Auglýsingablaðið

555. TBL 22. desember 2010 kl. 10:39 - 10:39 Eldri-fundur

Jólakveðja
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar og starfsfólk á skrifstofu sveitarfélagsins, senda öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
Sveitarstjórn og starfsfólk á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar

Bókasafnið
Minni á að bókasafnið er opið 29. desember frá kl.14:00-16:00.
Fyrsti opnunardagur á nýju ári er 3. janúar.  þá er opið eins og venjulega frá kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00.
óska öllum núverandi og tilvonandi viðskiptavinum bókasafnsins gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs.  Sjáumst sem fyrst.
Jólakveðjur, bókavörður

Mikilvæg tilkynning frá þorrablótsnefnd
Við viljum minna sveitungana á þorrablótið sem verður haldið þann 29. janúar á nýju ári. Nú er ekki seinna vænna en að fara að hugsa um dressið, því á komandi þorrablóti verður litaþema! Nú kemur í ljós hvort allir þekkja sína gömlu hreppi, en litaskiptingin fer auðvitað eftir þeim. Nefndin valdi litina á mjög lýðræðislegan hátt og féllu litir þannig:
öngulsstaðahreppur: Grænn
Hrafnagilshreppur: Rauður
Saurbæjarhreppur: Blár
Farið nú í fataskápinn, finnið liti við hæfi og komið rétt klædd á þorrablót!
Kveðja, nefndin

Jólakveðjur
Við á Syðra-Laugalandi sendum sveitungum okkar innilegustu jólakveðjur og þökkum jafnframt fyrir hlýjar viðtökur þann 1. des. í Freyvangi.
Hannes og Svana
Syðra-Laugalandi

Frá Smámunasafninu
Gleðileg jól og gæfuríkt ár þökkum allar heimsóknir og gjafir á árinu, sem var mjög gott um 5500 gestir komu í heimsókn, árið 2009 voru um 5000 heimsóknir. Starfsfólk fær sérstakar þakkir fyrir samstarfið og hátíðarkveðjur.
Hittumst heil á nýju ári.
Guðrún Steingrímsdóttir, safnvörður

Snjóþrúgur
á ekki einhver snjóþrúgur sem hann getur hugsað sér að selja mér, þær þurfa helst að vera gamlar og úr bambus, eða bara einhverjar sem virka!
Kveðja, Gunna Stekkjarflötum - sími 8651621

Snjómokstur og hálkuvarnir
íbúar í Eyjafjarðarsveit takið eftir: Tökum að okkur snjómokstur á heimreiðum og plönum, einnig sanddreifingu á svellin. Erum með öflug og góð tæki til verksins. Tekið er á móti pöntunum í síma 895-5899 Hlynur, eða 863-1207 Aðalsteinn.
GK verktakar ehf. Garði

Jólakveðja
óskum viðskiptvinum okkar og starfsfólki gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
þökkum samskiptin.
GK verktakar ehf Garði

Getum við bætt efni síðunnar?