Auglýsingablaðið

412. TBL 14. mars 2008 kl. 11:34 - 11:34 Eldri-fundur

Jæja ágæta starfsfólk Eyjafjarðarsveitar.
Hvernig líst ykkur á að koma á hreint alveg stórskemmtilega:

árshátíð Eyjafjarðarsveitar 2008
föstudaginn 4. apríl n. k. í Laugarborg.


Frábær matur, flott skemmtiatriði, feykigóð hljómsveit og svo það besta af öllu:

fyrirmyndar félagsskapur.......

Skráning hefst þriðjudaginn 25. mars og lýkur föstudaginn 28. mars. Skráningarblöð verða í skólunum og á sveitarskrifstofunni.

Skemmtikveðjur, nefndin




þið munið hann Jörund
Aðeins þrjár sýningar um páskana, Stjánasýning meðtalin!

Jörundur heldur áfram í Freyvangi við góðan orðstír og mikla aðsókn. þegar þessi orð eru skrifuð eru lausir örfáir miðar á kvöldsýninguna laugardagskvöldið 15. mars en aðrar sýningar um helgina eru uppseldar. þegar helginni sleppir nálgast svo páskarnir og gestir og brottfluttir snúa aftur heim í fjörðinn til að halda upp á hátíðina með sínum nánustu. Við minnum því á að panta sem fyrst á páskasýningarnar, til að tryggja sér miða!

8. sýning laugardaginn 15. mars kl. 16.00 – aukasýning - UPPSELT
9. sýning laugardaginn 15. mars kl. 20.30 – örfá sæti laus

Páskasýningar!
10. sýning miðvikudaginn 19. mars kl. 20.30 – (miðvikudagur fyrir skírdag)
11. sýning laugardaginn 22. mars kl. 16.00 – aukasýning
12. sýning laugardaginn 22. mars kl. 20.30 – Stjánasýning

13. sýning föstudaginn 28. mars kl. 20.30 – örfá sæti laus
14. sýning laugardaginn 29. mars kl. 16.00 – UPPSELT
15. sýning föstudaginn 4. apríl kl. 19.00 – örfá sæti laus
16. sýning laugardaginn 5. apríl kl. 20.30
17. sýning föstudaginn 11. apríl kl. 20.30 örfá sæti laus
18. sýning laugardaginn 12. apríl kl. 20.30

Miðasölusíminn er 857 5598 og er opinn milli 16 og 18 virka daga og á auglýstum sýningardögum frá kl. 14 fram að sýningu. Utan þess tíma má skilja eftir skilaboð á símsvara í sama númeri eða panta miða á www.freyvangur.net en þar eru allar nánari upplýsingar ásamt myndum, myndbrotum og tónlist úr verkinu.

Freyvangsleikhúsið.




Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Bókasafnið verður opið í síðasta sinn fyrir páska mánudaginn 17. mars. þá er opið frá 9:00-12:00 og 13:00-16:00. Safnið verður lokað frá og með þriðjudeginum 18. mars. Fyrsti opnunardagur eftir páska er þriðjudagurinn 25. mars.  
þá er opið eins og venjulega frá kl. 9:00 – 12:00.
Minni annars á opnunartíma safnsins:
Mánudaga frá 9:00-12:00 og 13:00-16:00.
þriðjudaga - föstudaga frá 9:00-12:00.

Bókavörður.




Styrkumsóknir til Menningarsjóðs Eyjafjarðarsveitar

Styrkumsóknir til Menningarsjóðs Eyjafjarðarsveitar þurfa að berast menningarmálanefnd fyrir 25. mars n. k. úthlutun fer fram tvisvar á ári, 1. apríl og  1. nóvember. Umsóknir sem áður hafa borist til menningarmálanefndar verða  teknar fyrir, ekki er þörf að endurnýja þær sérstaklega.

á 343. fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar voru samþykktar reglur um Menningarsjóð Eyjafjarðarsveitar. Reglurnar má sjá á heimasíðu  sveitarfélagsins undir     „Mannlíf / Menning“ og „Stjórnsýsla“     Samþykktir.

Vefslóðin er http://eyjafjardarsveit.is/skrar/File/Ymislegt/Menningarsjodur.pdf

Menningarmálanefnd.




Skírdagsreið Funa

Farin verður hópreið frá Melgerðismelum upp í Djúpadal, norður að Finnastaðaá, niður með henni og aftur að Melgerðismelum. Lagt verður af stað frá Melgerðismelum kl. 11 og gert er ráð fyrir að reka laus hross með. Allir eru velkomnir að slást í hópinn og gert er ráð fyrir að ferðamenn nesti sig sjálfir, en hellt verður upp á kaffi í Funaborg í lok ferðar.

Nánari upplýsingar veita Jónas í síma 860 9090 og Siggi í síma 860 9031.

Hestamannafélagið Funi.




Pálmasunnudagur í Laugarborg

Guðrún óskarsdóttir & Kolbeinn Bjarnason

Tónleikar 16. mars 2008 kl. 15.00

Miðaverð kr. 2.000,-

Flytjendur:
Guðrún óskarsdóttir / sembal & Kolbeinn Bjarnason / þverflauta

Efnisskrá:
J. S. Bach / Sónata í C-dúr BWV1033 fyrir flautu og sembal
Hugi Guðmundsson / Ascendi (2007) fyrir altflautu og semball FRUMFLUTNINGUR á íSLANDI
Henry Purcel / Svíta nr. 7 í d-moll fyrir sembal
þorkell Sigurbjörnsson / Kalaïs
J. S. Bach / Sónata í e-moll BWV1034 fyrir flautu og sembal
Diana Rotaru / Play! (2007) fyrir flautu og sembal FRUMFLUTNINGUR á íSLANDI

Bæði verkin sem frumflutt verða á tónleikunum eru skrifuð fyrir flytjendurna og voru þau bæði frumflutt á alþjóðlegri tónlistarhátíð í Japan í ágúst 2007 þar sem þau frumfluttu verk eftir japönsk, íslensk og rúmensk tónskáld.

