Auglýsingablaðið

1266. TBL 05. nóvember 2024

Auglýsingablað 1266. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 5. nóvember 2024.

 


Kæru sveitungar

Tímaritið okkar Eyvindur kemur út fyrir jólin eins og venjulega.
Því óskum við eftir að fá sent til okkar t.d. skemmtilegar sögur, ljóð eða annað sem þið hafið samið til að birta. Eins eru ábendingar vel þegnar um spennandi viðtals- eða umfjöllunarefni, jafnvel ljósmyndir fyrr og nú, samanburð af húsum eða sjónarhorni, hvað eina sem ykkur dettur í hug og gæti átt erindi í Eyvind.
Kær kveðja frá ritnefnd
Benjamín Baldursson s: 899-3585, tjarnir@simnet.is
Berglind Kristinsdóttir s: 693-6524, berglind@esveit.is 
Arnbjörg Jóhannsdóttir s: 894-6922, kvistar@internet.is 
Arnór Bliki Hallmundsson s: 864-8417, hallmundsson@gmail.com 



Leiðalýsing 2024

Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi annast lýsingu leiða í kirkjugörðum í Eyjafjarðarsveit eins og undanfarin ár.
Krossarnir eru settir upp fyrsta sunnudag í aðventu. Þeir sem hafa leigt krossa undanfarin ár þurfa aðeins að tilkynna ef þeir hyggjast hætta lýsingu, annars eru krossar settir á sömu leiði og í fyrra.
Gjald fyrir hvern kross er kr. 4.000.-
Panta skal leigu á nýjum krossum hjá Hirti í síma 894-0283 eða Stefáni í síma 864-6444.
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi.



Dagbókin Tíminn minn 2025

Kvenfélagið Iðunn er með dagbókina Tíminn minn 2025 til sölu á 4.500 kr.
Allur ágóði rennur í hjálparsjóð Iðunnar.
Dagbókin er fallega myndskreytt eftir íslensku listakonuna Björgu Þórhallsdóttur og er full af jákvæðni og góðum ráðum. Tilvalin í afmælis- eða jólagjöf handa ömmum, mömmum, dætrum, frænkum, vinkonum og öllum öðrum sem vilja eignast svona eigulega dagbók.
Nánari upplýsingar og pantanir hjá:
Ásta Heiðrún í síma 893-1323/ astast@simnet.is 
Hrönn í síma 866-2796/ idunnhab@gmail.com 

Getum við bætt efni síðunnar?