Kæru sveitungar.
Mánudaginn 16. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Hrafnagilsskóla. Haldin verður skemmtun í
íþróttahúsinu og hefst hún kl. 13:00 og stendur til kl. 14:45. Skólabílar aka heim að skemmtun lokinni.
á hátíðinni flytja nemendur efni sem tengist þjóðsögum, þulum og rímum. Að vanda hefja nemendur 7. bekkjar Stóru
upplestrarkeppnina með því að lesa ljóð eftir Jónas Hallgrímsson. Skólakór Hrafnagilsskóla syngur einnig 2 lög.
Nemendur í 10. bekk standa fyrir kaffisölu að lokinni dagskrá. þar verður standandi hlaðborð og eru verð eftirfarandi:
0-5 ára ókeypis - 1.-10. bekkur 500 kr. - þeir sem lokið hafa grunnskóla 1.000 kr.
Allur ágóði rennur í ferðasjóð 10. bekkjar.
Allir eru hjartanlega velkomnir og við hvetjum fólk til að koma og njóta.
Nemendur og starfsfólk Hrafnagilsskóla
Breyting á opnunartíma sundlaugar vegna árshátíðar starfsmanna Eyjafjarðarsveitar
Sundlauginni verður lokað kl. 18:30 föstudaginn 13. nóvember og opnar kl. 12:00 laugardaginn 14. nóvember
íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
Sunnudagaskólinn
Sunnudagaskólinn í Eyjafjarðarsveit: Næsta samvera (sem verður eftir rúma viku, 22. nóv) verður í Grundarkirkju kl. 11 en ekki í
Hrafnagilsskóla eins og til stóð. Við ætlum að eiga notalega fjölskyldusamveru í kirkjunni og fá að fylgjast með því
þegar barn verður borið til skírnar.
Vonumst til að sjá sem allra flesta, bæði börn og fullorðna!
Brynhildur, Katrín, Hrund og Hannes
Frá Laugalandsprestakalli
Sunnudaginn 15. nóv. kl. 11:00 er fjölskyldumessa í Grundarkirkju með þátttöku fermingarbarna.Við ætlum með hjálp hins
frábæra kirkjukórs undir stjórn Daníels að syngja gleðisöngva ef ekki rokka svolítið.
Kl 21:00 sama dag (kvöld) er helgistund í Kaupangskirkju.
Píanó til sölu
Hef til sölu mjög lítið notað píanó að gerðinni Goodway. Píanóið er svart pólerað og 132. cm. á hæð,
keypt í Hljóðfæraverslun Leifs Magnússonar 2004 og kostar nýtt 438.000.
áhugasamir geta haft samband við Hugrúnu eða Einar í síma 462 7288 eða 845 8933.
Kettlingar
Kettlingar fást gefins. Upplýsingar gefur Rósa á Höskuldsstöðum í síma 463 1182.
Leiðalýsing 2009
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi annast lýsingu leiða í kirkjugörðum í Eyjafjarðarsveit eins og undanfarin ár. Krossarnir verða settir upp
fyrsta sunnudag í aðventu. þeir sem hafa leigt krossa undanfarin ár þurfa aðeins að tilkynna ef þeir hyggjast hætta lýsingu, annars eru
krossarnir settir á sömu leiði og í fyrra. Gjald fyrir hvern kross er kr. 2.500.
Panta skal leigu á nýjum krossum hjá Hirti s: 894 0283 eða Stefáni s: 864 6444. Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir
Reiðvegir í Eyjafjarðarsveit – héraðsleiðir 8 og 2 -Breyting á aðalskipulagi - deiliskipulag
í skipulaginu er auglýst ný leið, héraðsleið 8, frá Miðbraut að Bringu, að mestu leyti meðfram Eyjafjarðarbraut eystri (829) og
reið- og gönguleið, héraðsleið 2, norðan Miðbrautar (823), frá hitaveituvegi að Eyjafjarðará.
Skipulagið ásamt greinargerð er til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og á heimasíðu sveitarfélagsins www.eyjafjardarsveit.is.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að gera athugasemdir við
tillögurnar er til og með 28. desember 2009. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillögunar
fyrir auglýstan frest telst samþykkur þeim.
Sveitarstjóri