Auglýsingablaðið

592. TBL 08. september 2011 kl. 09:01 - 09:01 Eldri-fundur

Afmælishátíð – opið hús
Föstudaginn 16. september verður haldið upp á 40 ára afmæli Hrafnagilsskóla, 20 ára afmæli Eyjafjarðarsveitar og það að mötuneytið, skrifstofa sveitarinnar og eldri borgarar hafa fengið nýtt húsnæði til afnota. þá verður opið hús á þessum stöðum sem og í Tónlistarskóla Eyjafjarðar, í leikskólanum og Félagsborg. Eftir hádegi verður formleg dagskrá í íþróttahúsi.
Tímasetningar verða auglýstar nánar í næsta Auglýsingablaði.

 

Félagsstarf aldraðra Eyjafirði
Hefst mánudaginn 19. september kl. 13.00 í Félagsborg. Kynnt verða námskeið og fleira sem er á döfinni. Spilað verður á spil eins og undanfarna vetur.
Nýir félagar velkomnir. Mætið sem flest.
Stjórnin

 

Vetraropnunartími sundlaugar

Mán. – fös. 06:30 – 20:00
Lau. – sun.  10:00 – 17:00

íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

 

Leikjaskóli Samherja
Leikjaskóli Samherja fyrir börn fædd árin 2005-2007 hefst laugardaginn 17. september.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Debbie og stjórn Samherja
P.s. Munið að kíkja á æfingatöflu Samherja inn á www.samherjar.is

 

ER EKKI KOMINN TíMI TIL Að DANSA !!!
Kæru sveitungar, þá fer dansinn að byrja. þriðjudaginn 20. sept. kl. 20.00-21.00 verður konuhópurinn. þar dönsum við hina ýmsu dansa, cha cha, samba, salsa, Quando, línudansa og margt fleira. Kl. 21.00-22.20 sama kvöld er námskeið fyrir byrjendur í samkvæmis- og gömlu dönsunum. Fimmtudaginn 22. september verður framhalds hópur kl. 19.30-20.50 og kl. 21.00 sama kvöld er svo dans klúbburinn, en þau eru orðin svo flink að ég fer að gera þau að sýningarhópi :O)
Nánari upplýsingar og innritun fer fram í síma 891-6276.
Elín Halldórsdóttir danskennari

 

Tapað - fundið!
Reiðhól fannst í nágrenni Reykárhverfis. Nánari upplýsingar í síma 896-7722.


Syðra Laugaland – barnaskóli /sveitarskrifstofa
Við undirrituð óskum eftir að komast í samband við alla þá sem búa yfir upplýsingum,  frásögnum og myndum sem tengjast byggingu og sögu Syðra Laugalands á enhvern hátt. Allt kemur til greina.
Grettir Hjörleifsson sími: 861 1361 og Kristín Kolbeinsdóttir sími: 861 4078, vokuland@simnet.is

 

Til sölu
Til sölu er Subaru Legacy árgerð 2001 í góðu standi. Upplýsingar gefa Daníel og Hrafnhildur síma 462-7034 eða 846-2864

 

Kaffi kú
þakkir til þeirra fjölmörgu sveitunga sem mættu á opnunarkvöld Kaffi kú síðastliðið laugardagskvöld. Stefnan er að reyna að búa til á laugardagskvöldum sveitakráar stemmningu, stað þar sem sveitungar geta komið saman, rætt málin og skemmt sér.
Fyrir hópa hverskonar er hægt að útbúa sérstaklega veitingar allt frá kaffi og með því uppí létta máltíð.
Hafir þú áhuga á að koma með hóp á Kaffi kú hefur þú samband við Einar örn í síma 867-3826. Fyrir móttöku hópa þarf ekki að horfa sérstaklega á opnunartíma staðarins.
Opnunartími staðarins verður héðan í frá eins og hér segir:
Laugardaga 14-01
Sunnudaga 14-18

 

Meira um sorphirðu
Nú eiga allir að vera komnir með tunnur undir óflokkaðan úrgang og upp úr helginni verður farið að dreifa tunnum undir flokkaðan úrgang ásamt leiðbeiningum um flokkunina. þeir sem ekki hafa fengið tunnur, eða þurfa aukatunnur eru beðnir að hafa samband við Gámaþjónustu Norðurlands í síma 414-0200.
Eftir ábendingar er opnunartíma gámasvæðisins norðan Hrafnagilsskóla breytt og verður hann opinn frá kl. 13 -17 á þriðjudögum, föstudögum og laugardögum. Ekki er tekið á móti úrgangi á öðrum stöðum.
Gámurinn undir dýrahræin er enn við Stíflubrú og verður færður norðar og meira í hvarf. Nú yfir sláturtíðina getur losunartíminn eitthvað verið að breytast, en stefnt er að því að hafa annað ílát á svæðinu meðan losun fer fram.
Umhverfisnefnd

 

Atvinna
Við leitum að umsjónarmanni til að sjá um gámasvæðið norðan Hrafnagilsskóla þriðjudaga, föstudaga og laugardaga kl. 13-17.
Umsóknir berist sveitarstjóra fyrir 20. september, en hann veitir frekari upplýsingar um starfið.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

Getum við bætt efni síðunnar?