Dreifing Auglýsingablaðs um jól og áramót
Síðustu dreifingardagar Auglýsingablaðsins fyrir jól og áramót eru fimmtudagarnir 23. og 30. desember. Auglýsingar fyrir þau blöð
þurfa að berast fyrir kl. 9 miðvikudeginum áður. Vinsamlegast sendið auglýsingar á netfangið esveit@esveit.is
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Opnunartími sundlaugar um jól og áramót
20.-22. desember: opið kl. 15-20
23.-26. desember: LOKAð
27.-30. desember: opið kl. 15-20
31. des.-1. Jan.: LOKAð
2. janúar: opið 10-17
Gleðileg jól og farsælt komandi ár!
Starfsfólk íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar
Helgihald um jólin í Eyjafjarðarsveit
Aðfangadagskvöld 24. des. -Hátíðarmessa í Grundarkirkju kl. 22:00
Jóladagur 25. des. -Hátíðarmessa í Kaupangskirkju kl. 11:00 og í Munkaþverárkirkju kl. 13:30.
Annar í jólum 26. des. -Barnamessa í Hólakirkju kl. 11:00 og helgistund í Saurbæjarkirkju kl. 13:30.
Nánari upplýsingar: http://kirkjan.is/laugalandsprestakall
Sr. Guðmundur Guðmundsson
Jólatrésskemmtun
Hin árlega jólatrésskemmtun Kvenfélagsins Hjálparinnar verður haldin í Funaborg á Melgerðismelum þriðjudaginn 28. desember klukkan
14:00. Jólasveinasamningar hafa tekist og einhverjir jólasveinar hafa lofað að líta við með góðgæti í litla munna.
Allir velkomnir. Með ósk um gleðileg jól og farsæld á nýju ári!
Kvenfélagið Hjálpin
Tilvalin jólagjöf
Ert þú í vandræðum með hvað þú átt að gefa þínum nánustu í jólagjöf? þá er ég
með lausnina....því ég á tvo svarta jólakettlinga sem myndu henta vel í jólapakkann. Báðir eru þeir högnar og mjög
miklar kelirófur. Frekari upplýsingar fást hjá Söru Maríu í síma 846-9024, auk þess sem hægt er að sjá myndir á
http://torfur.blogcentral.is/
Kýldu nú á það og farðu í
jólaköttinn :)
Til sölu
Til sölu 300 lítra OSO hitakútur og OSO hitatúpa 15 KW.
Upplýsingar í síma 8626833 Kristinn
Gamli rauður minn er vélarvana!
á einhver, eða veit einhver um vél í Land Cruser 70 dísel turbo. Ef svo er þá sit ég við símann minn, 869-8546/462-7650.
Stefán Guðlaugsson á þórustöðum 4
áætluð sorphirða fram að áramótum
áætlunin getur færst eitthvað til eftir veðri og færð.
Sorphirða fram að áramótum:
Hrafnagilshreppur – föstudaginn 17. des.
öngulstaðahreppur – mánudaginn 20. des.
Svæðið frá Klauf að Freyvangi, Kristnes og skólar – föstudaginn 23. des.
Saurbæjarhreppur – þriðjudaginn 28. des.
Hrafnagilshreppur – föstudaginn 30. des.
Að venju er sorphirða annars hálfsmánaðarlega og eru íbúar vinsamlegast beðnir um að hafa aðgengi gott að
sorpílátum, sérstaklega þessa daga og halda hundum frá á meðan sorp er tekið.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Rúlluplast
Fyrsta mánudag í mánuði er rúlluplast sótt heim á bæi. Ef taka á net og
bönd í leiðinni, þarf að binda vel utan um stórsekkina eða pokana, svo þetta blandist ekki saman við plastið. Annars eru net og bönd
sótt sérstaklega, einu sinni á ári.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Ert þú á aldrinum 18-35 ára og hefur áhuga á landbúnaði?
Komdu þá á fund ungra
bænda í fjósinu í Garði sem verður laugard. 18. des. kl. 11. Tilgangur félagsins er að sameina unga bændur á íslandi um
hagsmunamál sín og vinna að framgangi þeirra. Jafnframt að vinna að bættri ímynd landbúnaðar með kynningar- og
fræðslustarfi.
Sigríður Bjarnadóttir kemur og flytur erindi og einnig mun ungur bóndi flytja erindi.
Hvetjum alla til að mæta og taka þátt í skemmtilegu starfi með skemmtilegu fólki.
Kaffiveitingar.
Kveðja ungir bændur í Eyjafirði