alla daga frá kl. 13:00-17:00.
Verið velkomin
Sjálfboðaliðar óskast fyrir Samherja á Handverkshátíð
Handverkshátíðin er nú byrjuð og enn vantar sjálfboðaliða á vaktir í veitingasölu og í eldhús. Allir eru velkomnir í vinnu fyrir Samherja, iðkendur, foreldrar og aðrir sem láta sér annt um starfsemi félagsins.
Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Óskar í síma 869-2363.
Framhaldsskólaakstur veturinn 2015-2016
Framhaldsskólanemendur sem ætla að nýta sér akstur á vegum sveitarfélagsins næsta skólaár eru beðnir um að hafa samband við skrifstofuna í síma 463-0600 eða með tölvupósti á esveit@esveit.is fyrir 20. ágúst n.k.
Verð fyrir hvora önn er 15.000 kr.
Akstursáætlun verður birt þegar fyrir liggur hverjir ætla að nýta sér aksturinn. Reiknað er með að bíllinn verði kominn í VMA/MA ekki seinna kl. 8:10.
Heimkeyrsla verður alla virka daga frá MA kl: 16:30 og VMA kl: 16:35
Ef aðrir en framhaldsskólanemar hafa áhuga á að nýta sér þessar ferðir eru þeir einnig beðnir um að hafa samband fyrir 20. ágúst n.k.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Atvinna
Óskum eftir að ráða manneskju í mjaltir og annað tilfallandi frá og með haustinu. Reykleysi og reglusemi nauðsynleg.
Frekari upplýsingar í síma 862-6832 eða 846-9024.
Þórir og Sara Torfum
Hannyrða-kaffihús og Handverkshátíð
Við viljum minna á Hannyrða-kaffihúsið á Smámunasafninu sem er alla fimmtudaga milli kl. 13:00 og 16:00. Ávallt heitt á könnunni :)
Í tilefni af Handverkshátíðinni á Hrafnagili um komandi helgi, verður helmings-afsláttur af miðaverði á Smámunasafnið fyrir gesti og sýnendur.
Verið hjartanlega velkomin í skemmtilega heimsókn.
Kveðjur, stúlkurnar á Smámunasafninu