Auglýsingablaðið

525. TBL 28. maí 2010 kl. 13:58 - 13:58 Eldri-fundur

 

Skólaslit Hrafnagilsskóla
Skólaslit Hrafnagilsskóla fara fram í íþróttahúsinu þriðjudaginn 1. júní klukkan 20:00.

Fólk er beðið að huga að því hvort skólabækur eða bókasafnsbækur hafi gleymst heima og koma þeim til skila.
Skólastjóri

-----

Frá íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

Mánudaginn 31. maí  verður sundlaugin lokuð vegna viðhalds.

Opnum aftur hress og endurnærð þriðjudaginn 1. júní.
Sumaropnunartími
Mán. – fös. 06:30 – 22:00
Lau. – sun.  10:00 – 20:00

-----

Sumarlokun bókasafnsins
þá er sumarið komið og því fylgir að bókasafnið verður lokað þar til í haust.
Hægt er að skila bókum og öðru efni á safnið í næstu viku á opnunartíma safnsins.  Einnig er hægt að skila á skólaslitunum. Gott væri að minna skólabörnin á að skila því sem þau eru með af safninu.
ég vil þakka öllum þeim sem nýttu sér safnið í vetur.
Með sumarkveðju, Margrét bókavörður.

------

Lausaganga búfjár – lagfæring girðinga
Lausaganga búfjár á vegsvæðum er bönnuð í Eyjafjarðarsveit, nema í Sölvadal þar sem þjóðvegurinn er ekki afgirtur. Búfjáreigendur vinsamlegast gerið ráðstafanir þannig að hægt sé að virða þetta bann. þá er vert að minna á lagfæringar girðinga sem aðskilja tún, engi og bithaga frá upprekstrarheimalandi áður en fé verður sleppt á fjall. Sveitarstjóri

-----

Atvinna
Starfsmaður óskast til að sinna heimaþjónustu í Eyjafjarðarsveit. Starfið felst í tiltekt og þrifum inni á heimilum nokkrar klst. á viku. Nánari upplýsingar á skrifstofu sveitarfélagsins, í síma 463 1335 og á netfanginu esveit@esveit.is.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.



Gámar
Gámar fyrir brotajárn og timbur verða staðsettir við Stíflubrú og Vatnsenda frá þriðjudegingum 1. júní n. k. til og með mánudagsins 14. júní.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.

-----


Sögustaðir í Eyjafjarðarsveit
Til Sölu heimildarmyndin Sögustaðir í Eyjafjarðarsveit. Myndin er leiðsögn í máli og myndum um helstu sögustaði okkar fögru sveitar. íbúar Eyjafjarðarsveitar fá myndina á heildsöluverði Kr 2000. Upplýsingar: Logi óttarsson 6948989 og 4453508 Netfang logiott@visir.is. Og Hólmgeir Sigurgeirsson síma.6643661 og 4621888.Netfang geila@internet.is.

-----

Frá íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

Mánudaginn 31. maí  verður sundlaugin lokuð vegna viðhalds.

Opnum aftur hress og endurnærð þriðjudaginn 1. júní.
Sumaropnunartími
Mán. – fös. 06:30 – 22:00
Lau. – sun.  10:00 – 20:00


-----

Atvinna
Starfsmaður óskast til að sinna heimaþjónustu í Eyjafjarðarsveit. Starfið felst í tiltekt og þrifum inni á heimilum nokkrar klst. á viku. Nánari upplýsingar á skrifstofu sveitarfélagsins, í síma 463 1335 og á netfanginu esveit@esveit.is.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.



Gámar
Gámar fyrir brotajárn og timbur verða staðsettir við Stíflubrú og Vatnsenda frá þriðjudegingum 1. júní n. k. til og með mánudagsins 14. júní.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.



-----
 
Handverkssýning

Handverkssýning félagsstarfs aldraðra Eyjafirði verður í Félagsborg Hrafnagili laugardag 5.júni og sunnudag 6. júní kl. 13-17 báða dagana
Kaffihlaðborð til ágóða fyrir félagsstarfið. Allir velkomnir
Félag aldraðra Eyjafirði.
Tekið verður á móti sýningarmunum fimmtudag 3. júní frá kl. 13. í Félagsborg.

------


Frá félagi aldraðra í Eyjafirði: Halló, halló takið eftir.

Vegna ófyrirsjáanlegra orsaka verðum við að víxla tveimur næstu göngukvöldum þannig:        1. júní göngum við Eyjafjarðarárbakka suður.
        8. júní göngum við Laufás.
Að öðru leyti er göngulistinn óbreyttur. Göngunefndin.

