Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Opnunartímar bókasafnsins fram að sumarlokun eru sem hér segir:
Mánudagur kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudagur kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudagur kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Föstudagar kl.
10:30-12:30
Síðasti útlánadagur er 31. maí.
Skólslit Tónlistarskóla Eyjafjarðar verða á Grenivík
(gamla skólahúsinu)
mánudagskvöldið 27. maí kl. 20:00.
Skólastjóri
Innritun í Tónlistarskóla Eyjafjarðar fyrir næsta
skólaár er framlengt til föstudagsins 24. maí. Laust pláss er í saxófónnám og fyrir fullorðna í söngdeild.
Skólastjóri
Frá Laugalandsprestakalli
Messa í Kaupangskirkju sunnudaginn 26 maí kl. 13:30.
Vilhjálmur Ingi Sigurðarson leikur á trompet.
Allir velkomnir, Hannes
Kettir og fuglar
Nú fer varptíminn í hönd og þá er vert að minna á 11. gr. samþykktar um hunda og kattahald, en þar segir: „Eigendum og
forráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að hengja bjöllu á ketti og eftir atvikum
takmarka útiveru katta.”
Nauðsynlegt er að halda fjölgun katta í hófi. Vanti kattagildru eða aðstoð við fækkun katta má hafa samband
við Davíð í síma 895-4618.
Sveitarstjóri
Smámunasafn Sverris Hermannssonar
Starfsfólk Smámunasafnsins vill þakka Guðrúnu Steingrímsdóttur, sem nú hefur látið af störfum sem umsjónarmaður
þess, fyrir vönduð og vel unnin störf síðastliðin tíu ár. Við óskum henni gæfu og gleði í öllu því er
hún tekur sér fyrir hendur á næstu árum.
Nýr umsjónarmaður Smámunasafnsins, Berglind Mari Valdemarsdóttir, tekur spennt við keflinu af Guðrúnu og hlakkar til að sjá sem flesta
á safninu í sumar.
Smámunasafnið opnaði á ný þann 15. maí og verður opið daglega til 15. september. Við viljum benda á
breyttan opnunartíma safnsins, en hann er frá kl. 11:00 til kl. 17:00. Að sjálfsögðu verða áfram seldar ljúffengar vöfflur ásamt sultu
og rjóma á kaffihúsi þess. Kveðja, starfsfólk Smámunasafnsins
Vorfundur kvenfélagsins Iðunnar verður haldinn í Félagsborg laugardaginn
25. maí kl. 11:00. Veitingar í boði 1. flokks. Munið kaffihappdrættið. Nýir félagar velkomnir. Sjáumst hressar.
Stjórnin
Prjónanámskeið í tvöföldu prjóni
Sunnudaginn 9. júní kl. 13:00-16:00. Námskeiðið kostar 4.000 kr. og greiðist við skráningu sem er til og með föstudagsins 31. maí.
Verðum í Félagsborg, Hrafnagili.
Kennari verður Tína; Christine Einarsson. Sjá heimasíðu Tínu: http://www.hananu.is/ og/eða
facebooksíðuna Prjónasmiðja Tínu.
Hafa verður með sér hringprjón, stærð 4,5-5 (mjög hentug til að læra á) og 2 dokkur af garni í sitthvorum litnum, en ekki of dökka
liti eins og svart. Ullargarn hentar ekki.
Skráning í síma 866-2796 milli kl. 17:00-21:00. Hrönn A. Bj.
Barnapía óskast í júlí
Okkur vantar góða barnapíu á aldrinum 14 ára til þess að passa okkur systkinin í sumar. Við erum 2 og 5 ára . Mega vera tvær saman
til þess að passa okkur frá kl. 8:00 til 16:00 virka daga í júlí á meðan mamma og pabbi eru að vinna. Erum í Hrafnagilshverfi.
Nánari upplýsingar í síma 847-4253
áríðandi tilkynning til viðskiptavina og velunnara!!
Að gefnu tilefni tilkynnist það hér með mörgum til mikillar gleði! Að starfsemi GK verktaka verður áfram með óbreyttu sniði og ekkert
verður gefið eftir í þjónustu við okkar viðskiptavini.
Tækjakostur verður sá sami og síðustu ár með einhverjum viðbótum. Eins og áður verður boðið uppá fjölbreyttar
heyverkunaraðferðir, jarðvinnslu, skítkeyrslu og margt, margt fleira.
Starfsmenn GK verktaka verða á Kaffi kú næstkomandi laugardagskvöld frá kl. 20:00. Viljum við hvetja bændur og aðra áhugasama að
líta við til skrafs og ráðagerðar.
Gæði, áreiðanleiki og vönduð vinna.
GK verktakar, Garði Eyjafjarðarsveit
Starfsfólk óskast á Kaffi kú
Leitum að starfsfólki í þjónustustörf, bæði í fulla vinnu og hlutastörf fyrir sumarið.
Hæfniskröfur:
Góð þjónustulund
Innsýn í sveitastörf æskileg en ekki nauðsynleg
Jákvætt viðhorf
Umsækjandi þarf að vera sveigjanlegur gagnvart vinnutíma, því við erum það líka.
Opnunartímar frá 15. júní, er frá kl. 13:00-21:00 alla daga vikunnar og fyrir hópa þess utan.
áhugasamir hafi samband í síma 867-3826 Einar, eða sendi email á naut@nautakjot.is
Kaffiku.is og nautakjot.is