Fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
Fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 4. nóvember kl.15.00 í fundarstofu 2, Skólatröð 9.
Frá Laugalandsprestakalli
Messa og altarisganga verður á allra heilagramessu sunnudaginn 1. nóvember
í Munkaþverárkirkju kl.11.00. Það eru ýmsir sveitungar sem þurfa á bænum okkar að halda og þætti mér vænt um ef þið, kæru sveitungar, legðuð fram ykkar óskir á staðnum eða í tölvupósti. Netfangið er hannes.blandon@kirkjan.is.
Bestu kveðjur, Hannes
Freyvangsleikhúsið sýnir Klaufa og kóngsdætur
3. sýning laugardaginn 31. október kl.14.00
4. sýning sunnudaginn 1. nóvember kl.14.00
5. sýning föstudaginn 6. nóvember kl.20.00
6. sýning laugardaginn 7. nóvember kl.14.00
Klaufar og kóngsdætur er fjölskylduleikrit byggt á sögum H.C. Andersen.
Höfundar eru þrír ljótir hálfvitar; Ármann, Sævar og Þorgeir. Ármann leikstýrir einnig. Skúli Gautason sér um tónlistarstjórnun.
Nánari upplýsingar og miðapantanir í s. 857-5598 (kl.17.00-19.00 virka daga og kl.10.00-13.00 um helgar) en einnig á freyvangur.net, facebook.com/freyvangur og Eymundsson Akureyri.
Skyndihjálp
Kvenfélagið Hjálpin stendur fyrir stuttu skyndihjálparnámskeiði fyrir almenning og verður það haldið 12. nóvember kl.20.00 í Funaborg og kostar 2.000 kr. Leiðbeinandi verður Anna Sigrún Rafnsdóttir en hún er með réttindi frá Rauða krossi Íslands og mikla reynslu af því að leiðbeina.
Best er að fara reglulega á námskeið í skyndihjálp og vera þess meðvitaður að alltaf getur eitthvað komið fyrir og nauðsynlegt er að vita hvernig maður bregst best við tilteknum aðstæðum. Líf getur legið við, þitt eða annarra.
Skráning er hjá Lilju í s. 867-8104 fyrir 9. nóvember.
Kvenfélagið Hjálpin
Frá félagi aldraðra
Boðið verður upp á jólahlaðborð föstudagskvöldið 27. nóvember. Takið daginn frá.
Nánar auglýst síðar.
Skemmtinefnd
Bílskúrssala
Bílskúrssala í Vallartröð 1 í Hrafnagilshverfi sunnudaginn 1. nóvember
kl.14.00-18.00. Allt milli himins og jarðar! Gamlir og nýjir kjólar og allskyns annar fatnaður á vægu verði. Stærðir frá 0-100 ára á stráka, stelpur, stelpustráka og strákastelpur. Einnig allskyns dótarí sitt lítið af flest öllu osfrv. Um að gera að skella sér í sunnudagsbíltúr í sveitarsæluna.