Auglýsingablaðið

1098. TBL 23. júní 2021

Auglýsingablað 1098. tbl. 13. árg. 23. júní 2021.



Bæjarkeppni Funa verður haldin fimmtudagskvöldið 24. júní á Melgerðismelum

Skráning hefst kl. 18:00 og mótið byrjar kl. 19:00. Öllum velkomið að skrá sig óháð félagaaðild, opin skráning í alla flokka.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum í þeirri röð sem þeir birtast.

• Pollaflokkur
• Barnaflokkur
• Unglingar
• Ungmenni
• Kvennaflokkur
• Karlaflokkur

Pylsur, gos o.fl. verður til sölu á staðnum.
Allir velkomnir.
Hestamannafélagið Funi.



Líf í lundi á Norðurlandi laugardaginn 26. júní

Líf í lundi er útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins, sem skógaraðilar á Íslandi standa sameiginlega að.

PÖDDUR, PLÖNTUR OG FRÆÐSLA
Skógræktarfélag Eyfirðinga býður upp á pödduveiði, plöntutínslu og skoðun með víðsjám í Garðsárreit í Eyjafjarðarsveit. Brynhildur Bjarnadóttir fræðir.
Í ár eru 90 ár frá friðun birkisins í Þverárgili að tilstuðlan félagsins.
26. JÚNÍ - Á MILLI KL. 10:00 OG 12:00 Í GARÐSÁRREIT, EYJAFJARÐARSVEIT.

Aðrir viðburðir í nágrenninu eru í Ólafsfirði og Aðaldal. Skógræktarfélag Ólafsfjarðar býður upp á gróðursetningu og grill. Skógræktarfélag Suður-Þingeyinga býður upp á skógarskoðun.

Nánari upplýsingar á skogargatt.is og á síðum félaganna á Facebook.
Skógræktarfélag Eyfirðinga
Skógræktarfélag Ólafsfjarðar
Skógræktarfélag Suður-Þingeyinga
Viðburður Skógræktarfélags Eyfirðinga á facebook:
https://www.facebook.com/events/620367746023176?ref=newsfeed



Velkomin á tónleika í HÆLISskotinu föstudaginn 25. júní kl. 16:00

Stjörnur framtíðarinnar Eik Haraldsdóttir og Egill Andrason flytja eigið efni og uppáhaldslög.
Aðgangur ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum og kaffihúsið opið.


Snyrtistofan Sveitasæla (Öngulsstöðum)
Sumarlokun Sveitasælunnar er frá 28.06-12.07 og 23.07-09.08. Nokkrir tímar lausir í þessari viku.
Hægt að fá allar helstu snyrtimeðferðir, nánari upplýsingar um meðferðir, verð og opnunartíma eru inn á Facebook og hægt að senda mér skilaboð þaðan og panta tíma. Gjafabréf í dekur er tilvalin gjöf við öll tækifæri, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf.
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone og Skin Regimen í vinnuvöru og til sölu.   
Tímapantanir í síma 833-7888 milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Símsvari eftir opnunartíma.
Elín Halldórsdóttir, snyrtifræðingur.


Húsnæði óskast leigt eða keypt
4 manna fjölskylda, hjón með tvö börn, óska eftir húsnæði til leigu eða kaups í Hrafnagilshverfinu. Hafið endilega samband í síma 845-5452 (Heiða) eða á netfangið heida1984@hotmail.com.



Áætlað er að halda innanfélagsmót Hjólreiðafélags Akureyrar

fimmtudaginn 1. júlí kl. 19:00;
Miðbraut - Smámunasafn - Miðbraut.

Nánar þegar nær dregur á https://www.hfa.is/
Tímataka er hjólreiðagrein þar sem keppendur hjóla, einn í einu, í kappi við tímann. Keppendur eru ræstir út á 30-60 sek. fresti. Ræst verður rétt sunnan við afleggjarann á Miðbraut (823), hjólað að Smámunasafninu og til baka. Reiknað er með að keppendur séu um 40-60 mínútur að hjóla leiðina, en fer það þó talsvert eftir veðri og vindum.
Helstu tengiliðir 1. júlí:
Ábyrgðarmaður og öryggisfulltrúi: Árni F. Sigurðsson, 865-4195, formadur@hfa.is
Mótsstjóri: Silja Rúnarsdóttir, 669-9497, siljarunarsdottir@gmail.com

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?