 ------

Bændur athugið

óska eftir fjósastarfi, girðingarvinnu og því sem til fellur við almenn sveitastörf. Uppalinn að miklu leyti í sveit. Er 15 ára.
Upplýsingar í síma 846 9177 eða 860 3707, þorsteinn ægir óttarsson

-----
 
50 ára afmæli Funa

Hestamannafélagið Funi verður 50 ára föstudaginn 11. júní n.k. Af því tilefni verður boðið til afmælisveislu í Funaborg þá um kvöldið. Funamenn og makar fá frítt inn, en aðrir velunnarar velkomnir meðan húsrúm leyfir. Til þess að svo megi verða þá þiggjum við lambalæri frá þeim sem mega missa. Pantanir og upplýsingar hjá Hafdísi Dögg í síma 861 1348 eða tölvupóstfang hafdisds@simnet.is, eða hjá Jónasi í síma 861 8286, jonas.vigfusson@gmail.com. Fylgist með á nýjum vef Funa http://www.funamenn.is    Undirbúningsnefnd

 ------

 

Kæru sveitungar

Við nemendur í 10. bekk Hrafnagilsskóla viljum þakka ykkur kærlega fyrir þann stuðning sem þið veittuð í fjáröflun okkar. Vikuna 18. – 21. maí fórum við í glæsilegt skólaferðalag sem við nutum öll virkilega vel. Við fórum víða og skemmtum okkur konunglega. Einhver afgangur er af bekkjarsjóði okkar og munum við gefa hann til góðgerðarmála. Enn og aftur, takk fyrir okkur.

Aron – Króksstöðum.        ársæll - Hjallatröð 7.            Bjarney – Halldórsstöðum.

Bjarni –Hrafnagilsskóla.    Dagbjört - Grísará 1.             Guðný – Borg.
Gunnar - Hjallatröð 1.       Helga - Höskuldsstöðum.      Hermann – Merkigili.

Ingvar – Gullbrekku.        Ivalu Birna-Kristnesi 7.         íris – Akri.
Jóhannes – Kristnesi.       Kolbrún – Akri.                    Kristrún - Uppsölum 2.
Máni – Sigtúnum.            Nanna - Litla–Garði.              Hildur - Meltröð 2.
Reynir – Bringu.              Sigurður – Villingadal.            Sóley - Brekkutröð 5.

-----

 

Sveitarstjórnarkosningar 2010


Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og líkur kl. 22:00. á kjörstað geri kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt.

Ath.  þeim sem eiga erfitt með gang er heimilt að aka heim að skólanum.

Talning atkvæða fer fram á kjörstað að loknum kjörfundi.

á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 863-1472.
Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit 18. maí 2010,

Emilía Baldursdóttir, Jón Jóhannesson, Níels Helgason

 

-----
 
þakkir frá F-listanum

Frambjóðendur F-listans þakka íbúum Eyjafjaðarsveitar góðar og uppbyggilegar umræður og ábendingar í tengslum við málefnavinnu og annan kosningaundirbúning á síðustu vikum. þar ber sérstaklega að nefna góða mætingu á málefnavinnu- og fræðslufundi framboðsins. Síðast en ekki síst þökkum við öllum þeim sem lögðu leið sína á sameiginlegan fund framboðanna sem haldinn var í Laugarborg s.l. þriðjudagskvöld.  það er okkar von að þar hafi fólk orðið enn fróðara um stefnumál listanna, einstaklingana sem fyrir þá starfa og vinnubrögð þeirra.

F-listinn býður kjósendum sem á þurfa að halda akstur á kjörstað. þeim sem vilja nýta sér það er bent á að hafa samband í síma 847-4218 eftir kl. 16:00 á föstudag og allan laugardaginn.
Við hvetjum alla til að nýta kosningaréttinn á morgun 29. maí og taka ábyrga afstöðu til framtíðar!
Fyrir hönd F-listans, Karel, Bryndís, Jón, Bíbí, Dóra og Leifur.

-----

Kosningavaka H-listans

Laugardagskvöldið 29. maí verður H-listinn með kosningavöku í Félagsborg (gömlu heimavist Hrafnagilsskóla, gengið inn um aðalinngang). Gleðin mun hefjast kl. 21:00 og standa frameftir kvöldi. Að sjálfsögðu verður sjónvarp á staðnum og hægt að fylgjast með úrslitum Eurovision áður en kosningasjónvarpið tekur öll völd. Allir velkomnir.

 ------

Akstur á kjörstað

H-listinn mun bjóða upp á akstur á kjörstað laugardaginn 29. maí. þeir sem vilja nýta sér þetta hafi samband við Elmar í síma 891-7981, Birnu í síma 862-7979 eða Einar í síma 863-1470.
Með kosningakveðju, H-listinn.

-----

 

Kosningar 2010 – Vöfflukaffi

Kosningadaginn 29. maí ætlum við nemendur í 9. bekk í Hrafnagilsskóla að vera með vöfflukaffi í Hjartanu í Hrafnagilsskóla milli kl. 11:00 og 18:00. Vaffla með rjóma og kaffi/djús/te kostar 500 kr. ágóði af sölunni rennur í ferðasjóðinn okkar.

Minnum einnig á bílaþvottinn í dag, föstudag í Norðurorku milli kl. 16:00 og 20:00. Nánari upplýsingar í síma 866-0744. Gaman væri að sjá ykkur sem flest.

Nemendur í 9. bekk

Getum við bætt efni síðunnar?