Tónlistarhúsið Laugarborg.




Knapamerkið 1 – Próf

Próf til knapamerkis 1 verður 13. apríl n.k. þeir sem ekki eru búnir með námskeiðið er velkomið að taka stöðupróf og komast þar af leiðandi beint á 2 stig knapamerkjanna. Síðasti skráningardagur er 10. apríl.

Upplýsingar 845 22 98, Sara.




Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði

Við komum saman í Hrafnagilsskóla mánudaginn 17. mars í síðasta skipti fyrir páskafrí. Byrjum aftur að loknu páskafríi mánudaginn 31. mars.

Stjórnin.




Bændur athugið

Búnaðarfélag öngulsstaðahrepps og Búnaðarfélag Hrafnagilshrepps halda aðalfundi sína í Hlöðunni á öngulsstöðum mánudaginn 17. mars 2008 kl.11.00.

Dagskrá
Venjuleg aðalfundarstörf.
Erindi 1)
Vegna veikinda forfalla Guðmundar Steindórssonar, munu Sigríður Bjarnadóttir ráðunautur og Baldur H.Benjamínsson framkvæmdastjóri L.K. fara yfir niðurstöður skýrsluhalds í nautgriparækt fyrir árið 2007 og kynna nýju kynbótanautin úr 2001 og 2002 árgöngunum
Erindi 2)
Ingvar Björnsson: Hagkvæmni í fóðuröflun.
Umræður.
önnur mál.

Búnaðarfélag öngulsstaðahrepps býður upp á súpu og brauð í hádeginu.
Desert á eftir að hætti hússins
Mætum sem flest.
Stjórnirnar.




Kæru sveitungar

Mýsnar hér í hópum ganga
hakka það sem tönn að ber
á einhver kannski kettlings anga
kassavanan handa mér ?

Ef réðist bót á minni mæðu
í mig að hringja væri sætt
helst ég vildi velja læðu
af venjulegri kattaætt

Kær kveðja, Ingibjörg í Gnúpufelli s:463 1257.




Samfylkingarfélag Eyjafjarðarsveitar

Aðalfundur Samfylkingarfélags Eyjafjarðarsveitar verður haldinn fimmtudagskvöldið 27. mars, kl. 20:30, í fundarsal Ferðaþjónustunnar að öngulsstöðum.

Dagskrá
-    Venjuleg aðalfundarstörf
-   önnur mál
Kaffi og veitingar í boði
Stjórnin.




Rósukvæði – 3 hluti.

Aldurinn hún ber vel enn
og byggir því við búið,
en afmæli hún á þó senn
það verður ekki flúið.

Rósin okkar rjóða er
fjórða tuginn að fylla,
í Funaborg því halda ber
hana til að hylla.

Rósa mín við hittumst á miðvikudaginn.
Kærar kveðjur frá Hrekkjalómunum.




Frá Munkaþverársókn

Aðalsafnaðarfundur Munkaþverársóknar verður haldinn þriðjudaginn 1. apríl kl. 20:30 í kapítulinu.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf

Sóknarnefndin.



Kæru sveitungar

Um þessar mundir er í undirbúningi sýningin “staðfugl – farfugl”. Sýningin verður staðsett úti á viðavangi víðsvegar um Eyjafjarðarsveit og mun standa frá maílokum fram í miðjan september 2008.
Aðdragandinn að sýningunni eru hugleiðingar um breytingar meðfram þjóðveginum þegar það fer að vora. Fuglar birtast frá fjarlægum löndum eftir langan vetrardvala. Bílar þeysa yfir malbikið til þess eins – að því stundum virðist – að bæta upp tímann sem tapast hefur í vetrarfærðinni. Mest ber á tengslum milli farþega og náttúrunnar þegar vorfugl skýst yfir veginn og rétt sleppur undan bílnum....eða ekki. Viðfangsefni sem tengjast þessu þema geta vera mörg. Hvað er farfugl? Er það ferðalangi, erlent vinnuafl eða innflytjandi? Er staðfugl heimamaður? Hvað er heimalandið, útlönd, landmæri og hvar eru þau? Hvernig tengjumst við náttúrunni? Ertu mörgæs, svanur, næturgali eða furðufugl?
Um 30 erlendir og innlendir listamenn auk nokkurra leik- og grunnskóla munu sýna um 40 verk.
Flestir þátttakendur eru með einhverjar óskir um sýningarstaði og ætlum við í sýningarstjórn að reyna að verða við þeim óskum svo framarlega sem leyfi fæst fyrir því hjá landeigendum og engin hætta eða spjöll stafar af. það er trú okkar að sýningin verður nýstárleg og skemmtileg kynning fyrir sveitarfélagið og viljum við biðja ykkur um að taka vel á móti þeim bónum sem kunni að berast varðandi afnot af ,,sýningarstöðum”.

Með góðum kveðjum,
Georg á öldu (tengiliður gsm: 892 6804) & Steini og Dísa í Gallerí Víðátta.

E.s.: að gefnu tilefni langar okkur að vita hvort einhver á útihús (mega vera ónotuð eða ónýt) með u. þ. b. 4 x 6 metra veggflöt til að mála listaverk á, sem verður til sýnis í sumar?
Getum við bætt efni síðunnar?